Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 66
Norrœn jól
við hið göfuga norræna þjóðareðli. — Og vér eigum eftir við þá, þótt nú sé svo
háttað um stjórnmálin í heild, sem orðið er, margvísleg góð viðskipti, efnaleg og
menningarleg, sem allir munu vona að verði greið og blessunarrík til efhngar
framhaldandi vináttu og trausti milli þessara bræðraþjóða, er báðar vilja halda í
heiðri frelsi og sjálfstæði lands og lýðs. Mætti þá og hvor um sig nokkuð gott til
hinnar sækja, er gildi hefur í samlífi allra þjóða.
Vér skiljum til þess að hittast. Og skilnaðarkveðjur vor beggja hljóta í
því sambandi að vera hinar alúðlegustu, um leið og vér tökum höndum saman
um ný viðfangsefni, er áður komust eigi að, eins og hin alkunnu orð skáldsins
benda til:
„Samskipta vorra sé endir
— bróðurlegt orð“!
Hin danska þjóð og konungur á nú merkisdag. Hún og hann — hann og
hún, lifa á þessum dögum saman ógurlegar örlagastundir. En þar brestur ekkert
á hinn gagnkvæma trúnað og hollustu. Nú þurfa þeir, eins og Norðmenn, á að
halda öllum sínum kröftum, enda eykst þeim ásmegin við hverja raun. Koma þá
og fram hinir beztu kostir þjóðar og einstaklinga, svo að hróður þeirra mun
eigi fyrnast.
Það var sú tíð, og þó endur fyrir löngu, að til Dana og Danakonunga vai<
vitnað fyrir hetjudáðir, er þeir hófu herferðir austur yfir sundin, suður á megin-
land álfunnar, norður á bóginn og vestur um sæ. Eru um það sagnir skráðar af
íslendingum og öðrum. Til fjár og frama var þá að vinna. — Og andinn forni
hefur annað veifið látið á sér bera, — hinn aldni „Holgeir danski“ hefur raknað
við, er hættan vofði yfir. En löngu hefur danska þjóðin látið af styrjöldum að
sjálfráðu og gefið sig af alúð að veglegri og þarfari iðju: Friðsamlegu menningar-
lífi, sem að maklegleikum hefur gefið henni hið bezta álit hvarvetna um heim og
hrós fyrir vísindaleg og verkleg afrek og fyrirmyndar þjóðarbúskap. Fegnust
hefði þessi þjóð, eins og aðrar Norðurlandaþjóðirnar, viljað lifa og starfa í friði
og frelsi sjálfri sér og öðrum til gagns, og seinþreytt hefur hún orðið til vandræða
og reyndi vissulega að sitja meðan sætt var. En allt varð fyrir gýg. Ofbeldið geis-
aði, og þá varð eigi lengur eirt yfirganginum. Danmörk varð aftur hetjulandið,
sem orð fór af. Þjóðin reisti sig og varð stór á hinu slétta landi. Allir, sem ætt-
jörðinni unnu, gerðust virkir í baráttunni fyrir endurheimt frelsis og mannrétt-
64