Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 62
En frelsisins eldur á altari þínu mun brenna,
hve ört sem þitt blóð og þín tár út í sandinn renna.
Og látum þá eina undrast hátterni þitt,
sem aldrei mundu verja föðurland sitt.
Og tigna Svíþjóð, á tungu Egils og Snorra
vér tjáum þér bróðurkveðjur og vinarorð!
Því ennþá rekjum vér œtterni feðra vorra
til ungra norrœnna guða á sœnskri storð.
En einnig þér er vaxinn harmur og vandi.
Eg veit að þú tregar sjálf hvert fótmál af landi,
sem nágranna þinna níðingum opið stóð.
Svo nöpur gerðust þér örlögin, sœnska þjóð.
En heimurinn veit, þótt vitnist það seinna betur,
að vorri og þinni samúð er þangað stefnt,
sem norska þjóðin þolir sinn langa vetur,
við þrautir og dauða, sem eilífð fœr ekki hefnt.
Þú barðist ein þótt vœri við varg að etja.
Hann vann ekki á þinni sál. Það er skáld og hetja,
sem fallinn gengur fyrir víkingum þeim,
sem fyrstir stíga á land er þú kemur heim.
En einnig hún má þúsund þjáningar bera,
sú þjóð, sem býr við hin glaðvœru dönsku sund.
Og kannske finnst henni fœrra en mœtti vera
um frcenda sinna kveðjur á slíkri stund.