Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202246 Hvers saknarðu mest frá því í gamla daga? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Sævar Jónsson „Rúntsins á Skaganum.“ Guðmundur Einarsson „Að vera laus við gsm síma og internet.“ María Sigurjónsdóttir „Sjónvarpslausu daganna á fimmtudögum og í júlí.“ Stefán Jónsson „Vídeóleigunnar.“ Einar Guðmundsson „Sjónvarpslausu fimmtudag- ana.“ Íþróttamaður vikunnar Í þessum lið í blaðinu leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttafólks úr allskyns íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunn- ar að þessu sinni er sjósundskonan Björg Ágústsdóttir frá Grundar firði þar sem hún er jafnframt bæjar- stjóri. Nafn: Björg Ágústsdóttir Fjölskylduhagir: Gift Hermanni Gíslasyni og eigum við Björgu 21 árs og Atla Ágúst 19 ára, tvö tengdabörn og hundinn Húgó. Hver eru þín helstu áhugamál: Vinnan mín er svo fjölbreytt og skemmtileg og í hana fléttast helstu áhugamálin; samfélagþróun og fólk. Þar fyrir utan finnst mér gam- an að ferðast og upplifa nýja hluti, sjóböð eru skemmtileg áskorun og svo var ég að fá mér fjórhjól um daginn – sem ég þarf að reyna að nota dáldið. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Vinnan tekur mestan part dagsins hjá mér, nú erum við á fullu í framkvæmdum sumarsins hjá Grundarfjarðarbæ og síðan er ný bæjarstjórn og nefnd- ir að taka við, sem er ákveðið nýtt upphaf og verkefni. Það er lúxus að ná góðum göngutúr með hundinn í lok dags – og gott að láta draga sig út, þegar maður hefði kannski ekki annars nennt því. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Pass! Hversu oft æfir þú í viku? Sjó- sundið byrjaði ég í október 2020 – í miðju Covid og ég hef haldið það út í köldustu mánuðum ársins. Þetta er samt meira sjóböð og busl, held- ur en að synda langar vegalengd- ir. Ég er nú ekki að fara oft í viku, meira út frá veðri, sjávar föllum og vinnutíma – en þetta er gott fyr- ir andlega og líkamlega heilsu. Það fylgir mikil slökun og vellíðan og sjóböðin breyta miðstöðinni í lík- amanum. Ég á síðan kannski eft- ir að gerast stórtækari í að synda langar vegalengdir. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Dóttirin er fyrirmynd – hún æfir crossfit og seiglan hennar og úthald er eitthvað sem ég dáist að. Flotta crossfit fólkið okkar og frjálsíþróttafólkið okkar í fremstu röð er það sem ég fylgist mest með og dáist að. Af hverju valdir þú sjósund? Oft langað til að prófa og tók áskorun vinkonu. Líka af því að mér fannst það fjarstæðukennt að ég gæti það, kuldinn er dáldið fráhrindandi í byrjun. En það lagast – þetta er allt í hausnum á manni. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Bryndís vinkona mín úr Verzló. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast er félagsskapurinn, spennan við að vaða út í kaldan sjó og spjara sig í öldunum. Ég er síð- an ekki nógu reynd í sundi langar vegalengdir til að meta það, en við sjóböðin er eiginlega ekkert leiðin- legt – við förum þegar aðstæður eru góðar og stemningin er alltaf góð. Byrjaði að stunda sjósund í miðju Covid Á laugardaginn mættust lið Reyn- is Hellissands og KFB frá Álftanesi í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu og fór leikurinn fram á Ólafsvíkur- velli. Liðin voru án sigurs í riðlinum fyrir leik og því spurning hvort liðin myndu ná sér í sín fyrstu stig í sum- ar. Eina mark fyrri hálfleiks skoraði Elías Kári Huldarsson fyrir gestina á 35. mínútu og staðan 0-1 fyrir KFB. Gamla brýnið Aron Baldursson, sem verður fertugur á næsta ári, varð fyrir því óláni í byrjun seinni hálfleiks að skora sjálfsmark fyrir Reyni en Kristófer Máni Atlason var snöggur til að minnka muninn fyrir Reyni þremur mínútum síð- ar og spenna komin í leikinn. En þeir Skarphéðinn Haukur Lýðs- son og Sigurður Dagur Þormóðs- son sáu til þess að gestirnir fóru heim með stigin þrjú með tveimur mörkum á síðasta korteri leiksins, lokastaðan 1-4 fyrir Álftnesinga. Reynismenn eru því enn án stiga í riðlinum eftir fjóra leiki og sitja ásamt Herði frá Ísafirði í neðsta sæti með markatöluna 5-30. Næsti leikur Reynis er þriðjudaginn 21. júní gegn Kríu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi og hefst klukkan 20. vaks Íslandsmótið í MX mótorkrossi var haldið á braut Mótorkross- klúbbs Snæfellsbæjar utan Enn- is síðastliðinn laugardag. Alls voru 70 keppendur víða af landinu sem tóku þátt í þessari keppni, bæði í kvenna- og karlaflokki, en yngstu keppendur voru tíu ára gamlir. Stóðu þeir sig frábærlega og eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér í þessari erfiðu íþrótt. Vel er gætt að öryggi keppenda og er öryggis- búnaður þeirra mikill. Keppt var í átta flokkum og keyrðar þrjár „moto,“ en hvert moto er 12 mínútur og tveir hringir. Að sögn Janusar Jónssonar formanns Mótorkrossklúbbs Snæ- fellsbæjar gekk mótið vel í alla staði og mikil og skemmtileg stemn- ing var meðal áhorfenda og kepp- enda. Janus sagði enn fremur að keppendur hafi verið ánægðir með keppnina og alla skipulagningu jafnt sem gestrisni heimamanna. Sundlaugin var opin fram eftir fyr- ir keppendur svo þeir gætu þveg- ið sig eftir keppnina og slappað af í heitu pottunum. Vill Janus þakka þeim sem lögðu þessari keppni lið fyrir þeirra framlag. af Yngsti hópurinn á verðlaunapalli. Íslandsmótið í MX mótorkrossi fór fram á Snæfellsnesi Í MX1 (stærsta flokknum) var Einar Sverrir Sigurðarson í fyrsta sæti, Oddur Jarl Haraldsson í öðru og Arnar Elí Benjamínsson í þriðja. Spennan leynir sér ekki meðal yngstu keppenda. Heiðar Örn Sverrisson og Eiður Orri Pálmarsson í hörku keppni. Úr leik Reynis og KFB á laugardaginn. Ljósm. af Reynir Hellissandi enn án sigurs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.