Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 145

Andvari - 01.01.2016, Page 145
ANDVARI HIN EILÍFA SAMÞÆTTA LÍFSHEILD 143 stæður hindruðu fullnægingu þeirra neyddist einstaklingurinn til að íhuga stöðu sína og oftar en ekki viðurkenndi hann þá skilningsleysi sitt á heim- inum og legði traust sitt á sérmótaða trú eða lífsskoðun. A meðan allir duttl- ungar fengju útrás stóð hver og einn hins vegar aldrei andspænis mótsögn- unum og fór á mis við það sem stýrði lífinu í réttan farveg. I fyrirlestrunum skilgreindi Sigurður þessar þversagnir ítarlega og leitaðist við að finna leiðir til að vinna með og leysa úr þeim til hagsbóta hverjum manni. Marglyndi sagði hann eðlislægt en að það leiddi til sundrungar og friðleysis í sálinni sem unnt væri að bæla niður með ýmsum þáttum einlyndis, svo sem al- mennu æðruleysi gagnvart veröldinni sem einkum væri hægt að stuðla að í náttúrulegu umhverfi.15 Skilgreiningar Sigurðar á togstreitunni milli þessara tveggja sálarþátta, einlyndis og marglyndis, eru í anda innsæisheimspekinnar. Þar var spennan á milli innsæisins annars vegar, þess marglynda, frjósama og nýjungagjarna, og skynseminnar hins vegar sem fól í sér hið andstæða, það afturhaldssama og takmarkaða. Eins og Stefán Einarsson (1897-1972) prófessor benti á í grein árið 1931 mótaði þessi sérstæða tvíhyggja allan þankagang Sigurðar og birtist ítrekað í skrifum hans á öðrum áratugnum. Vísar hann í því sambandi í ritdeilu þeirra Einars H. Kvarans (1859-1938) þar sem þeir tókust beinlínis á um hvort tví- eða einhyggja ætti við í samfélagi nútímans. Hér má einn- ig tiltaka skoðanir sem Sigurður tjáði í umræðum um ágæti erlendra áhrifa á íslandi þar sem hann hélt á loft mikilvægi þess að hver þjóð stæði „[...] djúpum rótum í fornum jarðvegi, en [... væri] þó umburðarlynd og næm á nýjar hugsjónir“.161 því tilviki snerist baráttan milli innlendrar hefðar, hins einlynda íhaldsafls, og marglyndra áhrifa erlendis frá sem buðu upp á aukna tilbreytni og nýstárleika.17 Það er þó tæpast rétt að kenna heimspeki Sigurðar óhikað við tvíhyggju, enda kemur það illa heim og saman við tilvitnunina hér í upphafi þar sem hann lagði áherslu á að á sálina væri litið sem eina lifandi heild. 1 öllum hinum samþætta lífheimi átti sér engu að síður stað stöðug togstreita milli andstæðra afla og var þá mikilvægt að viðhalda stöðugleika þar í milli, svo að beina mætti sem mestri orku í eina átt.18 Einmitt þetta jafnvægi var víta- listum hugleikið og sáu þeir það sem grundvöll heilbrigðs vaxtar hins heild- stæða lífs á meðan ójafnvægi var eins og farsótt sem stuðlaði að andlegu óheilbrigði og bældum lífskrafti. Þessi viðhorf koma fram með afar skýrum hætti í hugsjónum íþróttahreyfinga í Evrópu við upphaf aldarinnar þar sem mikið var lagt upp úr samræmi sálar og líkama.19 Anders Ehlers Dam er ótvíræður í útlistunum sínum á að heimspekileg tvíhyggja eigi illa við lífhyggjuna. Engu að síður kennir hann sumt í já- kvæðri og neikvæðri gerð hennar við tvíhyggju þar sem stundum sé dregin upp mynd af tveimur ólíkum þáttum og valið þeirra á milli. Má í þessu sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.