Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2021, Page 49

Læknablaðið - 01.12.2021, Page 49
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 613 „Hvað um malaríu og aðra sjúkdóma sem við vinnum að því að lækna? Við erum á réttri leið en við þurfum að vera sanngjörn, huga að siðfræðinni og setja rannsóknum ramma, leiðbeiningar, sem hjálpa.“ Svíar vísi ábyrgðinni á stofnanir En talandi um traust. Gefið hefur verið upp að 15.000 hafi látist af COVID-19 í Sví- þjóð. Uppreiknað hlutfallslega væru það um 500 hér á landi, en eru enn undir 40. Hvað finnst henni um það? „Já, það hefur gengið miklu betur hér á Íslandi en í Svíþjóð,“ segir hún. „Mér finnst að Svíar þurfi að sýna auðmýkt og læra af öðrum.“ En ætti einhver að sæta ábyrgð vegna þessara dauðsfalla? „Ábyrgð. Hún er afar mikilvæg í samfélögum. Sé hún ekki til staðar getur traustið horfið,“ segir hún. „Það skapar vanda ef óljóst er hver ber ábyrgð. Tilhneiging er í Svíþjóð til að segja að kerfið beri ábyrgð en enginn er ábyrgur fyrir kerfinu,“ segir hún. „Læknar bera ríka ábyrgð, en þeir verða þá einnig að hafa umboð til að taka ákvarðanir. Ábyrgð án þess að geta gripið til gjörða er mjög krefjandi og streituvaldandi fyrir lækna. Þeir finna til mikillar ábyrgðar en fá ekki tækifæri til að bregðast við,“ svarar hún. „Það er heillavænlegra að líta á ábyrgð hvers og eins og nýta kerfið til lausnar. Það er ókostur að engin þeirra 24 heil- brigðisstofnana sem eru í Svíþjóð taki á málinu. Það ætti að vera í höndum einnar að gera það.“ Læknar hafi hins vegar sjálf- ir tekið faraldurinn föstum tökum og þótt svona hafi farið hafi traust til þeirra vaxið. Spítalarnir hafi gripið til varnar. Læknar útskýri hvað gerðist En var áfall fyrir þjóðina að svona fór? „Já, en traustið er þó enn mikið þótt skort hafi á getuna til að vernda fólkið fyrir faraldr- inum.“ Nú sé á ábyrgð lækna að útskýra hvað hefur gerst. Sjálf fékk Stensmyren COVID-19 í upp- hafi faraldursins. Hún segir það hafa verið hræðilegt. „Ég veiktist áður en þekkingin á sjúkdómnum varð svona víðfem. Ég átti erfitt með andardrátt,“ segir hún. „Það tók mig langan tíma að koma til baka. En í upphafi var talað um að sjúkdómurinn herjaði eins og kvef á fólk og hyrfi hratt á braut, en ég upplifði það ekki þannig.“ Þekking hennar hafi hjálpað henni, ólíkt mörgum sem vissu ekkert við Mikilvægt að þjóðir séu sjálfbærar „Það er alþjóðlegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Mörg lönd missa heilbrigðis- starfsmenn sína til velmegandi landa. Við eigum að vera sjálfbær þegar kemur að því að mennta okkar eigið heilbrigðisstarfsfólk,“ segir Heidi Stensmyren, forseti Alþjóðasamtaka lækna. „Norðurlöndin eiga einnig að styðja önnur ríki sem standa ekki vel. Dæmi eru um lækna sem sinna þúsundum sjúklinga. Við þurfum því að efla heilbrigðis- menntun,“ segir hún. Stensmyren bendir þó á að heilbrigðismenntun nútímans þurfi að breytast. Þau sjái til að mynda í Svíþjóð að verði staðið eins að menntuninni eftir 20 til 30 ár til að anna sömu verkum, þurfi að mennta öll sænsk börn í skólakerfinu sem heil- brigðisstarfsfólk. „Það er ekki hægt. Það verður því ekki sjálfbært að starfa óbreytt frá því sem nú er.“ Heidi Stensmyren var gestur Læknafélagsins á aðalfund- inum sem haldinn var á Hótel Natura. Hún hefur gegnt stöðu forseta Alþjóðasamtaka lækna, WMA, frá miðjum október en var áður formaður Sænska læknafélagsins. Mynd/gag hverju væri að búast. „Fólk kom jafnvel á spítala til þess eins að vera sent heim.“ Hún nýtti tímann sinn vel á Ís- landi. Hitti Ölmu Möller landlækni og Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, fram- kvæmdastjóra á skrifstofu forstjóra Landspítala, fyrir aðalfundinn. Þær ræddu samvinnu svo hver eining á Norð- urlöndunum þurfi ekki að sérhæfa sig í sjaldgæfum sjúkdómum. „Ég trúi að með stafrænni tækni og möguleikunum að deila upplýsingum geti norrænar sjúkrastofnanir unnið enn betur saman.“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.