Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2021, Side 41

Læknablaðið - 01.12.2021, Side 41
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 605 F R É T T I R Tveggja ára vinna siðfræðiráðs Læknafé- lags Íslands við endurskoðun siðareglna lækna (Codex Ethicus) var samþykkt með miklum meirihluta á aðalfundi Læknafé- lagsins nú í október lok. Þær verða birtar í janúarblaði Læknablaðsins 2022. „Laga þurfti ótrúlega margt,“ segir formaður siðfræðiráðs félagsins. Til að mynda hafi verið farið yfir alþjóða- siðareglur lækna; Genfar- og Helsinki-yf- irlýsingu Alþjóðafélags lækna (WMA), Lissabon-sáttmálann og sérstakar yfirlýs- ingar frá Alþjóðafélaginu sem bornar voru saman við íslensku reglurnar. „Það var nær ekkert sem vantaði út frá þeim hlutum,“ segir Svanur. „Hins vegar vantaði bæði í megin alþjóðasiðareglur WMA og okkar ákvæði um hlutverk lækna að líkna, skyldu upplýsingagjafar og hið þekkta ákvæði mannhelgi um að læknar umfram allt skaði ekki. Þetta stóð hvergi í meginsiðareglum.“ Þá hafi áminning lækna til annarra heilbrigðis- stétta um þagmælsku verið tekin út en viðbætur vegna persónuverndar og var- kárni í notkun samfélagsmiðla sett inn. Horfðu til máttarstólpa Svanur segir margt það nýja liggja í aug- um uppi en þurfi þó að standa í siða- reglum. „Þess vegna fórum við mjög ígrund að yfir meginreglurnar. Þær eiga að tryggja að þau fjögur meginviðmið sem hafa verið almennt viðurkennd í samfé- lögum lækna síðustu 50 árin; velgjörð, mannhelgi, sjálfræði og óhlutdrægni. Þessi fjögur atriði hafa þótt máttarstólp- arnir í grund vallar gildismatinu.“ Svanur segir nýju útgáfuna einnig lýsa siðferðilegum tíðaranda. „Við tökum út karllæg orð eins og bræðralag og setjum Læknar endurskoða Codex „Siðareglur lækna eru nú efnismeiri en þó jafnlangar,“ segir Svanur Sigurbjörnsson, formaður siðfræðiráðs LÍ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir inn að forðast skuli áreitni og kynbundið ofbeldi. Hegningarlög taka á því en þó er rík ástæða til að leggja áherslu á það í ljósi baráttunnar í samfélaginu.“ Svanur hefur leitt þessa gagngeru endurskoðun á reglunum. Vinnan hófst í ársbyrjun 2018 og lauk vorið 2020. „Sjónar horninu hefur verið breytt þannig að Læknafélagið setur ekki lengur félags- mönnum reglurnar heldur gangast læknarnir sjálfir undir þær og tengsl þeirra við læknaeiðinn eru styrkt.“ Svanur bendir á að eina lagalega skylda siðfræðiráðsins sé reglubundin endur- skoðun á siðareglunum. „Ég vissi af þessu þegar ég tók við formennsku í siðfræði- ráði 2015 og fór að skoða reglurnar. Þær voru að meginhluta frá árinu 2005 þegar síðasta heildarendurskoðunin var gerð út frá reglunum 1992. Þá urðu einnig lítils- háttar breytingar 2013.” Nýtti siðfræðinám Svanur segir að meistaranám hans í hagnýtri siðfræði við HÍ hafi nýst sem grundvöllur breytinganna. „Ég var í áfanga um sið fræði fagstétta og skrifaði ritgerð þar sem ég kannaði hvort nægi- legar og nauðsynlegar ástæður væru til að breyta Codex Ethicus. Það kom ýmislegt í ljós. Kennaranum fannst niðurstaðan vel ígrunduð og ég lagði hana fram sem upphafsreit við þessa endurskoðun,“ segir Svanur. Fjöldi lækna hefur unnið að endur- skoðuninni. Níu meðlimir siðfræðiráðs og 10 álitsgjafar. Auk Svans hafa þau Áslaug Heiða Pálsdóttir, Gunnar Thorar ensen, María Soffía Gottfreðsdóttir, Ólafur Árni Sveinsson, Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir og Björn Hjálmarsson, frá byrjun 2020, setið í Svanur Sigurbjörnsson nýtti þekkingu sína úr siðfræði fagstétta í hagnýtri siðfræði við HÍ við endurskoðunina. „Ég kannaði hvort nægilegar og nauðsynlegar ástæður væru til að breyta Codex Ethicus.“ Mynd/gag Sérstakir álitsgjafar siðfræðiráðs LÍ • Jón Snædal læknir, fyrrverandi formaður siðfræðiráðs LÍ. Fulltrúi LÍ hjá WMA • Sigurður Guðmundsson læknir, prófessor emeritus, fyrrv. landlæknir • Ástríður Stefánsdóttir læknir, BA og MA í heimspeki • Björn Einarsson læknir, BA í heimspeki • Guðmundur Þorgeirsson læknir, prófessor • María Sigurjónsdóttir læknir, BA í heim- speki • Stefán Hjörleifsson læknir, prófessor, BA í heimspeki • Vilhjálmur Árnason, heimspekingur, pró- fessor Álitsgjafar frá opna umsagnarferlinu • Halldóra Ólafsdóttir, læknir • Arnar Hauksson, læknir ráðinu og þær Rún Halldórsdóttir, sem sat í rúm tíu ár og Þórhildur Kristinsdóttir á árunum, sem var í tvö ár, til ársins 2019. „Já, ég er mjög ánægður með verkið og ánægður með þau öll sem tóku þátt. Þetta var afskaplega gefandi ferli. Frjóar og góð- ar umræður, málefnalegar og gagnlegar.“

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.