Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 29 Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 2004 og er tekin á Írskum dögum á Akranesi sem eru ávallt haldnir í byrjun júlí ár hvert. Þarna má sjá sigurvegarana í sandkastalakeppni sem haldin var á Langasandi þetta ár. Starfshópur sem Svandís Svavars- dóttir matvælaráðherra skipaði í lok síðasta árs til að skoða starf- semi, regluverk, eftirlit og löggjöf í kringum blóðtöku úr fylfullum hryssum hefur skilað skýrslu sinni. Í henni er rýnt í umfang starfsem- innar; eftirlit, dýravelferð, löggjöf, sjónarmið hagaðila og tillögur sett- ar um framhaldið. Í skýrslunni kemur fram að lagaumgjörðin um blóðtöku úr fylfullum hryssum sé afar óljós og ekki viðunandi þar sem um nokkuð umfangsmikla og umdeilda starf- semi er að ræða. Það er mat starfs- hópsins að lagaheimild sé til staðar til að starfsemin sé gerð leyfisskyld og því ekki þörf á lagabreyting- um til að svo megi verða. Á grund- velli skýrslunnar hefur matvælaráð- herra ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem mun gilda til þriggja ára. Í reglugerðinni verð- ur skýrt kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þarf að uppfylla og jafn- framt að starfsemin sé leyfisskyld. Með setningu slíkrar reglu- gerðar yrði hin óljósa réttarstaða þessarar starfsemi færð til betri vegar. Gildistími reglugerðar- innar verður nýttur til að fylgjast með framkvæmd starfseminnar og leggja mat á framtíð hennar. Sam- hliða telur matvælaráðherra rétt að efna til sérstakrar umfjöllunar um siðferðis leg álitamál tengd starf- seminni. Með því að setja reglu- gerð af þessu tagi verður skýrt að starfsemin sé leyfisskyld og háð skilyrðum og jafnframt að hún fell- ur ekki undir ákvæði reglugerðar nr. 460/2017, um dýr sem notuð eru í vísindaskyni. Líkt og fram kemur í skýrslunni munu skilyrði reglugerðarinnar byggja á sömu skilyrðum og Mat- vælastofnun setur nú. Hópurinn leggur einnig til að þau verði hert m.a. með tilliti til þeirra sjónarmiða sem fram komu hjá hagaðilum og öðrum sem starfshópurinn ræddi við. Setja þarf ítarlegri ákvæði um aðbúnað og aðstöðu, eftirlit með ástandi hrossa varðandi heilbrigði, hófhirðu og skapgerðarmat, vinnu- aðferðir við blóðtökuna sjálfa og um innra og ytra eftirlit með henni. Þá telur hópurinn nauðsynlegt að óháður aðili, svo sem Tilrauna- stöðin á Keldum, sannreyni mæl- ingar á blóðbúskap hryssnanna að minnsta kosti tímabundið. Nauðsynlegt er einnig að skilyrði verði sett um aldursbil hryssna í blóðtöku, hámarksfjölda í stóðum og hámarksfjölda sem dýralækn- ir má hafa umsjón með í blóðtöku. Þá er eðlilegt að aðstoðarmaður undir stjórn dýralæknis sé til stað- ar við hvern blóðtökubás til að geta brugðist skjótt við ef vandamál koma upp. Hópurinn leggur einnig til að ekki verði leyfilegt að notast við framleiðslukerfi sem hvetur til og byggir á magnframleiðslu enda geti það stefnt velferð dýranna í hættu. mm Lionsklúbbarnir í Snæfells- bæ; Rán, Þerna, Nesþinga og Ólafsvíkur, afhentu á dögun- um ómskoðunartæki í sjúkrabif- reið HVE í Snæfellsbæ. Tækið er af gerðinni Wellue EagleVi- ew og nýtist gjöfin í bráðatilfell- um sem og almennum sjúkra- flutningum, en tæki þetta gerir sjúkraflutningafólki kleift að óma hjarta, lungu, æðar og innvortis blæðingar svo dæmi séu tekin en tæki sem þetta var ekki áður til í tækjabúnaði sjúkraflutningafólks í Snæfellsbæ. Það voru fulltrúar frá félögunum fjórum sem afhentu gjöfina. Á myndinni eru frá vinstri: Lára Hallveig Lárusdóttir, Ari Bjarna- son, Magnús Guðni Emanúels- son, Steinunn Júlíusdóttir, Krist- inn Jón Friðþjófsson, Patryk Zolobow, Hlynur Hafsteinsson og Aníta Agnes Halldórsdóttir. þa/ Ljósm. Hafsteinn Þórarinn Björnsson Ómskoðunartæki gefið í sjúkrabíla í Snæfellsbæ Skýrsla um blóðtöku úr fylfullum hryssum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.