Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 50

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 50
r EG hygg, að það hafi framar iillu öðru verið þýðingar Matthíasar Jochumssonar á kvæðum Runebergs, sem urðu þess valdandi, að ég fékk þegar á unglings- árum ást á Finnlandi. Stál gamli, Kolskeggur, Döbeln og Sveinn Dúfa urðu manni á þeim árum jafn handgengnir og kærir eins og Gunnar á Hlíðarenda og Kjartan Ólafsson. Og hann greip mig afarsterkt, þegar á þeim árum, hinn dulrammi seiður og hinir máttugu ljóðtöfrar í þjóðsöng Finna, hin sterka, auðmjúka tjáning skálds- ins: „En þetta landið elskum vér. Með útsker, fjöll og eyðimó er oss það gullland nóg.“ — Og þegar ég óx, og draumar um það að geta farið til annarra landa og numið að nokkru háttu og siðu þeirra þjóða, er þau byggðu, tóku að nálgast veru- leikann, þá varð Finnland nálega efst á blaði þeirra landa, er mig fýsti að sækja heim. Það varð þó ekki fyrr en í apríllok 1928, sem mér auðnaðist að fá þessa ósk mína uppfyllta. Ég hafði dvalið í Kaupmannahöfn mikinn hluta vetrarins og alltaf verið að dreyma um Finnlandsför. En pyngjan var nokkuð létt og peningar tor- fengnari í þann tíð, en margur ungur námsmaður á íslandi myndi nú eiga auð- velt með að láta sig gruna. En svo fóru þó leikar, er leið að vori, að fram úr þessu rættist. Og einn góðan veðurdag þykist ég svo í stakk búinn um skotsilfur, að hættandi sé á Finnlandsför. Ég aflaði mér í skyndi vegabréfs og annarra skilríkja, keypti farmiða, fékk kynningarbréf frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn til kennslu- 48

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.