Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Page 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur Í síðasta tölublaði Víkings, er meðal annars sagt frá því að Siglfirðingur hafi verið fyrsti skuttogari á Ísland. Af því að ég á von á því VÍKINGUR verði talinn traust heimildarrit vil ég gjarnan leiðrétta þetta, og reyndar hef ég fleiri ástæður til þess. Jón Björnsson segir í sögu skipanna að Siglfirðingur hafi komið til landsins 1964, einhversstaðar hef ég heyrt þá sögu að Siglfirðingur hafi komið til landsins 1962. Það skiptir þó ekki máli í þessu tilfelli því hvort sem væri þá var hann ekki fyrsta tilraun með skuttog með íslensku skipi. Hins vegar var útkom- an á þessari útfærslu á þessu fyrirkomulagi sú að fljótlega settu þeir gálgana fram á síðu og tóku síðutog. Það er alveg víst að fyrsta tilraun sem skilaði árangri með skuttog á íslenskum bát var Baldur KE-97 sem kom til landsins 19. mars 1961. Hann sló í gegn þá strax um vorið á humarveiðum. Margt fleira gæti ég sagt um humarveiðar en sleppum því að sinni. Hins vegar er það staðreynd að íslenskur vélstjóri Andrés Gunnarsson frá Patreksfirði var fyrstur til að útfæra hugmynd- ina um skuttog en ég kynntist hugmyndinni vel þegar ég var stýrimaður á gamla Júní frá Hafnarfirði. Andrés fékk far með okkur til Grimsby sumarið eða haustið 1946. Hann hafði með sér líkan af skuttogara með öllum búnaði sem hann hafði smíð- að af stakri snilld. Ég var svo hrifinn af þessu að ég sat langtímum saman niðri í káetu og horfði á þetta líkan þar sem ég lét ganga frá því á káetuborðinu. Það vildi svo til að Andrés var með okkur á heimleiðinni í næsta túr þá hafði hann með leiðsögn Þórarins Olgeirssonar útgerðarmanns í Grimsby kynnt þessa hugmynd sína í skipastöðvunum Beverley og Selby og kannski víðar. Andrés hugðist fá einkaleyfi á þessu, sem aldrei varð. Áður en Andrés fór í þessa ferð hafði hann kynnt hugmynd sína fyrir íslenskum útgerðarmönnum sem þá áformuðu kaup á þrjátíu svo kölluðum nýsköpunartogurum. Aðeins einn af gömlu skip- stjórunum vildi hlusta á Andrés. Sá var Vilhjálmur Árnason skipstjóri á Venusi og aflakóngur stríðsáranna. Vilhjálmur hafði boðið til sín nokkrum útgerðarmönnum og vildi að byggð yrðu tvö skip eftir þessari hugmynd til reynslu. Hugmyndir hans fengu engan hljómgrunn. Ég var alveg dáleiddur af þessari hug- mynd. Þegar ég réðst í að láta byggja nýjan bát árið 1960. Ég vildi hafa bátinn frambyggðan og ekki gekk þrautalaust að koma því í gegnum kerfið, en hafðist þó og sem fyrr sagði byrj- uðum við með skuttog á Baldri vorið 1961. Það sló strax í gegn. Bátum á humarveiðum fjölgaði ört á þessum tíma þar sem síld- in brást. Árangur skuttogsins á Baldri leiddi til þess að menn fóru að hengja gálga sitt hvoru megin á stýrishúsið að aftan- verðu sem að vísu var hið versta hnoð en þótti þó borga sig. Að lokum vil ég segja frá því að þegar svo kölluð sjávarút- vegssýningin, sem haldin var í listamannaskálanum um 1950, var líkanið hans Andrésar þar út í horni og búið að reita af því allan búnað sem Andrés hafði svo snilldarlega útbúið. Nú mun líkanið vera til í sjómannasafninu Víkinni. Fyrstu skuttogar- arnir sem keyptir voru til Íslands voru notuð skip frá Frakk- landi. Þau keyptu Austfirðingar árið 1968. Ekki hirði ég um að rekja þessa sögu lengra, læt öðrum eftir að gera það. Viðauki Víkings: Sjómannablaðið Víkingur þakkar Ólafi kærlega þessa fróðlegu grein og Ólafur; skrifaðu endilega meira um humarveiðarnar sem þú minnist á. Annars er það um upphaf skuttogara á Íslandi að segja að Víkingur dirfist varla að hætta sér út í þá umræðu. Víst er um það að þegar Siglfirðingur lagði fyrst að íslenskri bryggju í júlí 1964 var því slegið upp í blöðunum að loksins hefðu Íslend- ingar eignast skuttogara. Um þetta hefur síðan verið deilt. En Víkingur minnist þess ekki að hafa heyrt áður það sem Ólafur bendir hér á. Gaman væri að heyra fleiri raddir manna er upp- lifðu upphafsár skuttogs og íslensku skuttogaranna. Skrifið Víkingnum um reynslu ykkar. Enn og aftur, kærar þakkir Ólafur. Ólafur Björnsson, Kefl avík Upphaf skuttogara

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.