Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 68

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 68
Ræður fluttar á afmæli Norrænu félaganna Rœða ríkisstjóra Flutt í veizlu Norrœna félaqsins 3. marz, er hann var kjörinn heiðursfélaqi Norrœna félagsins Ég þakka Norræna félaginu fyrir þá persónulegu sæmd, er það hefur sýnt mér með því að kjósa mig heiðursfélaga sinn við þetta hátíðlega tækifæri. Og ég þakka formanni félagsins fyrir þau hlýju orð, sem hann mælti til mín. Ég hefði óskað að hafa unnið meira til þess, en ég hef gert. Aðrir, sem hafa borið hita og þunga dagsins af ósérplægni í þágu þessa fé- lagsskapar, eiga skilið þakkir okkar allra. Er stofnun Norræna félagsins bar fyrst á góma hér á Islandi, minnir mig að einhver hafi sagt: „Hvað höfum við upp úr svona félagsskap?“ Og skildist mér þá hugsað um fjárhagslegan hagnað. Hvorki ég né aðrir gátum lofað nokkru um hærra verð á fiski, kjöti, lýsi eða ull og gærum, þótt félagið yrði stofnað. Við könnumst öll við þessi orð: „Þú hefur áhyggjur og umsvif fyrir mörgu, en eitt er nauðsynlegt.“ Hættir okkur ekki oft við því að láta áhyggjur og umsvif fyrir því einu, sem í askana verður látið, gleypa um of orku okkar? Og gleymist þá ekki um leið, að annað getur verið nauðsynlegt engu að síður? Það yrði of langt mál að skilgreina nákvæmlega allt það, sem kalla mætti nauðsynlegt í þessu sambandi. Það er margvíslegt. Og eitt getur verið öðru fremur nauðsynlegt. En ég tel starfsemi Norræna félagsins einmitt vera á þessu sviði. Hún er verðmæt, mjög verðmæt, án þess að skila þeim, sem höndina leggja á plóginn, hagnaði, sem mældur verður með peningakvarða. Ég hef átt kost á því að fylgjast með og taka þátt í starfsemi systrafélaganna á Norðurlöndunum hinum. Hef ég sannfærzt betur og betur um verðmæti þess- arar félagsstarfsemi, og sannfærzt um, að við Islendingar höfum ekki ráð á að taka ekki þátt í henni. Samtímis hef ég orðið var við vaxandi skilning meðal íslendinga á því, hvers virði það er að halda hópinn með hinum Norðurlandaþjóðunum. Forsætis- ráðherra hefur hér í kvöld lýst því, að í þeim hópi eigum við fyrst og fremst heima. Um nær aldarfjórðung hef ég haft aðstöðu til að kynnast því að allar ríkisstjórnir, 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.