Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Qupperneq 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45
1.
Eitt hlýjasta sumar í manna minnum er
að líða undir lok. Það er hábölvað og ég
stend sjálfan mig að því að hafa ekki
verið nógu iðinn með veiðistöngina. Ég
legst í símann og reyni að véla félaga
með mér í veiði.
- Nei, skólinn er byrjaður og ég farinn
að kenna, segir sá fyrsti.
- Nei, það er orðið of kalt fyrir minn
smekk, segir sá næsti.
- Nei, ég á engan pening, segir sá
þriðji.
- Nei, ég þarf að undirbúa Rotary,
segir sá fjórði.
Daufur sónn berst frá símtækinu og
tómum augum mæni ég á Íslandskortið á
veggnum andspænis mér, búinn að gefa
upp alla von um að fá einhvern með mér
í veiði. Drykklanga stund festast augun á
Vestfjarðakjálkanum. Ég er með störu og
heitið Bjarnarfjörður greipist í huga mér.
Á Ströndum? Galdrabrennur og íra-
fár?
Einhverjir af forfeðrum mínum voru
víst vestra, ölkærir og kvensamir poka-
prestar sem sumir voru áður en yfir lauk
dæmdir frá kjól og kalli. Kannski voru
þeir fleiri við Djúpið en á Ströndum.
Þvert um brjóst mér hefur alltaf legið
næmur þráður sem kallar á mig vestur.
Arfleifð föðurættarinnar að kalla á týnda
soninn?
Ég loka fyrir símann og grandskoða
vestfirsku árnar á landabréfinu. Fellsá,
Staðará, Selá, Bjarnarfjarðará og svo
miklu fleiri. Þetta er líklega eins konar
veiðimannaparadís. Án frekari tafa hringi
ég á bóndabæ í Bjarnarfirði og mér til
furðu eru þrjár af fjórum stöngum lausar
á morgun. Ég festi mér eina og fyrr en
varir er ég lagður af stað frá höfuðstað
Norðurlands og stefni vestur á bóginn
aleinn.
2.
Fjögur sólbrennd sumur var ég í sveit í
Austurdal í Skagafirði. Ég skrúfa niður
rúðuna þegar ég bruna út Norðurár-
dalinn og finn ilm liðins tíma.
Núna man ég þegar Sigríður gamla
bar á mig júgursmyrsl eftir sólbruna,
þegar Lappi hætti við að bíta mig og
þegar ég lá dagana langa ofan á hey-
vagninum. Angan engu lík kitlar munn-
vikin og bak við augnlokin er flennibjört
framtíð.
Blautir gúmmískór sem eltast við mó-
rauðu Botnu í döggvotu morgungrasinu
eru löngu horfnir. Mig rámar í ána sem
stökk yfir girðinguna þegar ég rak hana
úr túninu, skildi lömbin sín þrjú eftir,
hljóp svo ögn til baka og stökk yfir aftur.
Þá fórnaði ég höndum og vildi að
komið væri sólríkt sumar en regnið lagði
sólgult hárið ofan í augun á mér og ég
grét í uppgjöf, níu ára snáðinn.
Þá stóð ég einn í túni. Núna er ég
aftur einn. Samt var alltaf sól og núna er
aftur sól.Varmahlíðarsjoppan selur mér
kalda pylsu og moðvolga kók.
Þarna beið ég eftir fyrstu ástinni
minni og við á leið í sveitasundið. Eftir
sundtímann leiddumst við niður að skurð-
inum til að veiða hornsíli. Þau voru stór
og mér sýndist stúlkan hrífast af færni
minni með vírinn og sokkabuxurnar.
Sólskinið speglaði hornsílin í augum
Ástu.
Það er ólga í maganum á mér eftir
pylsuna. Vatnsskarðið er að baki og
Húnavatnssýslur taka við, langar og
tilbreytingarsnauðar. Héðan á ég fáar
minningar. Hraðastýring jeppans er á 90
til að forðast fjárnám gírugra lögreglu-
þjóna og smám saman sleppum við í
burtu frá þessum hæðardrögum og
grænu ásum. Eftir aðra pylsu í Staðar-
skála, vel heita, nálgast Strandir.
Ekkert á Íslandi er eins og Strandir.
Stöku sveitabær, þararauðar fjörur, bunk-
ar af rekaviði og angan af sjó. Ég er enn
með hugann við fyrstu ástina, þessa
skagfirsku, þegar árnar birtast ein af
annarri og smám saman víkur kvenlega
fegurðin fyrir fersku vatni, flúðum,
breiðum og fiskum.
3.
Á brúnni yfir Fellsá í Kollafirði vestra er
veiðimaður. Ég skrúfa niður rúðuna.
- Ertu að fá‘ann?
- Já.
- Það er flott.
- Já.
- Ég er líka að fara í veiði.
- Nú jæja.
- Já, vestur.
- Jæja.
- Bjarnarfjarðará.
- Nú jæja.
- Já, segi ég og spæni af stað í sól-
skininu.
Það er sérstakt að vera einn á árbakk-
anum. Þögnin býr til eins konar hellur
fyrir eyrun. Maður skilur af hverju stund-
um er talað um ærandi þögn. Enginn
spjallar við þig um daginn og veginn,
Guði sé lof, og ef einhver birtist óvænt
til að trufla þig með leiðinda spurning-
um þá svararðu stuttlega, segir til dæmis
bara „nú jæja“.
Ég kem að Bjarnarfjarðará á mánu-
dagskvöldi, ek upp á efsta veiðisvæðið
og gapi af undrun: hvílík fegurð! Sjaldan
eða aldrei hef ég séð jafn fallega sjó-
bleikjuá. Mátulega mikið vatn, mátulega
strítt og glampandi speglar inn á milli
flúða.
Fuglarnir eru hættir að syngja, enda
Ragnar Hólm Ragnarsson:
Súrsætur einverublús
Sjóbleikjan er einn albesti matfi skur sem hægt er að fá.