Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 54

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 54
Norrcen jól Skógurinn er það, sem einkum setur svip á gróðurríki Finnlands, einkum hinir víðáttumiklu barrskógar. Að langmestu leyti er finnski skógurinn heiðabarr- skógur með hrís og mosa sem undirgróður. Víða er hann blendingsskógur af greni og furu og kveður þó öllu meira að furunni. Þegar sunnar dregur fer lauf- skóga að gæta meira, skógurinn verður ljósari og hlýlegri. I Suður-Finnlandi vex mikið af reyni, björk og ösp og verður skógurinn þar víða blendingur af lauf- skógi og barrskógi. Ræktað land í Finnlandi telst vera nálægt 35 þúsund ferkm. og var mikil áherzla lögð á það hin síðari ár áður en styrjaldirnar hófust að auka ræktun landsins og efla landbúnaðinn. Mjög vekur það athygli í Finnlandi, að málin eru tvö, sem ganga í landinu og þjóðernin raunverulega tvö. Samkvæmt síðustu skýrslum, sem mér hafa komið í hendur, eru um 89% af íbúum landsins finnskumælandi. Hinir tala sænsku og eru af sænsku bergi brotnir. Búa þeir einkum með ströndum fram í sunnanverðu og vestanverðu landinu, en þegar inn í landið dregur má kalla, að finnska gangi nálega ein, og er því lítt að treysta, að sænska verði ferðamanninum þar að nokkru liði. Mjög hefur það viljað brenna við, að nokkuð heitt væri í kolunum milli sænskumælandi manna og finnskumælandi og talsverður þjóðemisrígur. Varð ég þess til dæmis var að stúdentar, sem vel gátu talað sænska tungu, kusu heldur að tala við mig þýzku. Finnar tilheyra hinni svonefndu finnsk-ugrisku þjóðafjölskyldu og era að- komuþjóð í Iandinu. í hinum miklu germönsku þjóðflutningum flytjast þeir til Finnlands og sýnast þeir flutningar hafa staðið yfir allt til loka áttundu aldar. Af finnsku kynstofnunum þykir líklegast, að hinir eiginlegu Finnar og ef til vill Tavastar hafi komið sunnan um Finnska flóann, en Kvenir og Kárelar að austan. Við komu Finna til landsins hrökkluðust þáverandi íbúar landsins sífellt norður á bóginn, en það voru Lappar. Býr slæðingur af þeim ennþá nyrzt í landinu. Tók byggðin í öndverðu ekki yfir nema lítinn hluta núverandi Finnlands. Allt Mið- og Norður-Finnland var óbyggð ein og skildu skógar og víðáttumiklar merkur byggðarlögin. Höfðu kynþættir þeir, er austast bjuggu og vestast í landinu, ekkert saman að sælda og skópu hvorir um sig sína hætti og lífsvenjur og má finna merki þeirrar mismunandi þróunar fram á þenna dag. Takmörkin milli Austur- og Vestur-Finnlands lágu um Kymmene elfu og Páijánne vatn og skildi þar milli byggða Tavasta og Karela. 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.