Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202222 Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi, hef- ur nú skilað tillögum sínum og voru þær lagðar fyrir ríkisstjórn í gær- morgun. „Ljóst er að bregðast þarf við þeim aðstæðum sem uppi eru vegna verðhækkana á helstu aðföng- um í kjölfar innrásar Rússa í Úkra- ínu. Sú þróun hefur haft og mun hafa alvarleg áhrif á rekstur bænda. Framboð á innlendri vöru getur því dregist saman á næstunni með til- heyrandi áhrifum á fæðuöryggi,“ segir í tilkynningu frá matvælaráðu- neytinu. Skýrslan fjallar um áhrif verð- hækkana á ólíkar búgreinar, við- námsþrótt þeirra, þróun á markaði það sem af er ári og líkleg áhrif þess ef stjórnvöld aðhafast ekkert. Mið- að við þau gögn sem hópurinn hafði til að vinna úr bendir allt til þess að staða sauðfjárræktar og nautakjöts- framleiðslu sé verst. „Þessi vandi er alþjóðlegur og ekki bundinn við Ísland. Því hafa fleiri lönd stutt við matvælaframleiðslu, þ.m.t. flest þeirra landa sem við berum okk- ur saman við. Í vinnu spretthóps- ins var farið yfir viðbrögð annarra ríkja við þróuninni sem og aðgerð- ir stjórnvalda í upphafi árs og fram- tíðarhorfur greinarinnar hér á landi. Tillögur eru lagðar fram að aðgerð- um til stuðnings bænda sem hafa orðið fyrir mestri kostnaðarhækk- un að undanförnu. Þær eru í formi beinna styrkja og umbóta sem yrðu til þess fallnar að styðja við bændur tímabundið en jafnframt er horft til þess að auka viðnámsþrótt greinar- innar og tryggja eftir föngum fæðu- öryggi þjóðarinnar.“ Með fyrirvara um þá óvissu sem ríkir um þróun næstu mánaða má ætla að rekstrarkostnaður landbún- aðar árið 2022 hafi hækkað um 8.900 milljónir vegna hækkana á áburði, kjarnfóðri, olíu og rúllu plasti. Þar af hækkar áburður um 3.000 millj- ónir, fóður um 4.500 milljónir og olía og plast um 1.400 milljón- ir. Nú þegar hefur verið komið til móts við hækkun á áburðarkostnaði sem nemur 650 milljónum. Áætlað er að hækkanir á afurðaverði, sem þegar eru komnar fram, muni skila um 3.600 milljónum í auknum tekj- um á þessu ári. Eftir stendur kostn- aðarauki upp á 4.650 milljónir en auk þessa hækka flestir aðrir kostn- aðarliðir verulega milli ára. Þess- ar verðhækkanir hafa þegar veikt rekstrargrundvöll bænda mjög mik- ið og dregið úr framleiðsluvilja. Í tillögum hópsins er lagt til að ríkið komi til móts við þessar verð- hækkanir með 2.460 milljóna króna stuðningi á árinu 2022. „Ætla má að greinin sjálf, afurðafyrirtæki, versl- unin og neytendur eigi eftir að tak- ast á við kostnaðarauka af svipaðri stærðargráðu.“ Tillögur spretthópsins eru í sex liðum fyrir árið 2022. Í fjór- um þeirra er lagt til að greitt verði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum, sam- tals 2.460 milljónir króna. Um er að ræða greiðslur samkvæmt öllum búvörusamningunum fjórum auk þess sem 450 milljónir eru ætlað- ar til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu þar sem ekki er um slíka samninga að ræða. Kostnaður við aðgerðirnar er áætlaður 0,07% af landsframleiðslu sem er viðbót við aðgerðir í upphafi árs sem námu 0,02%. Jafnframt er lagt til að kjötafurða- fyrirtækjum verði veitt tímabund- in heimild til samstarfs með það að markmiði að hvetja til hagræðingar innan geirans. Heimildin yrði bundin ákveðnum skilyrðum sem lagt er til að verði unnin í samráði við Samkeppniseftirlitið. Þá er lagt til að komið verði á sérstökum vakt- hópi um fæðuöryggi. Til viðbótar leggur hópurinn fram átta tillögur að aðgerðum sem miðast við lengra tímabil. Þær snerta m.a. neyðarbirgðahald, efl- ingu grænmetisframleiðslu, korn- ræktar, jarðræktarrannsókna, líf- ræna framleiðslu og aukið fæðuör- yggi landsins. mm Norðurálsmótið á Akranesi verð- ur haldið dagana 16.-19. júní. Mótið er fyrir 7. flokk drengja og hefst það 17. júní og lýkur sunnu- daginn 19. júní. Einnig er mót fyr- ir 8. flokk drengja og stúlkna sem fram fer á morgun, fimmtudaginn 16. júní, og er þar spilaður fimm manna bolti. Þátttaka á Norðuráls- mótinu í ár er mikil en skráðir þátt- takendur eru alls um 1.650. Hlini Baldursson er skrifstofu- og verk- efnastjóri Knattspyrnufélags ÍA og segir hann í samtali við Skessuhorn að undirbúningur vegna móts- ins hafi gengið vel og mikil og góð breyting frá mótunum í fyrra og árinu áður þegar fjöldatakmarkan- ir voru í gangi. Fyrir tveimur árum var ÍA með í fyrsta skipti aukadag fyrir 8. flokk drengja og stúlkna og segir Hlini að það sé að mælast vel fyrir hjá félögunum og að það sé töluverð aukning í ár á þessu móti frá því í fyrra. Varðandi mönnun og vakt- ir á mótinu segir Hlini að það séu gríðarlega mörg störf sem koma að einu svona móti og það hafi bara gengið nokkuð vel að manna þetta: „En við búum einnig svo vel hérna á Akranesi að aðildarfélög inn- an Íþróttabandalagsins koma og hjálpa okkur að manna þær vaktir sem vantar upp á.“ Hlini segir að lokum að mótið í ár sé svipað og í fyrra. Iðkendur verða í kringum 1.150 í 7. flokks mótinu og yfir 500 í 8. flokks mótinu og við þetta bætast um 200 þjálfarar og liðsstjórar. Þá er töluverð aukn- ing í skráningu á tjaldsvæðunum sem Knattspyrnufélag ÍA sér um. Það er því ljóst að það verður mik- ið fjör á Akranesi um næstu helgi á Norðuráls mótinu. vaks Þórarinn Torfi Finnbogason gaf út nýverið út plötu en hann er 45 ára fjölskyldufaðir frá Hvanneyri. Plat- an heitir Snjóarumvor og er hún komin út á Spotify, Youtube og Bandcamp. Þórarinn segir plötuna vera fjölbreytta en á henni má finna pop, funk, boogie og eitthvað skrítið eins og hann segir sjálfur. Hann semur sjálfur lög og texta en fjalla verkin um hina ýmsu ætt- ingja. Þórarinn nýtur svo stuðnings frá söngkonunum Evu Símonar- dóttur og Ölmu Hlín Þórarins- dóttur, eiginkonu sinni og dóttur, ásamt tónlistarmönnum úr héraði sem aðstoðuðu við hljóðfæraleik og upptökur. Platan er hliðarverk- efni hjá Þórarni sem starfar annars sem húsvörður í Grunnskólanum í Borgarnesi. sþ Fyrir nokkru auglýsti Heilbrigðis- stofnun Vesturlands eftir læknum til starfa við heilsugæslustöðina í Borgarnesi og rann umsóknar- frestur út sl. mánudagskvöld. Fram að þessu hafa ekki borist umsókn- ir þrátt fyrir ítrekaðar auglýs- ingar, en þau gleðitíðindi urðu nú að tvær umsóknir bárust. Að sögn Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur for- stjóra HVE verður kapp lagt á að ganga frá ráðningu þeirra á næstu dögum og mun annar læknirinn geta hafið störf 1. september en hinn nokkru síðar, líklega um ára- mót. Vafalaust verða íbúar á starfs- svæði Heilsugæslunnar í Borgar- nesi ánægðir með þessu jákvæðu tíðindi. gj Norðurálsmótið fer fram um helgina á Akranesi. Norðurálsmótið í knattspyrnu verður um helgina Heilsugæslustöðin í Borgarnesi. Ljósm. gj. Tveir læknar hafa sótt um vinnu í Borgarnesi Plötuumslag Snjóarumvor. Torfi F gefur út plötu Hálfur þriðji milljarður til að mæta alvarlegri stöðu í landbúnaði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.