Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 202214
Fyrsta júní síðastliðinn átti Baldvin
Smárason bóndi á Bakka í Reyk-
hólahreppi fertugsafmæli. Vitandi
að allt er fertugum fært ákvað hann
að verja deginum í að plægja spildu
innar í dalnum, töluverðan spöl frá
bænum. Það byrjaði nú ekki sérlega
vel því þegar hann var að fara til að
dæla olíu á traktorinn kom hann
auga á dauða kind sem hann átti og
var dánarorsök ókunn. Frá þessu
var greint á vef Reykhólahrepps.
Þar segir einnig að þegar Baldvin
var um það bil hálfnaður að plægja
tók hann eftir því að það rýkur
undan vélarhlífinni á traktornum
og hann snaraðist út til að athuga
hverju þetta sæti. Þá var farið að
loga undir húsinu og jókst hratt.
Þegar hann ætlaði að hringja í
Neyðarlínuna áttaði hann sig á að
síminn var inni í vélinni og eldur-
inn hafði magnast það mikið að
hann ákvað að reyna ekki að ná í
símann.
Hann hljóp af stað heim og var
ekki kominn marga tugi metra
þegar húsið á traktornum var orðið
alelda. Þegar slökkviliðið kom var
mest allt brunnið sem brunnið gat
og gekk greiðlega að slökkva, eld-
ur hafði borist í sinu en nógu mikill
raki var í jörðinni svo auðvelt var að
ráða við það. Sem eðlilegt var þótti
Baldvini þetta ekki ákjósanlegur
endir á afmælisdeginum en bar sig
samt vel.
Fram kemur í fréttinni á heima-
síðu Reykhólahrepps að Árný Huld,
kona Baldvins, hafði án hans vit-
undar undirbúið veislu sem haldin
var í íþróttasalnum á Reykhólum
helgina á eftir og boðið þangað vin-
um og fjölskyldum.
Þegar átti að plata hann undir
einhverju yfirskini út að Reykhól-
um í veisluna, þá fannst símalaus
Baldvin ekki en hann hafði þá bara
skotist yfir að Brekku, grunlaus
um að nokkuð merkilegt stæði til.
Hann varð svo bæði hissa og glað-
ur þegar hann hitti veislugestina
og líka hissa á að krakkarnir þeirra
Árnýjar Huldar skyldu geta haldið
þessu leyndu.
vaks
Síðastliðinn föstudag fór á Hvann-
eyri fram úthlutunarathöfn vegna
styrkja úr Uppbyggingarsjóði Vest-
urlands og var um síðari úthlutun
ársins að ræða í flokki atvinnu- og
nýsköpunarstyrkja. Þetta er átt-
unda árið sem sjóðurinn úthlut-
ar styrkjum til annars vegar menn-
ingarverkefna og hins vegar
atvinnu- og nýsköpunarverkefna í
samræmi við Sóknaráætlun Vestur-
lands. Sá háttur hefur verið hafður
á að í byrjun árs er stærri úthlutun
þar sem veittir eru styrkir í báð-
um flokkum og síðar á árinu er
úthlutun sem er einungis í flokki
atvinnu- og nýsköpunarstyrkja. Á
þessu ári veitir Uppbyggingarsjóð-
ur Vesturlands tæplega 65 milljónir
í styrki, tæplega 48 milljónum í jan-
úar og rúmlega 17 milljónum nú.
Alls bárust 144 umsóknir og 110
verkefni fengu styrki. Í janúar var
úthlutað til 95 verkefna en á föstu-
daginn fengu 15 verkefni styrki.
Við athöfnina flutti Helgi Eyleif-
ur Þorvaldsson aðjúnkt við LbhÍ
erindi um nýsköpun, Magnús
Magnússon ritstjóri Skessuhorns
sagði frá væntanlegum vef og þær
Inga Dóra Halldórsdóttir og Lilja
S. Ólafsdóttir sögðu frá verkefn-
inu Skapandi rými við Mennta-
skóla Borgarfjarðar. Síðarnefndu
tvö erindin greindu frá verkefn-
um sem voru í hópi stærstu styrk-
hafa að þessu sinni. Það voru Ólaf-
ur Sveinsson og Svala Svavarsdóttir
frá SSV og Helena Guttormsdóttir
formaður stjórnar úthlutarnefndar
sem stýrðu athöfninni. gj
Heiti verkefnis Umsækjandi Verkefnisstjóri Styrkur
Brúðkaups- og fjölskyldu
ljósmyndari á Vesturlandi
Gunnhildur Lind Hansdóttir Gunnhildur Lind Hansdóttir 300.000
Þróun á aðferðum til framleiðslu á líförvandi
vökva úr þangi
Asco Harvester ehf. Anna Ólöf Kristjánsdóttir 400.000
Sóleysaumar Sóley Jónsdóttir Sóley Jónsdóttir 400.000
Spíruræktun / Örjurtaræktun á Snæfellsnesi, Ræktunarstöðin Lágafelli ehf Þórður Ingimar Runólfsson 400.000
Útiræktun grænmetis í Ásgarði Skugga-Sveinn ehf. Eyjólfur Ingvi Bjarnason 500.000
Keila sem afþreying fyrir almenning Keilufélag Akraness Guðmundur Sigurðsson 500.000
Virkjun í Þrándargili Bjarni Hermannsson Bjarni Hermannsson 740.000
Ljótu agúrkurnar Jón Kristinn Ásmundsson Jón Kristinn Ásmundsson 800.000
Skógarauður Dalirnir heilla ehf. Franz Jezorski 1.000.000
Snorri lifir! Ný nálgun í þróun sýninga
Snorrastofu
Snorrastofa í Reykholti Bergur Þorgeirsson 1.000.000
Kirkjufell Express Thor Kolbeinsson Thor Kolbeinsson 1.500.000
Innovating industrial conveyor belt systems
- Stage 1
Jonas Slapsinskas Jonas Slapsinskas 1.700.000
Umsjón Skapandi Rýmis
Menntaskóli Borgarfjarðar
ehf.
Bragi Þór Svavarsson 2.500.000
Vindhverflar Allt Hitt ehf. Ólafur Einarsson 2.500.000
Frétta- og upplýsingavefur -
Nýsköpun í starfandi fyrirtæki
Skessuhorn ehf Magnús Magnússon 3.000.000
Samtals 17.240.000
Fulltrúar hluta þeirra verkefna sem fengu styrki að þessu sinni. Lengst til vinstri er
Helena Guttormsdóttir, formaður úthlutunarnefndar. Ljósm. mm.
Sumarúthlutun Uppbyggingarsjóðs 2022:
Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði
Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Ljósm. Árný Huld Haraldsdóttir
Afmælisdagur sem ekki gleymist
Nýr leikskóli í Skógarhverfi á Akra-
nesi verður ekki tekin í notkun í ágúst
2022 eins og áætlanir gerðu ráð fyr-
ir og ljóst að töluverðar tafir verða á
framkvæmdinni. Þetta kemur fram
í bréfi sem Sævar Freyr Þráinsson
bæjarstjóri og Valgerður Janusdóttir
sviðsstjóri mennta- og frístundasviðs
Akraneskaupstaðar sendu í síðustu
viku á foreldra barna sem eru á leik-
skólanum Garðaseli. Í bréfinu kem-
ur fram að ekki verði hægt að hefja
starfsemi í nýjum leikskóla fyrr en um
næstu áramót.
„Upphaflega var gert ráð fyrir að
nýr leikskóli í Skógarhverfi, sem verð-
ur nýja Garðasel, yrði tekið í notkun
í ágúst 2022. Þegar líða fór á fram-
kvæmdartímann kom í ljós að ekki
næðist að fullklára bygginguna fyr-
ir þann tíma. Þá voru gerðar áætlanir
um að hægt væri að opna tvær deild-
ir í ágúst nk. og þangað færu elstu
börn leikskólans Garðasels og á þeim
forsendum var inntaka nýrra barna
í leikskólann fyrir komandi starfs-
ár. Nú er komið í ljós að þær áætlan-
ir standast ekki og þarf því að grípa til
ráðstafana til þess að mæta húsnæðis-
þörf leikskólans. Uppfærðar áætlanir
gera ráð fyrir að hægt verði að hefja
starfsemi á nýjum leikskóla um ára-
mót, jafnvel fyrr í hluta húsnæðisins.“
segja Sævar Freyr og Valgerður meðal
annars í bréfinu.
Þá segir að ýmsir kostir hafi ver-
ið skoðaðir og niðurstaðan sé sú að
besti kosturinn er nýuppgert húsnæði
á efri hæð íþróttahússins við Vestur-
götu sem í daglegu tali er kölluð Þekj-
an. „Frístund Brekkubæjarskóla hef-
ur haft það húsnæði síðastliðinn vetur
og hefur skólastjóri Brekkubæjarskóla,
af miklum velvilja verið tilbúinn til að
finna frístundinni annan stað á meðan
þetta ástand varir. Húsnæðið er rúm-
gott og bjart og á allra næstu dögum
verða unnar áætlanir um hvernig hægt
er að gera húsnæðið sem best úr garði
þannig að það þjóni leikskólastarfinu.“
Í tölvupósti sem Arnbjörg Stefáns-
dóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla
sendi foreldrum í gær segir hún að
þau séu búin að lána Garðaseli frí-
stundarýmið þeirra í haust og fram að
jólum þar sem nýja Garðasel sé ekki
tilbúið en hugsanlega verði hægt að
flytja í nýja Garðasel fyrr. „Nemendur
okkar í 1. og 2. bekk verða í frístund
hér inni í skóla á meðan frístundarým-
ið okkar er í láni, bæði í skólastofum
og á svokölluðum Ás sem er á 1. hæð
í nýjasta hluta skólans. Þetta eru rými
sem þau þekkja vel og á ekki að væsa
um þau. Þau verða ekki í neinu bráða-
birgðahúsnæði eins og þegar þau voru
í anddyrinu á íþróttahúsinu. Auðvit-
að hefðum við viljað geta verið í okk-
ar frístundarými á Þekjunni en þegar
haft var samband við okkur vegna
þessa fannst okkur ekkert annað koma
til greina en að verða við þessu. Þegar
við stóðum uppi húsnæðislaus eftir að
kveikt var í skólanum okkar voru allir
boðnir og búnir til að rétta fram hjálp-
arhönd og við fengum húsnæði úti
um allan bæ á nokkrum klukkutím-
um. Við litum svo á að nú gætum við
hjálpað öðrum sem er góð tilfinning.“
Þá segir Arnbjörg í póstin-
um að skólastjórnendur hafi feng-
ið athugasemdir frá foreldrum og
starfsmönnum um að þau hefðu frétt
þetta út í bæ eða á samfélagsmiðlum.
„Okkur þykir leitt að hafa ekki upp-
lýst ykkur fyrr. Skýringin er sú að
við vildum ekki láta okkar skólasam-
félag vita fyrr en þeir foreldrar sem
eiga leikskólabörnin sem verða hér
á Vestur götunni væru komnir með
upplýsingarnar. Af tvennu illu fannst
okkur skárra að okkar starfsmenn og
foreldrar barna sem nýta frístundina
okkar fréttu af þessu úti í bæ. Okkar
börn verða í húsnæði sem þau þekkja
vel. Fundurinn með foreldrahópi
Garðasels var sl. þriðjudag og þá vant-
aði okkur upplýsingar um stöðu mála í
framkvæmdum, sem við erum komn-
ar með núna, til að geta sent einn póst
á ykkur.“
vaks
Tafir á framkvæmdum
á nýja Garðaseli
Nýja Garðasel að Asparskógum 25. Ljósm. vaks