Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Page 17
Sjómannablaðið Víkingur – 17 og vanalega inn um kýraugað hjá Jóni til að gá á klukkuna en fékk um leið vatnsgusu framan í sig. Það sem eftir lifði túrnum fékk ég ekkert vatn hjá Jóni og enga skýringu. Nokkrum dög- um seinna, þegar skipið var orðið fullt af karfa og við á leið til Þýskalands, sátum við Jón aftur í borðsal og tefldum sem við gerðum oft á siglingum þegar lítið var að gera. Ég tek eftir því að Jón er í þungum þönkum og hugsar óvanalega lengi að því er virðist um hvern leik. Ég segi því: Heyrðu Jón, þú átt næsta leik. Þá lítur hann upp og segir: Gunnar, veistu af hverju ég hætti að gefa þér vatn á fiskiríinu. Nei, það veit ég ekki, sagði ég. Það var af því að ég komst að því að þú stalst pönnukökun- um. Ég lofaði samstundis að gera þetta aldrei aftur. Svo fórum við saman í land í Þýskalandi og seldum nokkrar kaffidósir til að drýgja mörkin. Svona var haldið áfram. Ekki man ég hvað marga túra við fórum án þess að koma heim en við komum til Reykjavíkur seint í október 1949. Mér er það minnisstætt því þetta var seinni veturinn minn í Stýrimannaskólanum og var ég nú orðinn mánuði of seinn en það blessaðist allt.  Mig langar aðeins til að minnast á muninn að koma af gömlu kolatogurunum yfir á nýsköpunartogarana eins og Neptúnus og Úranus. Þetta voru ekki bara sjóborgir og miklu stærri en eldri skipin heldur var allur aðbúnaður um borð allur annar og betri. Á gömlu togurunum voru allir hásetarnir í einum lúkar og kola- ofn á miðju gólfi. Oft voru snúrur þvers og kruss um lúkarinn til að hengja á blaut föt og lyktin oft ekki upp á það besta. Svo var annað sem breytti miklu. Áður þurftum við að bera alla lifrina í körfum aftur í grútarhús og þá vildi það stundum til í slæmu veðri að gangafyllti. Maður flaut þá aftur ganginn og missti þá stundum lifrina. Á nýsköpunartogurunum var komið lifrarkarl, stór stáltunna fyrir framan spilið og þar sturtuðum við lifrinni í. Þegar tunnan var full var lokað fyrir opið og hleypt á gufuþrýstingi sem skaut lifrinni aftur í grútarhús. Þetta voru mikil viðbrigði og svo íbúðirnar framm í. Nú var allt tveggja og fjögurra manna klefar. Þetta var allt annað líf á nýju tog- urunum. Ég kynntist aldrei skuttogurunum heima, þeir voru ekki komnir þegar ég flutti til Bandaríkjanna 1960, en ég kynntist þeim seinna því ég var skipstjóri á tveimur í Boston mörgum árum seinna. Læt ég þetta nú duga í bili, bið að heilsa kunningjunum heima. B.v. Úranus RE 343 í smíðum í Aberdeen um eða skömmu eftir áramótin 1948-9. Mynd: Jens Hinriksson Úranus með lóðsflaggið uppi í reynslusiglingu um mánaðamótin mars-apríl árið 1949. Hér er Bjarni Ingimarsson tekinn við skipstjórn, en bíður á sama tíma eftir að viðgerð ljúki á B.v Neptúnusi RE. Mynd: Jens Hinriksson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.