Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 79

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 79
Norrœn jól þessara tímamóta með samsæti að Hótel Borg. Samsætið hófst með því að formaður félagsins, Stefán Jóh. Stefánsson, bauð gesti velkomna og minntist ástæðunnar til þessarar hátíðar. B.iörn Þórðarson forsætisráðherra flutti síðan aðalræðuna, um norræna samvinnu og gildi hennar, og er ræðan birt á öðrum stað í ritinu. Sveinn Björnsson ríkisstjóri var kjörinn heiðursfélagi og afhenti formaður honum skírteini, skrautritað af Tryggva Magnússyni, ásamt merki félagsins úr gulli og þakkaði honum margvísleg störf í þágu félagsins. En Sveinn Björnsson núverandi forseti hefur jafnan sýnt mikinn áhuga á samstarfi Norðurlandaþjóðanna og er einn af forgöngumönnum fyrir stofnun félagsins hér á landi. Meðan hann var sendiherra í Kaupmannahöfn mætti hann oft sem fulltrúi íslandsdeildarinnar á fulltrúafundum félagsins. Síðan hann varð ríkisstjóri og nú forseti íslands hefur hann jafnan í opinberum ræðum, er hann hefur flutt til þjóðarinnar, undirstrikað gildi og nauðsyn hinnar norrænu samvinnu fyrir okkur ís- Iendinga og hvatt þjóðina til slíkrar samvinnu. Ríkisstjóri þakkaði með ágætri ræðu, sem einnig er birt á öðrum stað í ritinu. Tómas Guðmundsson skáld las upp snjallt kvæði um Norðurlönd, er liann hafði ort í tilefni þessa afmælis. Tvöfaldur kvartett undir stjórn Halls Þorleifssonar skemmti undir borðum með ágætum söng. Að síðustu var dansað. Samsætið sátu um 200 manns og var það hið virðulegasta. — Á sunnudaginn 5. marz voru norrænir hljómleikar haldnir í Gamla Bíó í tilefni afmælisins. Strengja- hljómsveit undir stjórn dr. V. v. Urbantscitsch lék norræn tónverk eftir J. Sibelius, K. Atterberg, Grieg og Helga Pálsson, en karlakórinn Fóstbræður söng Norðurlandalög undir stjórn Jóns Halldórssonar. Hljómleikar þessir tókust ágætlega og var húsið nær því fullskipað. Félagsmenn fengu ókeypis aðgöngumiða fyrir sig og forgangsrétt að miðum fyrir gesti sína. — Um kvöldið hafði félagið útvarpsdagskrá. Þessir töl- uðu: Stefán Jóh. Stefánsson flutti stutt ávarp, Guðl. Rósinkranz flutti erindi um starfsemi Norræna félagsins og sögu allt frá undirbúningi að stofnun þess fyrir rúml. 25 árum, Pálmi Hannesson rektor talaði um gildi norrænnar samvinnu og Tómas Guðmundsson skáld las kvæði, er hann orti í tilefni afmælisins. Á milli ræðanna voru leikin og sungin norræn lög og dagskránni lauk með því að útvarpshljómsveitin lék þjóðsöngva allra Norðurlanda. Skemmtifundir hafa verið þrír fyrir utan árshátíð félagsins. Þann 14. apríl var skemmtifundur að Hótel Borg. Ole Kiillerich ritstjóri hélt fyrirlestur um Danmörku eftir hernámið og framtíð norrænnar samvinnu, Pétur Jónsson óperusöngvari söng dönsk lög með undirleik Páls ísólfssonar og loks var dansað. Þann 2G. sept. var sam- koma haldin að Hótel Borg í tilefni af afmæli Kristjáns konungs X. Félagið Frie Danske i Island stóð að þessari samkomu með Norræna félaginu. Sendiherra Dana Fontenay flutti fyrirlestur um baráttu Dana heima í Danmörku og minntist konungs- ins, Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri talaði um Dani, G. E. Nielsen form. Frie Danske talaði um heimavígstöðvarnar, Lárus Pálsson leikari Ias upp, frú Guðrún Ágústsdóttir 77

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.