Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Side 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur Gámaþungi Eitt af stærstu vandamálum gámaflutningaskipa er röng þyngd gáma sem lestaðir eru um borð í skipin. Þetta vandamál hefur nú ratað inn til Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO. Þar á bæ var þessi vandi ræddur á fundi nefndar sem haldinn var í september. Þetta er heimsvandamál og hafa menn áhyggjur af því að IMO muni ekki geta tekið á málinu því það sé einfald- lega ekki í þeirra valdi. Það hefur verið skýlaus krafa frá útgerð- um og samtökum þeirra um að settar séu strangari alþjóðaregl- ur um viktun gáma en þar sem gámarnir eru í höndum annarra aðila en skipaútgerða séu líkurnar á því að árangur náist hverf- andi. Slysum af völdum of þungra gáma og rangt skráðrar þyngdar í þeim hefur fjölgað í seinni tíð. Dæmdir Skipstjóri og annar stýrimaður gámaskipsins Rena, sem strand- aði við Astrolabe rif á Nýja Sjálandi 5. október 2011, hafa verið dæmdir í sjö mánaða fangelsi fyrir strandið. Báðir tveir lýstu sig seka af mörgum hlutum ákærunnar þá meðal annars að hafa stjórnað skipinu með glæpsamlegum hætti sem varð til þess að skipið strandaði. Þá að hafa losað olíu í sjóinn, að hafa breytt skjölum og að fikta við skráningu GPS tækja skipsins í kjölfar strandsins til að hagræða málsgögnum sér í hag. Gerð hafði verið ferðaáætlun en skipstjórinn gaf öðrum stýrimanni heimild til að víkja frá henni til að fá betri komutíma til hafnar. Sú breyting sem gerð var á ferðaáætluninni var ekki skráð og held- ur ekki staðfærð með tilliti til öryggi siglingaleiðarinnar. Tíu mínútum fyrir strandið kom rifið fram á ratsjá skipsins en skip- stjórinn ákvað að um væri að ræða lítið skip sem endurvarpið bærist frá. Þegar ekkert skip var sjáanlegt með berum augum ákvað skipstjórinn að endurvarpið frá skerinu væri falskt end- urvarp. Ekki er búið að ákæra útgerð skipsins en þess er beðið. Sjómannavinnulöggjöfin Nýlega var stórum og reyndar mjög mikilvægum áfanga náð í réttindabaráttu sjómanna þegar Rússar og Fillipseyingar undir- rituðu sjómannavinnulöggjöf (MLC 2006) Alþjóðavinnumála- stofnunar ILO. Þrjátíu þjóðríki, sem ráða samanlagt yfir 33% tonnafjölda heimsflotans, þurfti til að samþykktin öðlaðist alþjóðlegt gildi. Árið 2009 náðist 33% tonnafjöldinn en það var ekki fyrr en nú í ágúst, með undirritum fyrrnefndra 30 þjóðríkja að takmarkinu var náð. Ná ákvæði samþykktarinnar til allra flutningaskipa yfir 500 BT í alþjóðasiglingum sem talin eru vera um 65.000 skip og hafa áhrif á líf 1,2 milljóna sjófar- enda. Öðlast samþykktin gildi hjá öllum aðildarríkjum IMO, þar með talið Ísland, í ágúst 2013. Bætist þá eitt skipskjalið til viðbótar í skjalasafn skipstjóra. En um hvað fjallar þessi sam- þykkt og hvaða áhrif hefur hún hér á Íslandi? Það er kannski fljótlegra að svara síðari spurningunni: Áhrifin eru hverfandi þar sem öll okkar kaupskip sigla á erlendum fánum. Þau skip þurfa að vísu einnig að uppfylla ákvæði samþykktarinnar. Í MLC 2006 eru ákvæði um lágmarkskröfur til vinnuumhverfis, um starfssamninga, launagreiðslur, vinnutíma og hvíld, að- búnað, frístundaaðstöðu, mat og framreiðslu, heilsuvernd, læknishjálp, velferðarmál og almannatryggingar. Það verður mikið að gera hjá útgerðum í því að láta gera úttektir á skipum sínum til að tryggja að þau uppfylli ákvæði samþykktarinnar. Efasemdir MARAD Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að því að koma úr umferð tankskipum sem eru með einfaldan botn vegna umhverfisslysahættu sem þau skip eru lífríkinu. Nýlega ákvað bandaríska siglingamálastofnunin MARAD að rannsaka hvort skip með tvöföldum byrðingum væru betri en þau með einföld- um með tilliti til umhverfismála. Þetta hefur sett tankskipa- bransann í uppnám enda er þar búið að eyða síðustu 20 árum í að útrýma einföldum byrðing. Vill stofnunin draga fram í dag- sljósið hvaða áhrif byrðingskrafan hefur á öryggi, hagkvæmni og umhverfistengdar afleiðingar þessara skipagerða. Sérstak- lega vilja þeir ná fram hvaða fjárhagslegu afleiðingar þessi krafa hefur haft í för með sér með tilliti til hærri byggingakostnaðar, töpuðu flutningsrými og hver loftmengun hefur orðið. Fjáður um stund Fyrrum breskur starfsmaður DFDS Seaways skipafélagsins varð heldur betur hissa þegar hann skoðaði bankareikninginn sinn og sá að hann var rúmum 5 milljónum „ríkari“ en hann gerði ráð fyrir. Áttaði hann sig strax á því að vinnuveitandinn hefði gert mistök en ákvað að láta sem ekkert væri – eða þannig. Hann dreif sig í að nota aurana í skartgripi handa kærustunni sinni og ferðalög. Það kom loks að því að skipafélagið áttaði sig á því að eigendur Eddie‘s Transport væru ekki glaðir yfir því að hafa ekki fengið reikninga sína borgaða og haft var samband við starfsmanninn sem aurana hafði fengið inn á reikninginn um mistökin. Næstu 13 daga spýtti starfsmaðurinn í lófana því hann eyddi öllum peningunum líklegast í þeirri trú að mistökin yrðu talin honum í hag og ekki yrði hægt að endurheimta féð ef það væri ekki lengur aðgengilegt á reikningnum. Eins og segir í upphafinu þá er hann fyrrverandi starfsmaður sem situr í sex mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Guðs hönd Bréf Francesco Schettino, skipstjóra Costa Concordia, til lög- fræðinga sinna lak nýverið til fjölmiðla. Skipstjórinn, sem er sakaður um manndráp ásamt því að hafa valdið strandi skips- ins, var um miðjan júli sleppt úr stofufangelsi. Í bréfinu til verjenda sinna segir hann að það hafi verið „guðs hönd“ sem hafi leiðbeint honum við að koma hinu skaðaða skipi upp að klettum. Þar með hefði hann komið í veg fyrir að skipið sykki á dýpra vatni með enn skelfilegri afleiðingum en þeim 32 mannslífum sem glötuðust. Skipstjórinn hefur einnig verið sakaður um að hafa siglt svo nálægt landi til að sýnast fyrir Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Strand Rena á eftir að hafa miklar afl eiðingar í för með sér en nú hafa skip- stjóri og stýrimaður skipsins verið dæmdir.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.