Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 56

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 56
Norrœn jól verja sjálfstæði sitt og heiðna trú sína, drógust brátt inn í deilur hinna kristnu nágranna sinna og lentu í endalausum styrjöldum innbyrðis. Þessi átök milli austurs og vesturs hafa síðan hvað eftir annað blossað upp í sögu Finnlands og litað blöð hennar með blóði bræðravíga. Eins og kunnugt er réðu Svíar meginhluta Finnlands öldum saman eða allt frá því að Þorgilsi Knútssyni tókst það, undir lok þrettándu aldar, að vinna undir Svía eitt höfuðbyggðarlag Karela í austanverðu landinu, svæðið umhverfis Viborg. Til verndar og eflingar valdi sínu byggðu Svíar öfluga kastala, einkum Ábohus, Tavastahus og Viborg, enn fremur síðar Nyslott norðar í landinu. Eru allir þessir staðir afar merkilegir í sögu Finnlands og menjar þær, er þeir geyma, merkilegar og dýrmætar. Sættargerð Rússakeisara við Napoleon mikla í Tilsit varð örlagaþrungin fyrir Finnland. Þóttust Rússar þess nú um komnir að ráðast á Finnland og brutust inn í landið 21. febr. 1808, án þess að segja Finnum stríð á hendur. Svíar voru illa við því búnir að veita Finnum það lið, sem þeir hefðu þurft. Mistök urðu og nokkur í herstjórn Svía í Finnlandi og fékk harðfengi liðsins ekki bætt þau upp, enda jafnan við ofurefli að etja. Ófriðnum lauk með fullkomnum sigri Rússa og ekki annað að gera en að ganga að hinum hörðu kostum þeirra. Friður var undirritaður í Fredrikshamn 17. sept. 1808. Og þar með var veldi Svía lokið í Finnlandi. Hins vegar hófst nú einhver þungbærasti kaflinn í sögu finnsku þjóð- arinnar undir oki Rússa. En jafnframt slær á þá sögu fögru bliki af vaknandi ætt- jarðarást og þjóðerniskennd. Draumurinn um pólitískt sjálfstæði og menningar- lega og efnalega viðreisn fær á sig fasta mynd þegar kemur fram á öldina. Er allur sá kafli í sögu Finnlands furðulega sambærilegur því, sem við þekkjum úr sögu íslands. Skáld og rithöfundar ryðja brautina í hugsun og tilfinningum, en athafnamenn í framkvæmdum og menntamálum manna þjóðina jafnframt svo efnalega og andlega, að henni var þess auðið, að leiða sjáfstæðisbaráttu sína til lykta. Sem fullvalda ríki varð Finnland jafnaldri íslands. III. Þegar ég kom aftur til Helsingfors úr för minni um Finnland, fannst mér, að það væri svo margt og mikið, sem fyrir augu mín og eyru hafði borið, að það yrði mjög torvelt fyrir mig að koma skipan á það og fá um það yfirsýn. Þetta var eins og áður segir 1928. Sjálfstæðið langþráða hafði verið fengið fyrir einum 54 á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.