Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 47
WWW.SKESSUHORN.IS
Skagamaðurinn Alexander Örn
Kárason gerði góða hluti á
heimsmeistaramótinu í klassísk-
um kraftlyftingum í síðustu viku en
mótið fór fram í borginni Sun City
í Suður Afríku. Alexander var að
keppa á sínu fyrsta heimsmeistara-
móti í opnum flokki og átti frábær-
an dag. Hann lyfti 272,5 kílóum í
hnébeygju, 190 kg í bekkpressu
og 300 kg í réttstöðulyftu í mín-
us 93 kílóa flokki og setti Íslands-
met í hnébeygju og réttstöðulyftu.
Þá bætti hann einnig eigið met í
saman lögðu þar sem hann bætti sig
um hvorki meira né minna en 25
kg. Alexander Örn lenti í 17. sæti
í sínum flokki og náði 100,2 GL
stigum og er þriðji Íslendingur-
inn til að ná þriggja stafa tölu á eft-
ir kraftlyftingamönnunum Krist-
ínu Þórhallsdóttur og Júlían J K
Jóhannssyni. vaks
Kraftlyftingakonan og Borg-
firðingurinn Kristín Þórhallsdótt-
ir keppti á laugardaginn í mínus
84 kílóa flokki á heimsmeistara-
mótinu í klassískum kraftlyfting-
um, en mótið fór fram í borginni
Sun City í Suður Afríku. Kristín
sem er önnur á heimlistanum og
ríkjandi Evrópumeistari stóð fylli-
lega undir væntingum, vann silf-
ur í sínum flokki og kemur heim
hlaðin verðlaunapeningum og nýj-
um metum.
Í hnébeygju tók hún 212,5 -
222,5 og 230 kíló mjög örugg-
lega, tvíbætti eigið Evrópumet
og tók silfur í greininni. Í bekk-
pressu tók hún sömuleiðis silfur og
lyfti þar 120 kílóum sem tryggði
henni einnig silfur og persónu-
lega bætingu um fimm kíló. Í rétt-
stöðulyftu fékk hún bronsið þegar
hún tók 215 og 230 kíló sem er
nýtt tvöfalt Íslandsmet en henni
mistókst naumlega í þriðju tilraun
að lyfta 240 kílóum.
Samanlagt lyfti Kristín því 580
kílóum sem tryggði henni örugg-
lega silfurverðlaun og hún tvíbætti
í leiðinni Evrópumetið í saman-
lögðu. Í fyrsta sæti var hin banda-
ríska Amanda Lawrence sem lyfti
samanlagt 615 kílóum og Dani-
elle Philibert frá Kanada var í
þriðja sætinu í samanlögðu með
540 kíló. Þrenn silfurverðlaun,
ein bronsverðlaun, Evrópumet
slegin fjórum sinnum og fjögur ný
Íslandsmet var uppskera dagsins
hjá þessari frábæru íþróttakonu.
Glæsilegur árangur hjá Kristínu
og enn ein rósin í hnappagatið hjá
Íþróttamanni Akraness síðustu tvö
ár. vaks
Kári tók á móti liði KFG í 3. deild
karla í knattspyrnu í Akraneshöll-
inni á laugardaginn og eftir að
hafa tapað þremur síðustu leikjum
sínum í deildinni vann liðið loks-
ins sigur. Lítið markvert gerðist í
fyrri hálfleik en þegar fimm mín-
útur voru liðnar af seinni hálfleik
kom Finnbogi Laxdal Aðalgeirs-
son Kára yfir í leiknum. Finnbogi
Laxdal tryggði síðan sigurinn með
sínu öðru marki níu mínútum fyr-
ir leikslok og lokastaðan 2-0 sigur
Káramanna. Afar mikilvægur sigur
Kára sem er nú í níunda sæti með
sjö stig eftir sex umferðir og stutt í
toppbaráttuna en þar er lið Sindra
í efsta sæti með 13 stig. Lúðvík
Gunnarsson fyrrum þjálfari Kára
hélt um stjórnartaumana í leiknum
gegn KFG í stað Ásmundar Har-
aldssonar sem var fjarverandi vegna
landsliðsverkefnis.
Næsti leikur Kára er næsta
fimmtudag gegn liði Augnabliks í
Fífunni í Kópavogi og hefst klukk-
an 18.
vaks
Langt ferðalag var að baki hjá
kvennaliði ÍA um helgina en þær
gerðu sér ferð á Vopnafjörð og léku
við lið Einherja í 2. deild kvenna í
knattspyrnu á sunnudaginn. Fyr-
ir leik voru bæði lið án sigurs, Ein-
herji hafði tapað tveimur leikjum
og ÍA fyrir Fram 3-0 í sínum fyrsta
leik. Þetta var því mikilvægur leikur
fyrir liðin að ná sínum fyrsta sigri
í deildinni og koma sér ofar í töfl-
unni. Það var hart barist frá fyrstu
mínútu enda mikið undir en Bryn-
dís Rún Þórólfsdóttir gaf ÍA gott
andrými þegar hún skoraði eftir
tæplega hálftíma leik og þannig var
staðan í hálfleik, 0-1 fyrir ÍA.
Í seinni hálfleik reyndu liðin
hvað þau gátu til að ná næsta marki
og það var ekki fyrr en tíu mínútum
fyrir leikslok sem það kom. Unnur
Ýr Haraldsdóttir tryggði þá Skaga-
konum sigurinn með góðu marki
og fyrstu þrjú stigin í sumar komin
í hús, lokastaðan 0-2 fyrir gestina.
Næsti leikur ÍA og fyrsti
heimaleikur liðsins í sumar í
deildinni er gegn ÍH næsta mánu-
dag á Akranesvelli og hefst klukk-
an 19.15.
vaks
Kría og Skallagrímur áttust við í A
riðli í 4. deild karla í knattspyrnu sl.
miðvikudag og fór leikurinn fram
á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi.
Sergio Fuentes Jorda kom
Skallagrími yfir í leiknum eftir hálf-
tíma leik en Birkir Rafnsson jafnaði
leikinn fyrir heimamenn eftir tíu
mínútna leik í síðari hálfleik. Elís
Dofri Gylfason kom gestunum aft-
ur yfir í leiknum með marki þrettán
mínútum fyrir leikslok og það voru
síðan þeir Orri Hermannsson og
Alexis Alexandrenne sem innsigl-
uðu sigur Skallagríms með tveim-
ur mörkum á síðustu mínútunum,
lokastaðan 1-4 fyrir Skallagrím.
Skallagrímur hefur byrjað vel í
deildinni í sumar og er efstur ásamt
Hvíta riddaranum með tólf stig
eftir fjóra leiki í A riðli en Árbær
er í því þriðja með níu stig eft-
ir sama leikjafjölda. Næsti leik-
ur Skallagríms er toppslagur gegn
Hvíta riddaranum í dag, miðviku-
dag, á Skallagrímsvelli og hefst
klukkan 20.
vaks
Þróttur Reykjavík tók á móti Vík-
ingi Ólafsvík í sjöttu umferð
2. deildar karla í knattspyrnu á
fimmtudaginn og var leikurinn á
gervigrasvelli Þróttar í Laugardaln-
um. Guðmundur Axel Hilmarsson
kom heimamönnum yfir eftir hálf-
tíma leik og Sam Hewson bætti við
öðru marki rétt fyrir hálfleik, stað-
an 2-0 fyrir Þrótt þegar liðin gengu
til búningsherbergja.
Fyrrnefndur Hewson var síðan
aftur á ferðinni á 70. mínútu með
sitt annað mark fyrir Þrótt og gull-
tryggði öruggan sigur þeirra, loka-
staðan 3-0. Víkingur er nú í ell-
efta og næst neðsta sæti deildar-
innar með aðeins tvö stig eftir sex
leiki og er kominn í bullandi fall-
baráttu. Liðið er enn án sigurs og
hefur aðeins skorað þrjú mörk í sex
leikjum sem er ekki vísir á góðan
árangur.
Næsti leikur Víkings er á móti
Magna frá Grenivík á Ólafsvíkur-
velli á laugardaginn og hefst klukk-
an 14. vaks
Kristín í síðustu réttstöðulyftunni þar
sem hún var ansi nálægt því að lyfta
240 kílóum. Ljósm. kraft.is
Kristín vann silfur á HM
í kraftlyftingum
Alexander Örn lyfti 300 kílóum í réttstöðulyftu. Ljósm. kraft.is
Alexander Örn með þrjú
Íslandsmet á HM
Skagakonur með fyrsta sigurinn
Brynjar Kristmundsson og Guðjón Þórðarson þjálfarar Víkings eru í brekku þessa
dagana. Ljósm. úr safni/ af
Víkingur Ólafsvík tapaði fyrir Þrótti
Byrjunarlið Kára í leiknum gegn KFG. Ljósm. af FB síðu Kára
Kári með góðan
sigur á KFG
Sergio Fuentes Jorda skoraði fyrsta mark Skallagríms gegn Kríu.
Ljósm. Skallagrímur
Skallagrímur með
fjórða sigurinn í röð