Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 53

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 53
Norrœn jól Senatstorgið í Helsingfors með hóskólann og dómkirkjuna í baksýn þegar ég kom heim til íslands haustiS 1928. Hann brosti að og þótti vænt um, — eins og honum var líkt. II. Finnland, „Þúsund vatna landið“, var áður en núverandi styrjöld hófst, án breytinga þeirra, sem af hcnni kunna að leiða á landamærum ríkja, rúm- lega 380 þúsund ferkm. að stærð. Af yfirborði þessa lands þekja stöðuvötn tæpa 45 þús. ferkm. Það er því ekki út í loftið aS Finnland hefur verið nefnt „Þúsund vatna landi3“. Finnland nær lengst í norður á 70° 5' 30" n. br. við Nuorgam í Utsjoki- héraði, en lengst suður á 59° 30' 10" sl. br. við Bogskár á Föglö. Samanhangandi land nær þó nokkru skemmra suður, því að syðsti oddi landsins, Hangöoddi, liggur nokkru norðar. Lengst nær landið í austur á 32° 48' 30" austlægrar lengdar við Urusjárvi í Suojárvihéraði. Landamæri landsins alls voru 4800 km. að lengd, en af þeirri vegarlengd voru 2800 km. sameiginleg landamæri við nágrannaríkin á landi. Má af því nokkuð geta sér til um það, hve landvarnir hljóti að hafa verið erfiðar. 51

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.