Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 61

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 61
Út vil eg - heim Af tvennum þrœði er hin tregandi heimþrá spunnin, sem talar upp úr rauðum svefni vors blóðs. Ur óminnisfyrnsku, um farveg aldanna runnin, vor fortíð leitar oss uppi og kveður sér hljóðs. En það er á mótum minninga og drauma sinna, sem mannsins heimþrá skal sína œttjörð finna. Því draumur og minning er leiðin til sama lands, og landið er uppruni, saga og framtíð hans. Og út vil ég — heim. Það var inntak norrœnna Ijóða, og enn er sama viðlagi hvíslað að þeim, sem nú bera sárastan söknuð norrœnna þjóða. Því sjá! Þeir flýja sitt land til að komast heim. Og engin kynslóð áður á Norðurlöndum átti svo langan og dapran veg fyrir höndum. Og ísland grœtur að geta ekki leiðina stytt. Nú getur það aðeins vottað brœðraþel sitt. Og Finnland! Vér hörmum hlutskipti barna þinna. Vér hörmum þau örlög, er gerðu svo stoltri þjóð að berjast til .falls með fjandmönnum brœðra sinna. Oft fannstu þér verðugra efni í þín hetjuljóð.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.