Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202216 Pennagrein Saurbærinn er mjög flatlendur og votlendur, enda er um að ræða botn á stöðuvatni frá lokum síðustu ísaldar sem myndaðist þegar jökul- ruðningurinn sem lokaði svæðinu milli Tjaldaness og Ekranna í landi Stórholts hindraði framrás vatnsins af svæðinu. Stöðuvatnið sem þar myndaðist hefur eflaust staðið um aldir, eða þar til árnar í Saurbæn- um rufu skarð í jökulruðninginn og stöðuvatnið tæmdist en skildi eftir þykk setlög í botni vatnsins. Nú á tímum eru tvær ár í Saur- bænum, Hvolsá kemur úr Hvols- dalnum og afdölum hans, en Staðar hólsá kemur úr vestari daln- um í Saurbæ og dölum sem að hon- um liggja, Staðarhólsdal. Þessar tvær ár koma saman og renna í ein- um ósi til sjávar og heitir þar Ósar sem affallið er. Skömmu áður en árnar koma saman gengur lækjar- farvegur út í Hvolsána og er þar kominn Flæðilækur, sem er upp- haf þessara hugleiðinga. Reynd- ar má segja að þriðja áin komi að málum, en það er Brunnáin, sem kemur úr Brunnárgjánni og fellur í Hvolsána niður af Brunnárbæj- unum. Eins og nafnið bendir til þá fellur sjór upp í árnar og Flæðilæk- inn um hverja flæði og gætir sjáv- arfalla allt upp undir Kirkjuhól og upp að Lambanesi við Staðarhólsá við stærstu flæðar. Þarna er þá komin ástæða til þessarar nafngiftar: Flæðilæk- ur. Það er augljóst að afrennslið af Saurbæjarmýrunum hefur ekki verið mjög sérstaklega hannað til skipaflutninga og er því greinilegt af lögun hans að hann er mótaður af manna höndum þar sem hann er um 10 metra breiður alla leið frá Hvolsá og upp fyrir veginn sem lagður var yfir Staðarhóls-Oddann árið 1901. Eflaust hefur umferð um Saurbæinn verið erfið fyrr á tím- um þar sem allt láglendið var sam- fellt mýrlendi og aðeins fært með árbökkunum og með hlíðarrótum. Steinólfur lági kallaði sveitina því Saurbæ þegar hann lét byggja fyrsta bæinn í sveitinni, þar sem hann kall- aði Torfnes. Mönnum ber reyndar ekki saman um hvar Torfnes hafi staðið, en í mínum huga er varla um annan stað að ræða en þar sem Þurranes er nú því þegar Steinólf- ur gengur inn yfir fjall frá Fagra- dal, eins og segir í Landnámu, hef- ur þetta þurra nes, sem gengur nið- ur frá Múlanum, blasað við hon- um af brúninni ofan við Kvern- grjót, þar sem sá bær stendur núna. Það hefur eflaust verið gaman fyrir Steinólf að ganga inn Seljadal, sem fram eftir öldum hét Melárdalur, og koma fram á brúnina fyrir ofan Kverngrjót og horfa yfir þessa fal- legu sveit, sem hann kallar Saurbæ vegna votlendisins. Það bendir til þess, að ekki hafi Saurbærinn verið skógi vaxinn þá. Nafnið á Melárdal bendir einnig til þess að Melá hafi fallið um grýtt svæði. Flæðilæk- urinn hefur verið affall af mýrunum í Saurbæ því töluvert vatnsmagn hefur komið af öllu þessu svæði milli Hvolsár og Staðarhólsár, sér- staklega í vætutíð, en á vetrum var Saurbærinn nánast samfelld íshella milli fjalla áður en hann var þurrk- aður eftir að skurðgröfur komu til sögunnar á árunum fyrir 1950. Árið 1901 var lagður vegur yfir Staðarhólsoddann og var Rögn- valdur Sturlaugsson verkstjóri við þá vegagerð og er til greinargóð skýrsla hans um þessa framkvæmd. Þar kemur fram að keypt var timb- ur fyrir 51.00 kr. í brú yfir Flæði- lækinn en afgangur varð af þessum timburkaupum, því sá afgangur var seldur fyrir 3,57 kr. um haustið! Það hafa verið uppi ýmsar sagnir um þennan læk, sem ég held að séu flestar seinni tíma skýringar á til- komu hans og notagildi, enda engar skráðar heimildir um hann frá fyrri tíð, a.m.k. sem mér er kunnugt um. Elsta heimild sem ég minn- ist er úr Sturlungu þar sem segir frá því er Búðdælir á Skarðsströnd fara inn að Staðarhóli til að endur- heimta búpening sinn, sem Einar á Staðarhóli, Þorgilsson, hafði látið ræna og rekið inn að Staðarhóli, og taldi sig eiga rétt til upp í ein- hver ótilgreind viðskipti. Staðar- hólsmenn urðu varir við brottnám- ið og veittu þeim eftirför og náðu þeim fyrir utan Hleypilæk og þar börðust þeir, nokkrir féllu en aðr- ir særðust og voru þeir særðu flutt- ir heim að Hvoli til Helga prests, sem græddi þá því hann var lækn- ir góður. Frá þessu segir bæði í rit- um Fornleifafélagsins og í skrifum séra Þorleifs Jónssonar í Hvammi seint á 19. öldinni, og er þá talið að Hleypilækurinn sé þar sem Flæði- lækurinn er nú. Hvort sem það er rétt ályktað eður ei hjá mér held ég að það geti ekki staðist og að nafnið Hleypilækur hafi í rauninni aldrei átt við Flæðilækinn, en seinni tíma menn fært þetta nafn á þennan læk þar sem þeim var ekki annar stað- ur kunnur. Þegar minnst var 50 ára afmæl- is Staðarhólskirkju árið 1949 flutti Ólafur Skagfjörð í Þurranesi ágrip af sögu kirkjunnar. Hann var þá formaður sóknarnefndar, fæddur og uppalinn í Staðarhólsdalnum og glöggur og minnugur. Það kemur fram í máli hans að Hleypilækur sé vestan Staðarhólsár nokkru neðan Kverngrjóts. Þetta kemur heim og saman við frásögn Magnúsar Árna- sonar í Tjaldanesi í lýsingu hans á örnefnum í Saurhólslandi, sem ég kem að síðar. Það gefur auga leið að Búðdælir fara ekki að krækja niður undir Skollhól yfir forblaut- ar mýrar og svo yfir Oddann, allt forblautt og erfitt yfirferðar. Þetta hefði lengt leið þeirra verulega og auðveldað Staðarhólsmönnum að ná þeim. Beinasta leið þeirra var að fara niður með Staðarhólsánni og svo út börðin í Saurhólsflóan- um í áttina að Tjaldanesi. Magn- ús Árnason, sem fæddur var og uppalinn á Saurhóli, en bjó síð- ar í Tjaldanesi, segir frá því í lýs- ingu sinni á Saurhólsjörðinni að nokkru framan til á móti Lamba- nesi sé kelda, sem kölluð var Bana- kelda, og var hún nánast ófær yfir- ferðar vegna þess að hestar og aðr- ar skepnur sukku þar svo illilega í að nánast var ófært. Segir hann frá því að hann hafi heyrt sögu af því að þar hafi naut fest sig og hafi það sokkið og aldrei sést neitt af því meir. Mér finnst sennilegast að þetta sé hinn upprunalegi Hleypi- lækur, sem getið er um í Sturlungu, en seinni tíma menn hafi fært þetta nafn á Flæðilækinn. Fleiri nöfn hafa verið á þessum læk í gegnum tíðina. Ég tel ekki ólíklegt að nafnið Skipalækur hafi hann fengið á þeim árum sem Páll Jónsson frá Svalbarði bjó á Stað- arhóli, 1562-1566. En þótt hann byggi aðeins í fjögur ár á Staðar- hóli var hann upp frá því nefndur Staðarhóls-Páll. Hann var kvæntur Helgu Aradóttur, Jónssonar Ara- sonar, Hólabiskups. Meðan þau bjuggu á Staðarhóli eignuðust þau dóttur, sem skírð var Ragn- heiður. Hún giftist fyrst vestur að Núpi í Dýrafirði, en síðar giftist hún sr. Sveini Símonarsyni í Holti í Önundarfirði og með honum eign- ast hún soninn Brynjólf, sem biskup varð í Skálholti. Ég hef því stundum sagt að Staðarhóll hafi tengt saman biskupsstólana á Hólum og í Skál- holti. Árin sem Páll bjó á Staðarhóli var þar fjölmennt heimili sem mikils þurfti við og kostaði mikla aðdrætti. Páll átti Bjarneyjar á Breiðafirði, mikla verstöð, og talið hefur verið að hann hafi flutt aðföng upp Flæði- lækinn að hausti og flutt svo heim að Staðarhóli á ís að vetrinum. Þess er getið að efsti endinn á Flæðilækn- um heiti Skipapollur og þar við enda hans hafi fram á síðustu öld sést votta fyrir tóftarbrotum, sem verið gætu minjar um geymsluhús frá tím- um Staðarhóls-Páls og væri æski- legt að hægt væri að kanna það nán- ar í sambandi við nánari rannsóknir fornleifa á Staðarhóli. Þessi Skipa- pollur er nú ofan þjóðvegarins þar sem hann liggur yfir Flæðilækinn. Ýmsir hafa getið þess til að Páll hafi látið breikka Flæðilækinn, til að auðvelda skipum leið upp eftir honum, en ég hef hvergi séð nein- ar heimildir um slíkt þótt ekki sé útilokað að svo hafi verið, því Páll var athafnamaður og fór ekki alltaf troðnar slóðir. Einnig hefur hann eflaust verið vel efnaður svo ekki hefur það þurft að hindra hann til framkvæmdanna. En hvað sem líður vangaveltum um sögu Flæðilækjarins, sem erfitt verður að sannreyna, er þó ljóst að hann er fyrsti og eini skipaskurð- urinn á Íslandi, og væri því vel við hæfi að gera hlut hans meiri, merkja hann svo ferðamenn geti séð þessar fornminjar, sem getið er í fornum sögum, þótt deila megi um hvort rétt sé farið með staðsetninguna í öllum tilvikum. Það rifjaðist upp fyrir mér að um 1990 kom til sam- þykktar á Alþingi (það var ekki um neitt val að ræða) frumvarp til laga um járnbrautir og skipgengar vatnaleiðir, að þrátt fyrir allt ættum við Íslendingar þó einn skipaskurð, sem sagt Flæðilækinn í Saurbæ. Sigurður Þórólfsson Hugleiðingar um Skipaskurð – Flæðilækur Sigurður Þórólfsson frá Innri- -Fagradal hefur verið mikill áhuga- maður um að viðhalda munnmæl- um um eina skipaskurð lands- ins og merkja hann. Flæðilæk- urinn er 430 metra langur og um 18 metra jafnbreiður en mjókkar nokkuð síðustu 30 metrana. Hann liggur til suðurs í átt að Staðar- hóli frá Hvolsá í Saurbæ, skammt vestan við Kirkjuhvol, núverandi Staðarhólskirkju. Nú á að afhjúpa upplýsingaskilti um Flæðilækinn föstudaginn 17. júní nk. klukkan 16. Verður gestum boðið upp að þiggja kaffiveitingar í félagsheim- ilinu Tjarnarlundi. Skiltið verður staðsett við svo- kallaðan Skipapoll efst við Flæði- lækinn. Segja má að ritun Sig- urðar Þórólfssonar á grein, sem birtist í fyrsta skipti hér í Skessu- horni í dag, hafi verið kveikjan að gerð þessa upplýsingaskiltis. Sig- urður og Kristjón Sigurðsson frá Tjaldanesi hafa unnið að því síð- asta árið að gera að veruleika þetta upplýsingaskilti um eina skipa- skurð landsins. Kristjón bar hit- ann og þungann af framkvæmd- inni sjálfri. Það var Birgir Jóakimsson hönnuður, sem til skamms tíma var starfsmaður Íslandsstofu, sem hannaði uppsetningu texta Sig- urðar Þórólfssonar á íslensku og ensku ásamt myndum frá Flæði- læknum. Logoflex ehf. annað- ist prentun skiltisins og Rafal ehf. smíði rammans og uppsetningu. Vegagerðin gerði bílastæði þar sem skiltinu verður komið fyr- ir við efri/syðri enda skurðarins við veg númer 590 skammt vest- an afleggjara nr. 594 inn í Staðar- hólsdal. Styrktaraðilar verkefnis- ins eru; Sóknaráætlun Vesturlands, Dalabyggð, Rafal og Vegagerðin. mm Afhjúpa minnismerki um eina skipaskurð landsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.