Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 19

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 19
Norrcen jól þeirra og samstarf á sem flestum sviðum. En jafnframt var undirstrikaður jafn- réttis- og sjálfsákvörðunarréttur hverrar þjóðar í þessari samvinnu. Sá maður, sem fyrstur barðist fyrir því, að stofnaður yrði sérstakur félagsskapur, er ynni að efl- ingu norrænnar samvinnu, var danski augnlæknirinn Heerfordt í Hróarskeldu. Hann ferðaðist um og flutti fyrirlestra um málið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Loks var fundur haldinn um málið í Svíþjóð í byrjun ársins 1918 og nefndir stofn- aðar til þess að undirbúa félagsstofnun í öllum þrem löndunum. Sameiginlegt ávarp undirbúningsnefndanna var síðan birt samtímis í öllum löndunum þann 24. febr. 1919, þar sem stefnuskrá væntanlegs félags var lýst. Forgöngumenn að félagsstofnuninni voru: Af hálfu Svía Carleson, fyrrv. fármálaráðherra, og prófessor Hecksher; prófessor Friis, Alexander Foss verkfræðingur og Neergaard, þáv. for- sætisráðherra, af háifu Dana og Joh. L. Mowinckel Stórþingsforseti af hálfu Norð- manna. Hugmyndin fékk góðar undirtektir og félögin voru stofnuð, þann 1. marz 1919 í Svíþóð, 12. apríl í Noregi og 15. apríl í Danmörku. Fyrsta marz voru 25 ár liðin frá því félagið var fyrst stofnað. Hér á Islandi var félagið stofnað þann 29. sept. 1922, aðallega fyrir forgöngu Sveins Björnssonar, núverandi forseta, og 17

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.