Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 15
Hátíðarhöld á 17. júní í Borgarbyggð eru með hefðbundnu sniði í ár. Tímasetningar og staðsetningar geta breyst. Nýjustu upplýsingar verður að finna á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is 08:00 Fánar dregnir að húni. Borgarbyggð hvetur alla íbúa til að draga fána að húni í tilefni dagsins. 08:00-24:00 Teljum fána! Íbúar eru hvattir til að skreyta hús og híbýli með íslenska fánanum og taka þátt í leiknum Teljum fána. Þátttakendur reyna að koma auga á fána í gluggum, görðum, á girðingum eða annarsstaðar í bænum. Tvö heppin fá þátttökuverðlaun. Sendu inn fánatölu með nafni og símanúmeri á netfangið mannlif@borgarbyggd.is fyrir lok dags og vinningurinn gæti verið þinn. 10:00 – 11:00 Íþróttahátíð á Skallagrímsvelli. Íþróttaálfurinn verður með upphitun fyrir alls kyns þrautir og sprell fyrir einstaklinga á öllum aldri. 10:00 – 12:00 Kaffi og list hjá Michelle Bird. Michelle opnar vinnusvæðið sitt fyrir gesti og gangandi. Hægt að sjá sýnishorn af listasjölum í framleiðslu. Boðið upp á kaffi og muffins. Ókeypis aðgangur. Heimilisfang: Sæunnargata 12. 11:00 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista. 12:00 – 14:00 Safnahús. Leiðsögn um sýninguna Hennar voru spor með Katrínu Jóhannesdóttur sýningarstjóra. Ókeypis aðgangur í tilefni dagsins í boði sveitarfélagsins. 13:00 Anlitsmálning í Óðali. Hitað upp fyrir skrúðgöngu. 13:30 Skrúðganga. Gengið frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð. Trommusláttur á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar. 14:00 Hátíðar- og skemmtidagskrá í Skallagrímsgarði. 16:00 – 18:00 16:00 – 18:00 Skemmtun í nýja Brákarhúsinu. Björgunarsveitin Brák býður íbúum að spreyta sig í þrautum og öðru skemmtilegu. Reiðhöllin Faxaborg. Hmf. Borgfirðingur teyma undir börnum. Borgarnes 09:00-18:00 Sundlaugin á Varmalandi. Ókeypis aðgangur í sundlaugina í tilefni dagsins Varmaland 09:00-18:00 Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum. Ókeypis aðgangur í sundlaugina í tilefni dagsins Kleppjárnsreykir 11:30 UMFÍ Íslendingur stendur fyrir hátíðarhöldum. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli út í skjólbeltin. Grill verður á staðnum þar sem hver grillar fyrir sig og sína. Leikir, skemmtun, gleði og gaman, allir velkomnir og vonast er til að sjá sem flesta. Hvanneyri 11:00 & 13:00 Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðarhöldum. Messureið: Lagt af stað kl. 10:00 frá Gróf, 10:00 frá Kópareykjum og 10:15 frá Hofsstöðum. Messa kl. 11:00 í Reykholti. Hangikjötsveisla í Logalandi kl. 13:00. Verð: 3.200 kr. – frítt fyrir leikskólabörn. Engin posi á staðnum. Útihátíðardagskrá í Logalandi - Hátíðarræða, fjallkonan, karamelluflugvélin ef veður leyfir og leikir. Veittar verða viðurkenningar til barna sem stunda íþróttir. Reykholtsdalur 14:00 Ungmennafélagið Dagrenning sér um hátíðardagskrá. Kaffistund í Brautartungu, leikir og gleði. Grill og leikir á öðrum stað en í Brautartungu um kvöldið, auglýst síðar. Hver og einn leggur eitthvað til á kökuhlaðborðið og grillið. Lundareykjadalur 14:00 Kvenfélagið Björk og Ungmennafélagið Eldborg standa fyrir hátíðarhöldum. Hefðbundin 17. júní útihátíðardagskrá í Lindartungu. Lindartunga • Hátíðarræða, Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar • Ávarp fjallkonu. • Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar. • Benedikt Búálfur og Dídí mannabarn. • Leikhópurinn Lotta • Hoppukastalar og kaffisala kvenfélagsins verða á sínum stað Börn eru á ábyrgð forráðamanna 17. JÚNÍ 2022 Í BORGARBYGGÐ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.