Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 17
Umhverfisskýrsla Elkem Ísland
fyrir árið 2021 er komin út og er
hún framsett á stafrænu formi í
fyrsta skipti. Er það liður Elkem
Ísland að auka gagnsæi og aðgengi
að upplýsingum um umhverfismál
sérstaklega.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu
kemur fram að skýrslan skiptist
í sex mismunandi kafla þar sem
gerð er grein fyrir stefnu Elkem í
umhverfismálum ásamt umhverfis-
þáttum og vöktun í starfseminni.
„Jafnframt er að finna umhverfis-
verkefni sem Elkem vinnur mark-
visst að til þess að endurvinna og
endurnýta allar aukaafurðir sem
falla til við framleiðsluna til þess
að lágmarka sóun og auka sjálf-
bærni rekstrarins. Nýsköpun
Elkem Ísland skilar umhverfisleg-
um ávinningi og er það stefna fyrir-
tækisins að vera fyrsta kolefnishlut-
lausa kísilmálmverksmiðjan eigi
síðar en árið 2040 sem þýðir jafn-
framt að Elkem Ísland verður fyrsta
slíka verksmiðjan í allri Evrópu.“
„Elkem Ísland leggur metn-
að sinn í að starfsemi fyrirtækis-
ins sé í sátt við umhverfið og sitt
nánasta samfélag. Þess vegna er
stefna Elkem Ísland að draga mark-
visst úr áhrifum starfseminnar á
ytra umhverfi og fylgja í hvívetna
ákvæðum starfsleyfis. Elkem
Ísland stefnir jafnframt að stöðug-
um framförum í störfum sínum og
það endurspeglast í metnaði okkar
í umhverfismálum“ segir Álfheið-
ur Ágústsdóttir forstjóri Elkem á
Íslandi.
mm
Elkem Ísland gefur út
umhverfisskýrslu fyrir 2021
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir
hæfni í starfið. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. júní nk.
Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is.
Sveitarstjóri í Dalabyggð
Dalabyggð er landbúnaðarhérað sem geymir
mikla sögu. Dalirnir eru náttúruparadís með útsýni
út á Hvammsfjörð og Gilsfjörð ásamt hinum
óteljandi Breiðafjarðareyjum og bjóða upp á mikla
möguleika í útivist og afþreyingu. Í upphafi árs
2022 bjuggu 665 íbúar í Dalabyggð.
Í Dalabyggð er veitt fjölbreytt þjónusta, þar
er Auðarskóli (leik- grunn- og tónlistarskóli),
heilsugæsla, verslun, veitingasala og ýmis
verktakaþjónusta. Dalabyggð er miðsvæðis, innan
við tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá
höfuðborgarsvæðinu og mikilvæg tenging á milli
landshluta. Sjá nánar á dalir.is.
Sótt er um störfin
á hagvangur.is
Starf sveitarstjóra í Dalabyggð er laust til umsóknar og er leitað að
kraftmiklum og drífandi einstaklingi til að stýra krefjandi verkefnum á
vegum sveitarfélagsins. Rík áhersla er á að efla atvinnulíf og þjónustu
við fjölskyldur. Starfið felst meðal annars í að vinna af krafti að nýjum
verkefnum sem sveitarfélagið er með í bígerð og má þar meðal annars
nefna byggingu nýs íþróttamannvirkis.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið
• Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana
sveitarstjórnar
• Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og
starfsmannamálum
• Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á
fundum sveitarstjórnar og byggðaráðs
• Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir,
samtök, fyrirtæki og íbúa
• Að gæta hagsmuna Dalabyggðar út á við, vera talsmaður sveitarstjórnar
og vinna að framfaramálum
• Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkum
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfinu
• Reynsla af stjórnun, rekstri og bókhaldi
• Áhugi og reynsla af eflingu atvinnulífs til að stuðla að vexti samfélagsins
• Reynsla af kynningar- og ímyndarmálum sem og stefnumótun
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Leiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
• Þekkja vel og hafa reynslu af lögum og reglugerðum í opinberri
stjórnsýslu
• Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er æskileg en ekki skilyrði