Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2021, Side 36

Læknablaðið - 01.12.2021, Side 36
600 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 S J Ú K R A T I L F E L L I með enduropnun (recanalization) (mynd 3). Sterameðferð var þá aukin í 30 mg daglega, aðallega með tilliti til verkjastillingar. Fengið var vöðva- og taugarit sem sýndi fram á blandaða af- mýlandi (demyelinating) skyn- og hreyfiúttaugakvilla. Helst var grunur um krónískan afmýlandi úttaugasjúkdóm (Chronic in- flammatory demyelinating polyneuropathy (CIDP)) og var sjúklingur- inn mænustunginn í framhaldinu. Niðurstaða mænuvökva- rannsóknar var innan marka, en prótein í efri mörkum 538 mg/L (eðlileg gildi miðast við 150-600mg/L á Landspítala). Þóttu niður- stöður ekki sannfærandi fyrir CIDP og álit taugalækna að áfram þyrfti uppvinnslu, meðal annars með tilliti til paraneoplastískra skýringa. Á þessum tímapunkti, tveimur dögum eftir innlögn, var al- mennt ástand sjúklings hratt versnandi. Tekin var tölvusneiðmynd Mynd 3 Vefjasýni frá hægri gagnaugaslagæð. Ör er vísar niður bendir á enduropnanir innan blóðsega. Tvíhöfða örin sýnir svæði með krónísku bólguviðbragði í æðavegg. Stærri örin er bendir til hægri, vísar á hluta af lamina elastica interna eyðingu á meðan minni örin bendir í átt að margkjarna risafrumu. Mynd 2A og 2B. Slagæðarannsókn með tölvusneiðmynd af hálsi, höfði og brjóstholi. Hér sést bólga í ósæðarboganum sem þykknun í æðaveg (örvar).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.