Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Qupperneq 33
Sjómannablaðið Víkingur – 33
Þegar þetta gerðist voru nokkrir dag-
ar í að skólinn yrði settur. Ég dreif í að
kaupa það sem ég þurfti af bókum og
öðru til skólans og borgaði eina greiðslu
af íbúðinni. Þá átti ég rúmar 500 krónur
eftir svo eitthvað varð ég að gera til þess
að dæmið gengi upp. Ég byrjaði á því að
tala við kaupmanninn á horninu en við
versluðum við Árna Pálsson sem var
með nýlendubúð á horni Miklubrautar
og Lönguhlíðar. Ég spurði Árna hvort
hann væri til í að lána mér úttekt þar til
ég færi aftur að vinna en hann tók ekki
vel í bón mína. Þegar ég kom heim sagði
ég konu minni hvernig komið væri milli
mín og Árna kaupmanns.
Ég skal tala við hann, sagði hún. Dag-
inn eftir hitti hún Árna og þá var heldur
betur annað hljóð í strokknum.
Það er alveg sjálfsagt, sagði Árni,
mér er sönn ánægja að gera þetta fyrir
þig.
Svona er það oft þegar ung og falleg
kona á í hlut og þó ég segi sjálfur frá var
kona mín sannkölluð fegurðardís.
En það þurfti meira til búsins en það
sem Árni seldi, hann var ekki með
mjólk, kjöt eða fisk, og svo varð að
borga af íbúðinni og margt fleira. Eins og
áður er komið fram var fóstri minn
mikið á móti því að ég færi í Stýrimanna-
skólann út af fjárhagnum. Þess vegna
setti ég mér það að klára dæmið án þess
að fá lán eða styrk frá ættingjum eða
öðrum.
Tengdapabbi minn, Loftur Jónsson,
var einn af þeim sem áttu skúr neðan
Skúlagötu en þar voru margir skúrar þar
sem trillukarlar og fleiri geymdu ýmis-
legt, t.d. veiðarfæri. Loftur tengdapabbi
var brunavörður í Þjóðleikhúsinu og
varð að vera þar við allar sýningar og þá
í „júniformi“. En fyrri part dags var hann
um sláturtíðina í skúrnum við að svíða
hausa.
Ég bað Loft að lána mér skúrinn
þegar hann væri ekki að nota hann og
var það auðfengið. Ég fór niður á slát-
urhús er þá var við Skúlagötuna. Ég hitti
Sigurð Grímsson, sem þar var verkstjóri,
og falaðist eftir hausum til að svíða og
sagði honum að ég gæti bara unnið á
kvöldin og um helgar. Einnig sagði ég
honum hvers vegna það væri. Sigurður
brást vel við: Þú skalt fá eins marga
hausa og þú getur sviðið en þú verður að
skila þeim vel sviðnum.
Vildi ekki peninga
Ég fór að skoða kofann. Það var svo sem
allt í lagi með hann, hillur með veggjum
og á þær mátti raða hausunum. Þegar ég
er þarna í fyrsta skiptið kemur maður
sem sagðist heita Steini og væri vanur að
hjálpa Lofti tengdapabba mínum þegar
hann væri að svíða.
Þá getur þú hjálpað mér ef ég fer að
svíða? spyr ég.
Hann svarar: Þegar ég er ekki að snú-
ast fyrir Sigurð í Laugarnesi eða Loft get
ég hjálpað þér. Ég er venjulega laus eftir
hádegi en ekki lengur en til kl 17.30, því
ég verð að vera kominn inn á Klepps-
spítala kl 18.
Hvað vilt þú fá í kaup? spyr ég.
Ég vil fá nóg af kaffimolasykri og nef-
tóbaki.
En vilt þú ekki fá peninga?
Nei, ég vil enga peninga, svaraði
Steini.
Hann var betri en enginn. Það kemur
betur í ljós seinna í þessari frásögn.
Fyrsta kvöldið sem ég byrjaði að svíða
gekk mér ekki nógu vel. Það var óþægi-
legt að standa nálægt smiðjunni en ann-
að var óhjákvæmilegt vegna þess að
smiðjubelgurinn var fótstiginn og kraft-
urinn of lítill til þess að glóðin væri nóg.
Í þetta fyrsta skipti kláraði ég aðeins 75
hausa, alltof lítið. Dagvinna verkamanns
var þá 9.35 og eftirvinna 14.10 svo þetta
náði ekki að tvöfalda verkamanna kaup-
ið. Það var ekki nóg fannst mér en ég
fékk kr. 1.50 fyrir hausinn.
Þegar ég er að hætta fyrsta kvöldið
kemur til mín í sviðaskúrinn vinur
minn, Björn Kolbeinsson, en hann var
sonur Kolbeins í Kollafirði hagyrðings.
Bjössi hafði verið spissari (kyndari) á
Ingólfi en vann nú á rafvélaverkstæði í
landi. Ég segi Bjössa að þetta sé nú ekki
nógu gott, það vanti kraft í smiðjuna. Þá
segir Bjössi: Ég skal redda þessu, þú
skalt fá nógan kraft úr smiðjunni.
Þegar ég kom aftur í skúrinn seinni-
part næsta dags var orðin breyting á. Það
var búið að tengja rafmagnsblásara við
Nemendur í stofu 13, með kennurum. Efri röð frá vinstri: Héðinn Jónsson, Ólafur Jóakimsson, Björgvin Oddsson, Sigmundur Guðbjarnason, Bjarni Jóhannsson, Sig-
urður Jónsson, Hafl iði Stefánsson, Guðmundur Helgason, Grímur Jónsson og Einar Sigurjónsson. Neðri röð, frá vinstri: Ragnar Franzson, Birgir Kristjánsson, Björn
Þorfi nnsson, Helgi Jakobsson, Þórður Guðjónsson, Gunnar Jóhannsson, Friðbert Gíslason, Jón Ólafur Halldórsson og Páll Jónsson. Friðrik Ólafsson skólastjóri er í
fremstu röð, fyrir miðju. Myndin er tekin 1951 en þá var Stýrimannaskólanum sagt upp í 60 sinn.