Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 81

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 81
Norrœn jól Stjórn Norrœna félagsins Stefán Jóh. Stefánsson hæstaréttarlögmaður, formaður, Guðlaugur Rósinkranz yfir- kennari, ritari, meðstjórnendur, Jón Eyþórsson veðurfræðingur, Páll Isólfsson dóm- kirkjuorganisti og Vilhj. Þ. Gíslason skólastjóri. Ritari og framkvæmdastjóri: Guðlaugur Rósinkranz, Asvallagötu 58. Sími 2503. Viðtalstími kl. 6—7 síðdegis. Stjórn Akureyrardeildar: Steindór Steindórsson menntaskólakennari, for- maður, Sveinn Bjarman aðalbókari, ritari og Arni Guðmundsson læknir. Stjórn ísafjarðardeildar: Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, formaður, Guðmundur Jónsson frá Mosdal, ritari, Björn H. Jónsson skólastjóri, Jónas Tómasson bóksali og Birgir Finnsson framkvæmdastjóri. Stjórn Siglufjarðardeildar: Baldvin Þ. Kristjánsson bókari, formaður, Friðrik Hiartar skólastjóri, ritari, Þ. Ragnar Jónasson, framkv.stjóri, Jóhann Jóhannsson cand. theol. og Vigfós Friðjónsson kaupmaður. Heiðursfélagi: Sveinn Björnsson, forseti íslands. Norrœnu félögin í hinum Norðurlöndunum Ekkert samband hefur félagið hér haft við Norrænu félögin á hinum Norðurlönd- unum og ekkert af þeim frétt, nema af félaginu í Svíþjóð lítið eitt. Félagið hélt þar hátíðlegt 25 ára afmæli Norræna félagsins með glæsilegri hátíð í HljómlistarhöIIinni í Stokkhólmi. Ræður héldu þar formaður félagsins, Torsten Nothin, yfirborgarstjóri í Stokkhólmi, og margir aðrir forystumenn í stjórnmála-, menningar- og fjármálalífi Svíþjóðar. Hljómsveit danska félagsins í Svíþjóð lék norræn lög. Fulltrúar frá félög- unum á hinum Norðurlöndunum gátu ekki mætt, nema einn fulltrúi frá Finnlandi. Félagið í Svíþjóð hefur gengizt fyrir nokkrum námskeiðum og einnig hefur það séð 40 ungum norskum flóttamönnum fyrir ókeypis dvöl á sænskum lýðháskólum og auk þess gengizt fyrir námskeiðum fyrir þá. f hinum ýmsu námskeiðum, er félagið hefur haldið, hafa verið þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum, nema frá íslandi. En þessir þátttakendur frá nágrannalöndunum hafa allir verið flóttamenn. Norræna félagið hefur gefið út tímaritið Nordens Tidning, sem komið hefur út í 8 heftum. Fjallar það ein- göngu um félagsmál og önnur norræn málefni. Margar nýjar deildir hafa verið stofn- aðar víðs vegar um landið og félagatalan aukizt mjög mikið. Frá félaginu í Danmörku hafa aðeins borizt þær fréttir, að oberstlöjtnant Helge Bruhn hafi látið af störfum sem ritari og framkvæmdastjóri félagsins. í hans stað hefur lektor Franz W. Wendt verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. En H. Bruhn er ennþá framkvæmdastj. Hindsgavl.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.