Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 69

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 69
Norrœn jól sem hafa farið með völd hér á íslandi þetta tímabil, hafa verið sama sinnis, og ég hygg, að það sé í samræmi við skoðun okkar flestra hér á landi. Að vísu segir máltækið: „Svo fyrnast ástir sem fundir.“ En mér finnst það ánægjulegt að geta sagt, að þótt fundum okkar hafi ekki getað borið saman við hinar Norðurlandaþjóðirnar nú svo árum skiptir, þá er hugur okkar óbreyttur um það, að við Islendingar munum hvergi fá notið okkar betur en í þeim frænda- og vinahóp. Raunir hinna Norðurlandaþjóðanna undanfarið hafa gefið okkur tilefni til nýrrar samúðar og nýrrar aðdáunar, sem reynast mun engu haldminni en þótt fundirnir hefðu orðið fleiri þessi árin. Eg árna Norrænu félögunum og íslenzka félaginu allra heilla á komandi árum. Rœða forsœtisráðherra Flott í veizlu Norrœna félagsins 3. marz í kvöld erum við saman komin til að minnast þess, að fyrir 25 árum var hafizt handa um samtök til þess að vinna markvisst að innbyrðis kynningu milli Norðurlandaþjóðanna, dl þess að efla samhug þeirra og möguleika til samstarfs. Það voru skandinavisku löndin þrjú, seiji hófu þessa viðleitni. En litlu áður hafði deilum vor Islendinga og Dana verið ráðið giftusamlega dl Iykta, svo að vér gátum sem jafnréttisaðili tekið þátt í hinu áformaða starfi, og síðast fyllti Finn- Iand hópinn. Frá því að starf Norrænu félaganna hófst og næstu 20 árin, mun mega full- yrða, að starfið hafi borið þann árangur, sem frekast mátti búast við í upphafi. Það varð að fara með fullri gætni. Hér var áformað, að saman störfuðu sem jafn- ingjar fyrrum yfirþjóðir og þjóðir, sem til skamms tíma höfðu ekki nodð full- réttís. Að samstarfið gat haldið áfram viðstöðulaust og misfellulaust um 20 ára skeið, eða þangað tíl það var rofið af utanaðkomandi ofbeldi, er næg sönnun þess, að hér var hafið starf, sem var lífvænt, og engin ástæða er til að efast um, að sam- starfið hefjist að nýju með auknum styrk, þegar óöld þeirri léttír, er nú stendur yfir. Vér íslendingar erum ekki þess megnugir að hafa veruleg áhrif á það, með hverjum hætti norræn samvinna verður rekin á komandi árum, heldur er fyrir oss aðeins um það að ræða, að hve miklu leyti vér megnum að taka þátt í sam- starfinu. Eg held, að segja megi, að áhugi á norrænni samvinnu hafi verið mikill hér í landi og meðlimafjöldi deildar Norræna félagsins hér getur gefið nokkra bendingu um það. 67

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.