Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 37 Sumarlesari vikunnar Lesari vikunnar: Hrafntinna Lýðsdóttir Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ég heiti Hrafntinna, ég er 6 ára. Hvaða skóla ert þú í? Í Brekku- bæjarskóla. Hvaða bók varstu að lesa sein- ast og hvernig fannst þér hún? Ég var að lesa Flóðhesturinn sem vildi sjá rassinn á sér og mér fannst hún skemmtileg. Áttu þér uppáhalds bók? Ég elska mömmu mína. Hvar finnst þér best að lesa?- Uppi í rúmi með mömmu. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Bækur um dýr. Er þetta í fyrsta skipti sem þú tekur þátt í sumarlestrin- um? Já. Ef þú gætir galdrað hvaða töframátt myndir þú velja? Að breyta mér í dýr, ljón. Leikverkið Stelpur og strákar var frumflutt á Íslandi á dögunum í uppsetningu sviðslistahópsins Full- orðið fólk. Leikhópinn skipar leik- konan Björk Guðmundsdóttir ásamt leikstýrunni Önnulísu Her- mannsdóttur. Þær ætla í sumar að ferðast með leiksýninguna um landið og koma þá meðal annars við í Borgarnesi mánudaginn 20. júní næstkomandi. Þar verður verk- ið sýnt í félagsmiðstöðinni Óðali. Dennis Kelly er höfundur verks- ins sem frumflutt var árið 2018 en fór þá leikkonan Carrey Mulligan með einleikinn. Skyggnst er inn í líf aðalpersónunnar sem upplifir sorg og sigra í framvindu lífsins. Henni er fylgt í gegnum lífsins feril þar sem hún verður ástfangin, kaup- ir íbúð og upplifir venjulegt fjöl- skyldulíf sem síðan tekur óhugnan- lega stefnu og heimur hennar molnar í sundur. Kómískir sem og tragískir þræðir eru í verkinu. sþ Það var líf og fjör í anddyri Tón- listarskólans á Akranesi á uppstign- ingardag þegar Valgerður Jónsdótt- ir, bæjarlistamaður Akraness, hélt þar glæsilega tónlistardagskrá, en hún er að kveðja titilinn um þessar mundir. Dagskráin var öllum opin, en þar kom fram samstarfsfólk Val- gerðar úr tónlistinni, Skólakór Grundaskóla, Karlakórinn Svanir, fjölskylda hennar, Þórður og Sylvía ásamt þeim Sveini Rúnari, Arnari Óðni og Úlfhildi Þorsteinsdóttur víóluleikara. „Mjög góð mæting var á tónleikana og dagurinn virki- lega góður í alla staði. Þá söfnuðu gestir rúmlega 50 þúsund krón- um með frjálsum framlögum, sem renna til Ljóssins, endurhæfingar fyrir krabbameinsgreinda,“ segir Valgerður. Hún segist kveðja árið sitt sem bæjarlistamaður full þakk- lætis og gleði en hún lauk við þrjár tónlistarútgáfur á árinu. Á 17. júní verður svo nýr bæjarlistamaður til- nefndur. mm Í síðustu viku urðu eigenda- skipti að versluninni Hönnubúð, sem Jóhanna Sjöfn Guðmunds- dóttir á Grímsstöðum, hefur rek- ið í Reykholti frá 2010. Nú hef- ur parið Hrafnhildur Einarsdótt- ir og Szymon Nabakowski í Sól- byrgi keypt verslunarhúsið og lag- er og opnuðu verslunina í síðustu viku. Hrafnhildur segir í samtali við Skessuhorn að þau kaupi ekki vörumerkið Hönnubúð og hefji nú rekstur í nýrri kennitölu og heitir verslunin hér eftir Skjálfti. Til gamans má geta þess að versl- un í þessu húsi á sér um hálfr- ar aldar sögu, en Gunnar Jónsson bóndi á Breiðabólsstað hóf upphaf- lega kaupmennsku í húsinu undir heitinu Breiðvangur, í hálfkæringi sveitunga kölluð KGB, sem átti að standa fyrir Kaupfélag Gunnars á Breiða. Síðar hét verslunin ýms- um nöfnum eftir því hverjir ráku hana. Lengst hét hún Bitinn og síð- ar Vegbitinn, en nú síðustu tólf árin Hönnubúð eins og fyrr segir. „Við ætlum nú til að byrja með að verða með opið frá klukkan 10 til 18 alla daga en munum fljót- lega auka opnunartímann um helg- ar,“ segir Hrafnhildur. „Hér verð- ur hægt að kaupa allt það helsta í mat og drykk, ferðavörur og fleira, auk þess að hér eru opnar elds- neytisdælur frá N1. Þá munum við leggja áherslu á mat úr héraði, svo sem frá Háafelli, Erpsstöðum, Sól- byrgi og víðar,“ segir Hrafnhildur. Hún bætir því við að vöruframboð og úrval muni taka breytingum, en verði með svipuðum hætti nú til að byrja með meðan þau eru að læra inn á reksturinn. Szymon bætir því við að nú fljótlega hefji þau sölu á sumarblómum sem hann hefur ræktað í Sólbyrgi, auk jarðarberj- anna og ýmsu fleira. mm Nýir kaupmenn taka við versluninni í Reykholti Formleg eigendaskipti urðu að versluninni í síðustu viku. F.v. Jóhanna Sjöfn Guð- mundsdóttir, sem nú lætur af kaupmennsku, Hrafnhildur Einarsdóttir og Szymon Nabakowski í Skjálfta. Kveður bæjarlistamanns árið full þakklætis Hljómsveit Valgerðar. Ljósm. Guðni Hannesson. Kór að syngja. Ljósm. Vera Fjalarsdóttir. Yngri kórinn. Ljósm. Vera Fjalarsdóttir. Björk Guðmundsdóttir leikkona í hlutverki sínu í einleiknum Stelpur og strákar. Fullorðið fólk í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.