Skessuhorn - 15.06.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 19
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
2
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
fyrir Vatnaskóg í Hvalfjarðarsveit
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2022
að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vatnaskóg í Hvalfjarðarsveit samkvæmt
1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið sem skipulagssvæðið takmarkast við er 223 ha að stærð, að mestu kjarri og skógi vaxið við
suðurströnd Eyrarvatns og Þórisstaðavatns. Talsverð byggð er á svæðinu, samkomuhús, svefnskálar,
íþróttahús og kapella. Helstu breytingar með deiliskipulagstillögunni felast m.a. í að þar sem nú er
merkt leiksvæði á samþykktu deiliskipulagi milli núverandi matskála og gamla skála er fyrirhuguð
bygging fyrir nýjan matskála og eldhús sem byggt verður á megin byggingarsvæði svæðisins við
hlið Gamla skála og gegnt núverandi Matskála. Í stað leiksvæðis skv. núgildandi deiliskipulagi fyrir
Vatnaskóg sem samþykkt var í sveitarstjórn 10.06.2008, verður byggingarreitur, merktur B13 sem
verður 961 m2 að stærð. Stærð fyrirhugaðrar byggingar þ.e. matskála/eldhúss, verður 435 m2 að
stærð og nýtingarhlutfall byggingarreits því 0,45 eða 45 %.
Um er að ræða endurupptöku deiliskipulagstillögu sem var áður auglýst árið 2020 og var til
umfjöllunar hjá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar árið 2020, sbr. mál nr. 2.2 af fundi nr. 299 dags.
13.01.2020.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og
með 15. júní 2022 til og með 28. júlí 2022.
Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is.
Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar 22. júní 2022, kl. 10:00 – 11:00.
Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir
við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. júlí 2022.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is eða með bréfpósti á
skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.
Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi
Margir mættu og voru spenntir að fá hjól fyrir sumarið.
Við höfum aðstoðað tugi fyrirtækja og sótt styrki yfir 100 milljónir
Við höfum aðstoðað tugi fyrirtækja og sótt styrki yfir 100 milljónir
Rekstraraðilar veitingarstaða eiga rétt á styrk fyrir tímabilið
Desember 2021 – Mars 2022 samanborið við sama tímabil 2019 hafi
tekjufall verið 20% eða meira.
Umsóknarfrestur: Júní 2022
Hafðu samband og
við könnum rétt þinn
Á þinn veitingastaður
rétt á styrk vegna COVID-19?
S: 554 5414 | upplysingar@ferdavefir.is | ferdavefir.is
Umsóknarfrestur: Júní 2022
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
veitingastyrkir_loka copy.pdf 4 22.4.2022 16:50
Frá vinstri: Þorvaldur Hjaltason, Ólafur Jónsson og Jóhannes Þórðarson.