Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 13

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 13
I Norrœn jól Finnar höfðu fórnað miklu fé og fjöri og urðu auk þess að láta hlut af landi sínu til hins volduga nágranna í austri. Aftur stóðu Norðurlöndin öll utan við styrjöldina og vonuðu, að svo mætti áfram verða. Þá hófust umræður þeirra á milli um varnarbandalag. Ur því varð þó ekki, og olli því ekki hvað sízt sameiginleg andstaða Soviet-Rússlands og Þýzkalands. En friðurinn ríkti ekki lengi á Norðurlöndum. Þóðverjar réðust inn í Dan- mörku og Noreg 9. apríl 1940. Danir, sem voru óviðbúnir og höfðu hina örðug- ustu aðstöðu í nágrenni við hið volduga Þýzkaland, sömdu, en Norðmenn gripu til vopna og vörðust af fádæma hreysti í nokkra mánuði. Island var hernumið 10. maí 1940 af Bretum. Finnar lentu aftur í stríði við Rússa síðari hluta júní 1941. Svíar einir sluppu, fengu haldið hlutleysi sínu, en vígbjuggust af öllu afli og ein- hug til varnar, ef á þá yrði ráðizt. En margt hefur skeð á Norðurlöndum frá þeim tíma, er útlendir hermenn tóku þar aðsetur. Danir hafa sýnt það, er engum kom á óvart, er þekkir þá þjóð, að andstaða þeirra gegn hinum erlenda innrásarher hefur farið síharðnandi og brotízt út í ótal myndum og athöfnum, er sýna samstæða, þroskaða og ágætlega mennta þjóð, sem veit hvað hún vill, sem ekki lætur bugast, en heldur í fullum heiðri menningu sína, þjóðerni og órofa frelsishug. Og Danir hafa einnig hlotíð viður- kenningu sem stríðandi þjóð í hópi lýðræðisríkjanna, er berjast gegn kúgun og ofbeldi nazismans. Norðmenn hófu strax stríðsfánann á loft, er á þá var ráðizt. Þeim fána hafa þeir haldið djarflega á lofti alla stund síðan. A heimavígstöðvunum verjast þeir með fádæma hreystí ofureflinu utan frá og svikurunum innan að. Sú saga er glæsileg, en blóði drifin. Og á öllum heimsins höfum heyja hinir hraustu norsku sjómenn harða baráttu og ómetanlega til hjálpar hinum sameinuðu þjóðum. Alls staðar gætir hugdirfsku og fórnfýsi þessarar ágætu norrænu þjóðar, er skapað hefur henni álit og aðdáun um heim allan. Orlög Finnlands eru ömurleg. Lega landsins og gömul söguleg rök hafa gert feril þjóðarinnar blóði roðinn og hinn átakanlegasta. Hlutskiptí Finna hefur orðið það, að berjast við hlið þeirra, er kúguðu og ofsóttu Dani og Norðmenn. En margt er ennþá móðu hulið í þessum sorglega þætti í sögu Finna. En nú er málum svo komið, sem gleðja mun alla einlæga norræna menn, að Finnar berjast 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.