Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Qupperneq 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31
Þeir á Júlí voru með trollið úti og
karfa á dekki, voru að reyna að moka
þessu niður. Hafa fengið sjó í lestarnar.
Karl Long Mikaelsson, sem var á Bjarna
riddara, sagði okkur oft, að þeir hefðu
stímt framhjá Júlí og svo nærri, að Karl
hefði veifað til Andrésar, bátsmanns,
sem var á grindinni að slaka út trollinu.
Andrés veifaði á móti, þeir þekktust.
Fiskur var á dekki, þeir voru enn að
veiða, þegar veðrið skall á.
- Framhald
1 Viðtöl: Árni Jón Konráðsson 23. 2. 2012, Ey-
mundur Lúthersson 18. 5. 2012, Guðbrandur
Geirsson 5. 4. 2012, Guðlaugur Guðlaugsson
18. 10. 2010, Ingvar Guðmundsson 14. og 17.
4. 2012, Pétur Geirsson 5. 4. 2012, Stefán
Finnbogi Siggeirsson 21. 7. 2010 og Örn
Hjörleifsson 5. 4. 2012.
2 Sorglegt slys á Akranesi. Þjóðviljinn, 2. árg.,
229. tbl., bls. 1, 30. september 1937.
3 Grein Hafliða Magnússonar, Nepja við Ný-
fundnaland, Sjómannablaðið Víkingur, 62. árg.,
4. tbl., bls. 28–29, 2000.
4 Alþýðublaðið, 40. árg., 38. tbl., bls. 12, sunnu-
dagur 15. febrúar 1959. Í stuttri grein í New
York Herald Tribune er sagt, að við nánari
athugun hafi þetta reynzt rússneskur togari á
réttum kili og í engum vandræðum: „Hopes
Fading for 47 Men on 2 Trawlers, Hopes are
”dim” for fortyseven men on Newfoundland
trawlers believed to have capsized, the Coast
Guard said yesterday. The trawlers Blue Wave
and Julie have been sought by the Coast
Guard off northeast Newfoundland since
Monday. The search for a third vessel, the
Meletia, was ended after she reported she was
out of danger. The Spanish vessel called for
help Monday afternoon. An overturned dory
from the Blue Wave was found by Coast
Guard cutter yesterday in the area where she
was reported to have capsized. She signaled
for help Monday. A United States Air Force
plane yesterday sighted what looked like an
owerturned trawler about sixty miles from the
last known position of the Julie. She was last
heard from Saturday. But later information
showed the ”overturned trawler” was a Russ-
ian fishing boat in no danger. Both ships were
believed lost because of ice on superstructures
and mountainous waves. Coast Guard cutters
in the seach are the Ingham, Campbell and
Castle Rock.“ The New York Herald Tribune,
Thursday February 12, 1959, 118th Year. Vol.
CXVIII. No. 40.979.
5 Ólafur Grímur Björnsson. Langibar og togar-
inn Júlí. Sjómannablaðið Víkingur, 74. árg., 1.
tbl., bls. 29–33, 2012. — Eftir að Lönd og
leiðir hættu starfsemi sinni 1968 í því hús-
næði, sem áður var Langibar og strax eftir það
kaffistaður Þorsteins Viggóssonar, var í húsinu
tískuvöruverzlun um skeið. Vorið 1976 opn-
uðu nokkrir listamenn í Reykjavík (Magnús
Kjartansson o. fl.) sýningarsal í þessu húsi,
Gallerí Langibar.
6 Hlaut heiðursverðlaun Brimaborgar. Þjóð-
viljinn, 23. árg., 42. tbl., bls. 3 og 10, 1957.
Eins og undanfarin ár stendur Sjó-
mannablaðið Víkingur fyrir ljós-
myndakeppni meðal sjómanna.
Fimmtán myndir úr þeirri keppni eru
síðan framlag okkar til Norðurlanda-
ljósmyndakeppni sjómanna. Nú fer að
styttast í skil á myndum fyrir næstu
keppni og því ráð að munda vélarnar
og taka myndir eða að leita í mynda-
safninu. Til að geta verið með í
keppninni þurfa ljósmyndarar að
hafa verið til sjós en myndirnar þurfa
þó ekki að vera teknar á sjó né vera
tengdar sjó. Þá þurfa þær ekki að
hafa verið teknar á þessu ári. Allar
myndir eru því gjaldgengar í keppn-
inni. Veitt eru verðlaun fyrir þrjár
bestu myndirnar en eins og segir að
framan fara fi mmtán þær bestu í Norð-
urlandakeppninni sjómanna sem fer
fram í Noregi í febrúar á næsta ári. Þar
er keppt um fi mm verðlaun. Ljós-
myndir geta verið bæði á stafrænu
formi sem og pappír eða skyggnum.
Sá sem sendir inn myndir í sínu
nafni þarf að vera sá sem ýtti á af-
smellara myndavélarinnar. Hver
ljósmyndari má senda inn 15 mynd-
ir og er lokafrestur til skila á mynd-
um 30. nóvember n.k.
Þrátt fyrir rúman tíma líður hann
ótrúlega hratt og því um að gera að
senda myndir sem fyrst. Þegar hafa á
annan tug mynda borist blaðinu.
Stafrænar myndir skal senda á ice-
ship@heimsnet.is en aðrar myndir á:
Sjómannablaðið Víkingur
Ljósmyndakeppni 2012
Grensásvegi 13
108 Reykjavík.
Ljósmyndakeppni
sjómanna 2012
Þessi mynd Eli Jacupsson frá Danmörku fékk heiðursviðurkenningu dómnefndar Norðurlandakeppninnar í
fyrra.