Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 36

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 36
Bræður TIL er gömul saga, sem segir frá fimm bræðrum, er fæddust upp í koti sínu. Einn góðan veðurdag kom til þeirra ókunnug kona og bað um svaladrykk. Dreng- irnir gerðu sem konan bað, og er hún hafði drukkið nægju sína, spurði hún þá að heiti. En þeir sögðust engin nöfn eiga sér. Hún kvað sig litlu geta launað þeim góðan beina, en nöfn skyldi hún gefa þeim og skyldi einn heita Velvakandi, annar Velhaldandi, þriðji Velhöggvandi, fjórði Velsporrekjandi og hinn fimmti Velbergklifrandi. — Síðan hélt konan leiðar sinnar, en bræðurnir fundu að renta fylgdi nöfnunum. Nú leið og beið, unz þeir uxu úr grasi. Héldu þeir þá að heiman og í kóngsgarð, beiddust þar veturvistar, allir saman, og var hún heimil. En svo bar við, að undanfarna vetur höfðu tvær kóngsdæturnar horfið á sjálfa jólanóttina. Og nú skyldu bræðurnir gæta meyjarskemmunnar, og segir ekki af þeim fyrr en á jólanóttina, er upp rann örlagastundin. Mér kemur þetta ævintýri oft í hug, er Norðurlönd ber á góma. Norður- landaþjóðirnar eru fimm. Þær eru sér meðvitandi um ætterni sitt, og örlögin sjálf hafa gefið þeim nöfn, mótað þær við misjafna kosti til mismunandi hæfni og hlutverka. — Sumir telja hin norrænu ættarbönd hégóma og norrænan samhug lítilsverðan, að minnsta kosti fyrir okkur, eyjarskeggjana úti hér, og sé hitt meira virði að efla kynni vor og hvers konar skipti við hin vestrænu veldi. * Ræða flutt á útvarpskvöldi Norræna félagsins 5. marz síðastl. 34

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.