Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 20222 Göngin lokuð í kvöld og nótt HVALFJ: Fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar að Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna alþrifa í kvöld og nótt, aðfararnótt fimmtudags. Lokað var einnig síðustu tvær nætur. Lokað verður klukk- an 22 í kvöld og til kl. 06.30. Umferð er beint um Hvalfjörð um veg 47. Athygli vekur að lokun hefst klukkan 22 en ekki um miðnætti eins og með- an Spölur átti og rak göngin. Ökumenn verða því að vera fyrr á ferðinni í kvöld ef þeir vilja losna við að aka lengri leið um Hvalfjörðinn. -vaks Opin hús hjá RARIK VESTURLAND: Síðdeg- is í dag, miðvikudaginn 15. júní, verða opin hús á völd- um starfsstöðvum RARIK víðs vegar um landið í til- efni af 75 ára afmæli fyrir- tækisins. Starfsmenn RARIK munu taka á móti gestum og kynna aðstöðu og starf- semi fyrirtækisins á hverj- um stað. Boðið verður upp á kaffi, afmælistertu og aðr- ar veitingar auk þess sem afmælis fáni verður dreg- inn að húni. „Viðskiptavinir, eldri starfsmenn og aðrir vel- unnarar RARIK eru sérstak- lega velkomnir og hlökkum við til að sjá sem flesta. Hér á Vestur landi verður opið á starfsstöðvum fyrirtækisins í Borgar nesi og Stykkishólmi,“ segir í tilkynningu. -mm Sigríður Elín á þingi ALÞINGI: Sigríður Elín Sig- urðardóttir, 2. varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Norð- vesturkjördæmi, tók í vik- unni sæti á Alþingi, í for- föllum Þórdísar Kolbrún- ar R Gylfadóttur utanríkis- ráðherra. Sigríður Elín flutti í gær jómfrúar ræðu sína á þingi. Hún er fjórði yngsti varaþingmaður sem tekur sæti á Alþingi, en hún er 21 árs, fædd í desember 2000. -mm Þjóðhátíðardaginn 17. júní ber upp á föstudag í ár sem þýðir að það er löng helgi framundan. Árið 1944 var dagurinn valinn stofndagur lýð- veldisins og síðan þá hefur hann verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur. Um allt land ger- ir fólk sér glaðan dag í tilefni dagsins: Margir klæða sig upp í betri fötin og fara í skrúðgöngu eða hátíðarmessu, sumir kíkja með börnin í hoppukast- ala og splæsa síðan kannski í sleikjó og blöðru í stíl. Glæsileg dagskrá er víða um landið og um að gera að njóta þess sem boðið er upp á í faðmi fjölskyldu og vina. Á fimmtudag er útlit fyrir suðlæga átt 3-10 m/s, skýjað með köflum og víða skúrir, einkum á sunnan- og vestanverðu landinu. Yfirleitt bjart á Norðausturlandi en þokubakk- ar við sjávarsíðuna. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast inn til landsins norðaustan til. Á föstudag er gert ráð fyrir aust- lægri átt 5-10 og rigningu með köfl- um, einkum sunnan- og austanlands. Snýst í norðlæga átt seinnipartinn og dregur úr úrkomu um kvöldið. Hiti 8 til 15 stig. Á laugardag má búast við stífri vestlægri átt og lítils- háttar vætu norðaustan til á landinu framan af degi en vestanlands seinnipartinn. Annars þurrt. Hiti 9 til 16 stig. Á sunnudag eru líkur á vest- lægri átt og vætu á vestanverðu landinu en annars þurrt og bjart. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austan til. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hver er uppáhalds gosdrykk- urinn þinn?“ 31% sagði „Kók eða Pepsi,“ 27% sögðu „Toppur eða Krist- all,“ 22% sögðu „Annað,“ 14% sögðu „Appelsín eða Fanta,“ aðeins 3% sögðu „Sprite eða 7 Up“ og enn færri eða 2% sögðu „Orkudrykkir.“ Í næstu viku er spurt: Til hvaða landshluta langar þig helst að ferðast í sumar? Borgnesingurinn Þorsteinn Eyþórs- son leggur nú land undir fót og hjólar Vestfjarðahringinn til styrkt- ar Píeta samtökunum í minningu tengdasonar síns. Steini Eyþórs, eins og hann er yfirleitt kallaður, er Vest- lendingur og Vestfirðingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Heilbrigðisráðherra hefur með reglugerð skilgreint apabólu sem tilkynningarskyldan sjúkdóm. Grunur er um tvö tilfelli apa- bólu hér á landi en beðið er stað- festingar á þeirri greiningu. Sótt- varnalæknir hefur lagt til ákveðin viðbrögð af hálfu embættis síns og heilbrigðiskerfisins til að lág- marka útbreiðslu apabólu hér á landi. Áhersla er lögð á fræðslu og upplýsingagjöf og leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsfólks og almenn- ings um smitleiðir, áhættuþætti, einkenni, greiningu og aðgerðir ef einstaklingar veikjast. Sóttvarna- læknir telur ekki þörf á að grípa til opinberra sóttvarnaráðstafana á borð við samfélagslegar takmark- Á tíunda tímanum á sunnudags- kvöldið varð það óhapp að bifreið rann frá bílastæðinu við Ólafsvíkur- kirkju, niður bakkann og hafnaði í bæjarlæknum. Að sögn lögreglu var bifreiðin mannlaus þegar óhappið varð, hafði verið sett í handbremsu en ekki í gír. af Um næstsíðustu helgi voru stöðv- aðar framkvæmdir við slóða- gerð ofarlega í hlíðum Dragafells í sunnanverðum Skorradal. Þar hyggst Skógræktin planta í norður- hlíð fjallsins í landi Stóru-Drageyr- ar. Til að auðvelda aðgengi með skógarplöntur á svæðið ákvað Skógræktin að fá verktaka til að ryðja vegslóða þvert á mosavaxna hlíðina ofanverða. Mætt var með stóra jarðýtu sem ruddi vegslóð- ann. Framkvæmdaleyfi lá hins vegar ekki fyrir og því var að beiðni skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps lögregla fengin til að stöðva slóða- gerðina síðdegis laugardaginn 4. júní. Á fundi sínum 11. júní sl. stað- festi hreppsnefnd Skorradalshrepps afgreiðslu skipulagsfulltrúa á fram- kvæmdunum; „þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd í hlíðum Dragafells í landi Stóru Drageyr- ar,“ eins og segir í fundargerð hreppsnefndar. Skipulagsfulltrúa var falið að vinna málið áfram og í samstarfi við skipulagsnefnd. mm Í síðustu viku var Vinnuskólinn á Akranesi settur og starfsemin kynnt fyrir verðandi starfsfólki. Um 260 umsóknir hafa verið afgreiddar um sumarstörf. Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri Akraneskaupstað- ar segir að efnilegur hópur flokks- stjóra sé nú tilbúinn til að tak- ast á við þau fjölmörgu verkefni sem bíða starfsemi Vinnuskólans. „Næstu daga og vikur verður líf og fjör í bænum þegar unglingarnir fara að taka til hendinni í að snyrta og fegra. Sumarið og spennandi tími framundan,“ segir Jón Arnar. mm Apabóla skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur anir eða skimun fyrir sjúkdómnum. Apabóla er veirusjúkdómur og er veiran náskyld bólusóttarveiru sem veldur bólusótt. Sjúkdómur- inn er vel þekktur og landlægur í Mið- og Vestur Afríku. Undanfarn- ar vikur hafa greinst yfir 1000 til- felli apabólu í 20 Evrópulöndum og átta löndum utan Evrópu þar sem sjúkdómurinn er ekki landlæg- ur. Sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóm- inn og aðgerðir gegn honum. Eins og þar kemur fram líða jafnan 1-2 vikur frá smiti og þar til einkenna verður vart. Einkennin eru flensu- lík í byrjun, síðar koma fram útbrot sem líkst geta hlaupabólu eða sára- sótt. Alvarleg veikindi eru sjaldgæf í um 90% tilvika og oftast gengur sjúkdómurinn yfir af sjálfu sér án meðferðar. Heilbrigðisráðuneytið, í samráði við Lyfjastofnun, vinnur að því að fá hingað veirulyf og bóluefni sem gætu gagnast völdum einstakling- um gegn sýkingunni. Sóttvarna- læknir mælir með því að ef einstak- lingar greinast með apabólu verði þeir skyldaðir í einangrun í allt að þrjár vikur, eða þar til smithætta er yfirstaðin. mm Flokksstjórar í Vinnuskólanum í vettvangsferð á Breiðinni. Jón Arnar lengst til hægri. Vinnuskólinn á Akranesi er byrjaður Hér má sjá hvernig nýr vegur ofarlega í hlíðinni hefur verið ruddur. Skorradalshreppur stöðvar óleyfisfram- kvæmd í hlíðum Dragafells Hér er verið að koma böndum á bílinn og undirbúa að ná honum úr læknum. Mannlaus bíll rann út í bæjarlækinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.