Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 26

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 26
Norrœn jól hans svarar til sýslumannsembættis hér, og þó öllu meira. Undir hann eru gefnir „lénsmennirnir“, en þeir eru eins konar skrautútgáfa af íslenzkum hreppstjórum, og oft löglærðir menn, enda betur launaðir en hreppstjórar. En þetta kemur nú ekkert jólunum við. Járnbrautarstöðin á Nesbyen er austan Hallingár, en þorpið vestan árinnar, og er um tólf mínútna gangur á milli. A stöðinni beið sleði til að sækja mig, en slíkt farartæki hafði ég aldrei notað fyrr á ævinni, utan einu sinni, er ég fór í ferðalag upp í Mosfellssveit, en það hét ekki sleðaferð, heldur „kanatúr“, og voru þó engir „Kanar“ komnir í landið þá. En ég átti eftir að kynnast sleðunum í Hallingdal betur; þeir voru og eru enn aðalsamgöngutækið í Hallingdalnum meðan snævar nýtur. Ymist breiðsleðar eða langsleðar, og eru hinir síðarnefndu notaðir í snatt, þegar ekki þarf að flytja nema einn farþega eða svo. Aðeins ein leigubifreið var þá til í Nesbyen, en hún var nær eingöngu notuð til að flytja lækna, yfirsetukonur eða farandsala. En sleðarnir setja svip á bæinn, ekki sízt um jólin, þegar fólkið er að heimsækja vini og kunningja á tunglbjörtum frostkvöldum. í fjarlægð ómar þá bjöllukliðurinn, því að enginn ekur í jólaferð án þess að hafa bjöllur á aktygjunum — „dómbjöllur“ kalla þeir þær. Og þegar sleðinn færist nær heyrist marrið undan meiðunum, eins og undirleikur. Vegurinn eða slóðinn myndar dökka rák, eitthvað út í fjarskann, rák í hinni hvítu voð, sem breiðist mjúk og glitrandi upp að næsta skógarjaðri. Frostið er oft hart, kringum þrjátíu stig, en loftið þurrt og næð- ingur enginn, svo að þess gætir lítið, ef fólkið kann að búa sig. Og það kann það; gæruskinnsfóðraðar kápur og þykkir sleðafeldir eru sjálfsagðir í slíka ferð! Umstang og annir eru ekki minni fyrir jólin í þorpunum í Hallingdal en á stóru heimili í íslenzkri sveit. Jólagrísnum er slátrað og hann bútaður niður, sulta soðin úr honum, lappirnar soðnar og settar í saltlaka, hinum óæðri hlutum skepn- unnar umhverft í medistabjúgu og þar fram eftir götunum. Þarna er engu hangi- keti til að dreifa og rjúpum ekki heldur, en grísinn innir af hendi aðalhlutverkið á jólaborðinu. Og jólabaksturinn er heldur ekki neitt smáræði. Mest kveður að framleiðslu þeirra kökutegunda, sem geymast vel, því að Haddingjar gera lítið að því að kaupa sér kaffibrauð í bakaríinu, en *jólabaksturinn er hægt að geyma lengi. Þar er brauðtegund, sem heitir „guro“ eða „góð ráð“, enda er efnið mest- megnis hveiti og smjör. Sem andstæðu þessa lúxusbakkelsis má nefna „fattig- mann“, en sú kökutegund er að innihaldi til nauðalík kleinunum okkar, þó að 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.