Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 17

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 17
Norrœn jól Hér er um að ræða almenna, ákveðna og skýra yfirlýsingu, er ætla má, að öll þjóðin standi að baki, þó að áhugi manna sé aS sjálfsögðu misjafn. Og það var einnig mjög eftirtektarvert og gleðilegt, að í yfirlýsingu sænsku ríkisstjórn- arinnar og viSurkenningu á stofnun lýSveldis á íslandi var vitnað til ákveðins vilja íslendinga til norræns samstarfs. Þó að Islendingar hafi þannig lýst yfir ákveðnum vilja sínum til norræns samstarfs, verða þeir að sjálfsögSu að beygja sig fyrir þeirri staSreynd, að ekki er enn unnt að ákvarða skipulag þess né móta þaS í fasta farvegi. En þó er mikils um það vert, að einlægur vilji og áhugi sé til staðar sem grundvöllur að því sam- starfi, sem koma á, koma þarf og koma skal. Og vissulega má ganga út frá því, að sá vilji og áhugi sé ríkjndi á öllum NorSurlöndum. ÞaS er því engin ástæSa til að óttast um framtíðina í þessum efnum. Þess virðist verulega gæta í stríSslokin, að stórþjóðirnar verði umsvifamiklar og mestu ráðandi um alþjóðasamtök. Gera má og ráS fyrir því, aS Norðurlanda- þjóðirnar verði þátttakendur í alþjóðasamtökum. En það ætti á engan hátt að hindra náið og mikið samstarf þeirra innbyrðis. Því samstarfi verður að sjálfsögðu á engan hátt beint gegn öSrum ríkjum þeim til árása né miska. ÞaS verður svæðislegt (regionalt) samstarf, er á engan hátt þarf að brjóta í bága við heildar- samtök annarra friðar- og frelsisunnandi ríkja, og ætti vissulega að rúmast innan alþjóðasamtakanna. Þess vegna verður að vænta þess, að skynsamlegt, eSlilegt og náið samstarf Norðurlanda muni á engan hátt verða hindraS né truflað af al- þjóðasamtökum þeim, er rísa munu upp að stríði loknu. Norrænu félögin eru engin stjórnmálafélög. Innan þeirra vébanda rúmast allir, sem áhuga og trú hafa á norrænni samvinnu. En um leið hljóta þessi félög aS vinna að því á allan hátt, að sem öflugast og tryggast samstarf hefjist á milli þessara þjóða, bæði í menningar-, félags- og fjármálum. Og þeir tímar nálgast nú óðum, þar sem finna þarf því samstarfi sem bezt og tryggust form og inni- hald. Þar liggja fyrir hin mikilvægustu verkefni norrænu félaganna, ekki síður en stjórnmálamannanna og kaupsýslumannanna. AS þeim verkefnum þarf að ganga með ötulu starfi, trú og einlægum áhuga. Efdr því fer árangurinn. Og þaS skiptir miklu fyrir framtíð Norðurlandanna, að sá árangur verði sem mestur og glæsilegastur.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.