Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Side 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Side 43
Sjómannablaðið Víkingur – 43 farþegum og eyjaskeggjum en í bréfi sínu ber hann það af sér. Segir hann að það hafi verið af sinni eðlislægni, sinni reynslu og þekkingu á hafinu sem guðshöndin leiddi hann að strönd- inni. Segir hann að samskiptamistök milli skipverja hafi orðið til að skipið rakst í klettinn. Þá sagðist hann ekki vera neinn heigull, forgangsmálið var ekki að finna sökudólg heldur að höndla ástandið án þess að tapa áttum. Varðandi ótímabæra brottför hans úr skipinu sagði hann að skipið væri besta björg- unarfarið en hann hefði beðið þar til fjaraði á strandstaðnum. Þótt Schettino skipstjóri eigi vart eftir að sigla skemmtiferða- skipum framtíðarinnar er víst að nafn hans er nú ritað á spjald sögunnar líkt og kollega hans, Smith á Titanic. Nýr risi í uppsiglingu Suður-Arabísku olíuskipaútgerðirnar Bahri og Vela eru með áætlanir um sameiningu sem mun gera hina nýju útgerð að fjórðu stærstu tankskipaútgerð heims. Samruni sem þessi er af stærðargráðu upp á 1,3 milljarða bandaríkjadala sem fyrrnefnda útgerðin ætlar að greiða fyrir Vela. Verður samanlagður skipa- floti upp á 77 tankskip. Stærst þeirra eru 32 risaolíuskip (VLCC), þá koma 20 efnaflutningaskip, 5 olíuflutningaskip, 4 ekjuskip og 16 minni skip. Samanlagður sjómannafjöldi þessa beggja risa eru rúmlega 2100 og landstarfsmenn um 500 talsins. Sjóránin Á þessum síðum hefur í fjölda ára verið mikið fjallað um sjó- rán, fyrst á Suður Kínahafi en í seinni tíð við strendur Sómalíu. Því miður bendir lítið til þess að breytinga sé að vænta í þá veru að útrýma vágestunum sem bíða eftir að ná til sjómanna og skipa þeirra. Sex manna áhöfn flutningaskipsins Leopard frá Kaupmannahöfn hefur verið í haldi sjóræningja í eitt og hálft ár. Hefur útgerð skipsins óskað eftir að dregið verði úr umfjöll- un um ránið í fjölmiðlum þar sem málið væri á afar viðkvæmu stigi og róið væri að því öllum árum að frelsa skipverja. Það er með öllu ómögulegt að setja sig í spor þeirra manna sem eru numdir á brott úr skipum sínum og haldið föngnum í afskekkt- um þorpum í fjöllum Sómalíu. Kílarskurðurinn Skipamiðlarar eru að ókyrrast vegna ástands Kílarskurðarins. Um miðjan ágúst varð bilun í lokunum í Holtenau sem olli miklum töfum og bentu skipamiðlarar á þau áhrif sem lang- varandi lokum skurðarins gæti haft í för með sér. Á síðasta ári biluðu lokurnar í Brunsbüttel og má rekja þessar bilanir til lé- legs viðhalds. Krefjast skipamiðlararnir þess að þýska stjórnin grípi í taumana og tryggi rekstraröryggi skurðarins sem og að hefja þegar stækkun hans svo stærri skip geti siglt þessa mikil- vægu skipaleið. Á síðasta ári fóru 17.351 skip um skurðin en á fyrstu sex mánuðum þessa ár hafa 52,3 milljónir tonna verið flutt eftir skurðinum. Tækifærin í kreppunni Í viðskipafræðinni segir að gott sé að kaupa ódýrt og selja dýrt. Þessi regla hefur gert marga útgerðarmenn ríka þar sem þeir hafa nýtt sér krepputíma í að kaupa skip og selt aftur á upp- gangstímum. Þessi aðferðarfræði gerði gríska skipakónga eins og Onassis og Livornos að þeim risum sem þeir urðu og nú bendir margt til þess að leikurinn sé að endurtaka sig. Þrátt fyrir kreppuna í Grikklandi hafa þarlendir útgerðarmenn keypt á sjö mánuðum þessa árs hvorki meira né minna en 111 skip fyrir 2,1 milljarð dollara. Á síðasta ári keyptu Grikkirnir 98 skip fyrir samanlagt 2,6 milljarða dollara þannig að hér er um umtalsverða aukningu að ræða. Af skipakaupum þessa árs hefur farið milljarður dollara í kaup á stórflutningaskipum, 600 milljónir dollara í tankskip og 480 milljónir dollara í gámaskip. Nærst stærstir í kaupum og sölu kaupskipa eru kínverskir útgerðarmenn sem þegar hafa keypt 62 skip fyrir 565 milljónir dollara. Endurnýting gáma Það er ýmislegt sem hægt er að nýta gamla gáma til. Víða má sjá gáma sem hafa lokið hlutverkum sínum og eru hættir að ferðast með skipum, lestum og trukkum heimshorna á milli hlaðnir vörum. Dótturfyrirtæki A.P. Möller í Suður-Afríku, Safmarine, hefur í samstarfi við samstarfsaðila komið á verkefni sem þeir kalla „Sport in a box“ þar sem þeir finna gömlu gám- unum ný verkefni fyrir fátæk byggðarlög í Suður Afríku. Þeir hafa breytt gámunum í búningsklefa eða klúbbhús fyrir hin ýmsu íþróttafélög sem ekki hafa ráð á að koma sér upp aðstöðu fyrir félagsmenn. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa gefið gáma því á síðustu 20 árum hafa þeir gefið yfir 8.000 gáma til nota fyrir bókasöfn, búsetu eða til skóla til ýmissa af- nota. Sá sem þetta skrifar leitaði einmitt til þessarar útgerðar fyrir namibískan skóla og fékk þar sex gáma gefna til skóla- starfs. Þannig öðlast gámarnir sannarlega nýtt líf. Google í skipavöktun Miklar umræður hafa verið um réttmæti þess hvort eigi að vera hægt að skoða staðsetningu skipa á netinu og hafa menn þar deilt á grísku síðuna Marinetraffic.com. Brátt verður breyting á þar sem enn öflugri upplýsingakerfi um staðsetningu skipa eru í burðarliðnum. Nú er það Google risinn sem er með með áætl- un um að gera kort af öllum höfum og landgrunnum. Hafa þeir greitt 3 milljónir bandaríkjadala fyrir gervitunglatækni sem þeir ætla að nota til að fylgjast með ferðum skipa og sérstaklega her- skipa mun betur en yfirvöld geta gert nú. Veldur þetta mörgum hernaðarríkjum miklum áhyggjum þar sem til stendur að stað- setningar herskipa muni verða aðgengilegar almenningi. Yfir- maður tæknideildar Google sagðist vera í þeirri stöðu að geta fylgst með ferðum herskipa og það valdi honum áhyggjum að vita til þess að þau geta ekki séð hvort annað þar sem þau noti ekki AIS eins og önnur skip. Hinsvegar sjá skip búin AIS til hvors annars í um 20-30 sjómílna fjarlægð. Með gervitungla- áætlun Google munu þeir fylgjast með skipum um öll heims- höfin og hafa þeir meðal annars sýnt fram á færni kerfisins að upplýsa stjórnvöld í Bandaríkjunum um fiskiskip að ólöglegum veiðum á svæðum langt utan eftirlitssvæða þeirra. Nú er að sjá hvort í framtíðinni verði hægt í gegnum internetið að fylgjast með herskipum í á öllum heimshöfunum. Stefndi útgerð Nýlega hafnaði dómari í Florida frávísunarkröfu Princess Cruis- es skipafélagsins í máli sem panamíski fiskimaðurinn Adrian Vasquez höfðaði gegn útgerðinni eftir að skip útgerðarinnar Star Princess sigldi framhjá bát sem hann var í. Þetta gerðist 10. mars s.l. en þá hafði Adrian verið á reki í rúman hálfan mánuð ásamt tveimur öðrum skipverjum. Honum var ekki bjargað fyrr en 24. mars, nærri Galapagoseyjum, en þá voru báðir skips-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.