Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 73

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 73
# STOFNUN lýðveldisins var vitanlega höfuðatburður ársins 1944 hér á landi. Þrátt fyrir nokkurn skoðanamun um sum atriði málsins greiddi yfirgnæf- andi meirihluti kjósenda atkvæði með niðurfellingu sambandslaganna og lýðveldis- stjórnarskránni. Kjósendur voru rúmlega 74 þúsund og rúmlega 73 þúsund greiddu atkvæði (98,61%). Af þeim greiddu 71 122 atkvæði með sambandsslitunum, eða 97,35%, en 377 á móti, hitt voru auðir og ógildir seðlar. í tveimur kjördæmum, Seyðisfirði og Vestur-Skaftafellssýslu, greiddi hver einasti kjósandi atkvæði. í þremur öðrum kjördæmum vantaði aðeins einn. Það var t Vestur-Húnavatns-, Dala- og Austur-Skaftafellssýslum. Þessi þátttaka í atkvæðagreiðslu er einsdæmi. Hún sýnir áhuga manna, einlægni og ákafa. Hún ætti einnig að sýna trú manna á framtíðina. Þessi sami áhugi kom fram við hátíðahöldin, þegar lýst var stofnun lýð- veldisins. Mög mikill mannfjöldi sótti þá til Þingvalla. Hátíðahöldin fóru skipu- lega og virðulega fram, þrátt fyrir slæmt veður. A Þingvöllum er dásamlegt há- tíðarsvæði, þegar vel viðrar, svo að þar þarf engu eða lidu við að bæta af mann- virkjum. Tign og fegurð landsins, víðáttan og heiðríkjan tjalda þar veizlusalinn í sólskini og litskrúði. í rigningu verður hraunlendið drúpandi og dapurlegt og sums staðar ferlegt. 17. júní var lengstum hellirigning á Þingvöllum. Það er 71

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.