Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2021, Page 46

Læknablaðið - 01.12.2021, Page 46
610 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 „Stór hópur heimilislækna er að kom- ast á aldur. Við getum því áætlað að á næstu 5-10 árum verði erfitt að manna. Á sama tíma og heilsugæslan fær stærra og stærra hlutverk í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Margrét Ólafía, heimilislæknir á heilsugæslunni í Efstaleiti, lektor í HÍ og nýr formaður FÍH. Þessi áskorun í manna- haldi komi því á sama tíma og staða heimilislækna sé almennt að batna. „Það er afar mikilvægt að við komumst í gegnum þessa mönnunarlægð og að sérnámið í heimilislækningum líði ekki fyrir það,“ segir hún við borðstofuborðið á heimili sínu. Ljóst er að Margrét Ólafía heldur þétt um taumana rétt eins og hún heldur nú öruggum höndum um dóttur sína meðan á viðtalinu stendur. Hún er í fæðingarorlofi fram yfir áramót en vinn- ur þó í Selmu-teymi Læknavaktarinnar; bráðateymi sem afstýrir því að fólk þurfi þjónustu bráðavaktarinnar. Sérnámið styrki enn stöðuna Margrét Ólafía segir stöðu heimilislækna hafa styrkst verulega á undanförnum 5 til 10 árum. „Sérnámið hefur aldrei verið fjölmennara,“ segir hún. „Við þurfum að forða heimilislæknum frá þeim vanda sem Landspítali glímir við. Þeim veruleika að sérnámslæknar kjósi aðra kosti því þeim lítist ekki á álagið sem þar er,“ segir hún. „Það viljum við alls ekki.“ Hún segir þetta hafa komið skýrt fram á heilaroksfundi 70 heimilislækna í október. „Þar ræddum við að ef fleiri væru við störf gætum við sinnt verkefnum okkar betur. Þá væri álagið minna og við gætum tekið að okkur enn fleiri verkefni. „Tryggja þarf að álagið á heimilis- lækna verði ekki of mikið,“ segir Mar- grét Ólafía Tómasdóttir, nýr formaður Félags íslenskra heimilislækna. Hún tók við formannskeflinu af Salóme Ástu Arnardóttur. Margrét Ólafía bendir á að verkefnum á borði heilsugæslunnar fjölgi stöðugt ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Mikilvægt að stjórna álagi á breytingatímum árunum. Hún hafi verið umsjónardeildar- læknir í sérnáminu, í doktorsnámi hafi hún horft til faghlutans. „Ástríðan fyrir faginu keyrir mig áfram,“ segir hún. En hvers vegna er hún læknir? „Ég rambaði inn í læknisfræði. Þetta átti að vera síðasti klásusinn og læknisfræði var á listanum yfir það sem mig langaði til að gera. Ég hafði ekki trú á að ég kæmist í gegn um inntökuprófin en ég ákvað að taka þátt og komst áfram,“ segir hún. „Ég var örlítið tvístígandi með fagið þangað til ég fór að vinna í klíník. Þá fann ég þessa mannlega tengingu og vilja til að hjálpa. Ég féll fyrir því. Heimilislækn- ingar eru mitt fag því þar kemur þessi mannlegi þáttur ennþá sterkari inn, sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt.“ En hvernig sér hún félagsstarfið þró- ast? „Eflast. Það vilja heimilislæknar. Þeir vilja góða fræðslu, regluleg tækifæri til að hittast og ræða sama. Góð mönnun er okkar baráttumál og að tryggja að lands- menn eigi sinn heimilislækni,“ segir hún. Núna er verið að bæta á okkur verkefnum á sama tíma og við höfum ekki mannskap til að takast á við þau,“ segir hún um helstu áskoranirnar. En hvernig er félagsstarfinu almennt háttað? „Félag íslenskra heimilislækna er, rétt eins og Læknafélagið, fagfélag og stéttarfélag. Félagið er samansett af ólíkum hópum. Hluti heimilislækna er sjálfstætt starfandi, aðrir hjá ríkinu; sumir á landsbyggðinni og aðrir á höfuðborgar- svæðinu.“ Stjórnin endurspegli breiddina og því þrír frá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, þrír frá landsbyggðinni og þrír sem starfi sjálfstætt. Kjarabaráttan sé fyrst og fremst fyrir þá sem starfi hjá hinu opinbera. „Svo höfum við verið öflugt fagfélag líka. Við berjumst fyrir grunngildum fagsins okk- ar, erum með fræðslu, vísindaþing; bæði íslenskt vísindaþing heimilislækna annað hvert ár og svo norræn þing, sem fram fara á Íslandi, 10. hvert ár.“ Þá haldi þeir hugarflugsfundi. Rétt yfir 220 eru í félaginu. Starfið er í fullum gangi. „Mér skilst að þegar félagið var stofnað á áttunda áratugnum hafi hópurinn, sem var minni, verið tölu- vert virkari.“ Barist hafi verið fyrir því að kjarasamningur heimilislækna yrði jafngóður og annarra læknastétta. Einnig hafi verið barist fyrir því að koma heim- ilislækningum að sem fagi í háskólanum. Félagið hafi því kostað stöðu prófessors fyrstu tvö árin. „Þessi grunnbarátta er liðin og því kannski ekki eins stór hluti félagsmanna virkur dags daglega,“ segir hún. Stjórnin vinni þó þétt saman og finni fyrir því að unga kynslóðin hafi mikinn áhuga á fag- hluta félagsins. Virk í félagsstarfi „Við héldum heilaroksfund núna í október. Ræddum ákveðin málefni. Það var metþátttaka og 70 heimilislæknar tóku þátt. Það er til marks um að heimilislækn- ar séu mjög virkir.“ Sjálf segir Margrét Ólafía að áhugi hennar á félagsstörfum hafi aukist með Margrét Ólafía nýr formaður FÍH með dóttur sína Nínu Vigdísi og fjölskylduhundinn Snjólf. Hún er í fæðingar- orlofi, en sinnir formennskunni, vinnur á Læknavaktinni og kemur aftur til fullra starfa á nýju ári. Síðasta eitt og hálft ár var hún í ritstjórn Læknablaðsins en hætti þar í október þegar hún tók við FÍH. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.