Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 33
gœti ei handa lúa,
hjá gleðinni minni,
gleðinni vil ég búa.
Víst skal ég vaka
og við henni taka, —
kannske sjórinn kasti henni til baka.
Hafrót er í huga,
hríðarveðrið hvín.
Hvað er á seyði?
Kallað er til mín, —
hvíslað er með kœrleiks hreim:
Koma skaltu um jólin heim,
gleymdu ekki gullum þeim,
er gáfu einu sinni
helga gleði í hreinni vitund þinni.
Gott er að vakna og vita þá,
að váleg martröð líður hjá
og bjartur dagur boða má
bœttan hag og starfa þrá,
gleðina ég aftur á
og engu framar kvíði —
hjartans raust ég hlýði —
hugglöð minni hjartans raust ég hlýði.
Minninganna myndaspjöld
mín ég yfir lít í kvöld,
þeirra tala er þúsundföld.
Ég vil taka blað fyrir blað
og beggja megin skoða það,
gleyma bœði stund og stað,
stefna settu marki að,
á farveg lífs að finna vað
um farinn veg til baka —
um farinn veg ég fer af stað til baka.
Skýrist myndin ein og ein,
atvik gleymd nú birtast hrein,
fyrir öllu gerð er grein —