Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 12

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 12
Norræn samvinna í stríðslok og eftir Stefán Jóh. Stefánsson MEIRA en fimm ár eru liðin síðan heimsstyrjöldin mikla hófst. Og ekki verður annað séð, en að stríðinu verði brátt lokið hér í álfu. Þá hefst nýtt viðhorf, nýir möguleikar, en ef til vill nokkur vandi fyrir norræna samvinnu. Að endaðri Evrópustyrjöldinni er liðinn átakanlegur en eftirtektarverður reynslutími í sambúð hinna norrænu þjóða. í upphafi stríðsins gáfu allar Norð- urlandaþjóðirnar út samtímis og samhljóða yfirlýsingu um hlutleysi. Hinn sterki friðarvilji þessara þjóða, reynslan frá fyrri heimsstyrjöld og áhrifin af gömlum kennisetningum og áróðri einlægra friðarvina, hafði gert þessar þjóðir trúaðri á möguleikana til undankomu stríðsins en efni stóðu til og köld reynslan síðar meir sýndi. Norræuu þjóðunum tókst þó að komast hjá hörmungum ófriðarins fyrstu mánuðina. Og á þeim tímum undirbjuggu þær aukið samstarf og samhjálp, er miðað var við, að þeim tækist öllum að sleppa við ógnir stríðsins í heimalöndun- um. En sú von varð ekki til langra tíma. Þegar seint á árinu 1939 réðist Rússland á eitt ríkjanna, Finnland. Samúðin í öllum hinum Norðurlandaríkjunum var mjög sterk og áberandi. Finnsku þjóðinni bárust ekki aðeins ótal samúðaryfir- lýsingar, heldur og stórkostleg hjálp frá öllum hinum Norðurlöndunum. Og í marzmánuði 1940 lauk fyrsta þætti þessa átakanlega harmleiks með því, að 10

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.