Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 16

Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 16
bíta og brenna. Það hafði ég reyndar líka alltaf. Ég var svo mikið í öllum þessum galskap, ungarnir mínir. Það var svo sem oft nóg að gera og mikil fyrirhöfn. En við gerðum það með gleði og óhuga. Mér finnst vanta fólk nú, sem fœst til að stunda allt. Ég ó við að hafa áhuga á því að vera að bauka í öllu, hvort sem það hefur geysi- mikla hœfileika eða ekki. Sameiginlegt átak vcrður oft stórt átak. Það vantar gleðina". Þjóðleikhúsið Við stofnun Þjóðleikhússins varð Lárus leiktjalda- og bún- ingameistari þess og hefur verið það síðan. ,,Mér þótti ósköp gaman að íslandsklukkunni. Allt í einu voru svo mikil tœkifœri; það var hœgt að vinna svo frjálst, svo stórt. Islandsklukkan var mikið sjarmerandi". Þar lék Lárus m.a. Jón með vindgapann, þann sem nafni hans Hreggviðsson sagði við: „Þú verður áreiðanlega brennd- ur, Jón minn". Það munaði ekki miklu, að Lárus yrði brenndur. Það kviknaði í málarasal leikhússins. Missti hann þar mikið af bókum og aðallega teikningum ýmiss konar og uppköstum að sviðsbúnaði. Þá var talað um Þjóðleikhússdrauginn. Þóttust ýmsir hafa séð hann. „Hann lét mig þó alveg í friði. Ég sá hann aldrei, greyið. Ég hef ekki talent fyrir svoleiðis". Því hafa hvorki draugar né annað náð að granda Lárusi. „Það var afskaplega gaman að vinna að Krítarhringn- um. Þar voru stórbrotnir búningar. Ég málaði sitt kína- munstrið á hvern búning. Það var mikið verk. í Kína hafði hver stétt sinn lit. Svona þarf maður nú að vita. Það er ósköp að sjá allan ruglinginn á tízkum og tímum í kvik- myndunum nú til dags. Maður skyldi þó cetla, að menn þar gerðu nú ekki svona ótugtarskap .... Svo var mjög gaman að Leðurblökunni. Það var glœsileg sýning. And- rúmsloftið í leikhúsinu? Það er ágœtt. Ég kann prýði- lega við það. Það hefur ekki mikið breytzt frá því sem það var f Iðnó. Fólk er hamingjusamara við vinnuna núna, öruggara, rólegra, — kannske líka þreyttara. Það er ekki nógu mikið af fólki, sem getur tekið við. Núna, þegar ekki er til óöryggi, áhœtta. Það vantar ungt fólk". Sfðustu leiktjöld Lárusar voru við Pétur Gaut.* Hann hafði líka gert þau við sýninguna í Iðnó (1943). „Það voru tvennir tímar. Þá voru enn raunsœisáhrifin; Gerd Grieg vildi sýna norskt landslag. Ég gróf þá upp bók eftir Kittelsen Moe, og þar var mynd af grœnklœddu konunni f sefi og tjörn í þjóðsagnastíl. Þetta sýndi ég Gerd Grieg, og hún varð fjarska ánœgð og samþykkti, að svona mœtti mála það atriði. Sumt tókst skfnandi vel; t.d. var atriðið f Dofrahöllinni afbragðsgott og eftirminnilegt, svo og grœnklœdda konan, Alda Möller, er hún birtist f sef- inu mínu. Gerda Ring stflíseraði aítur á móti í nútímastíl. Hefði mér þó fundizt, að sviðið hefði mátt vera meira norskt. Sumt af þvf, sem hún vildi gera, reyndist ekki vera unnt. Vegna þrengsla á sviðinu. Þar var lögð áherzla á einfaldleikann og umfram allt að láta ailt ganga nógu * Ritað á sl. vori | Lar-u ;n<jc!f»*on. íeikari H P. 3Í fljótt. Það er alltaf mjög árfðandi. Yndisleg kona, hún Gerda". Nœsta verkefni Lárusar var svo við óperuna II Trovatore. „Já, mikill er nú munurinn frá því, sem áður var. Mér finnst núna hafa náðst mun betri stíll en þegar ég var útí Kaupinhöfn. Nú er hugsað meira um að láta umhverfið falla að stíl sjálfs leikritsins, án mikilla bróderinga og stúss. Sumir virðast misskilja þetta og vilja hafa gaura- gang og lœti í kringum allt. Leiktjöld eiga ekki að beina athyglinni að sjálfum sér, heldur því, sem helzt er að gerast f leikritinu. Það er meira í anda leiklistar, — minna f anda skreytingalistar. Það er oft billegar sloppið með þvf að hlaða upp öllum ósköpum allt f kring og bluffa með því. Það er bara minna leikhús. Ég man t.d. í gamla daga í Alþýðuhúsinu f Kaupmannahöfn, þegar sýndur var Kaupmaðurinn í Feneyjum. Þá létu þeir sig ekki muna um það að byggja allar Feneyjar inná sviðið, nákvœma eftirmynd. Fólk hafði ekki við að rýna á Feneyjar, þekkja hitt og þetta hús og hugsa eða segja: sko, þarna hef ég nú verið. Nei, ég er ánœgður með leikhússtílinn núna. Mér finnst hann réttur. Nú eru einnig til góðir menn, ef þeir eru undir góðri leikstjórn. Og nú eru Ifka leiktjöldin meira impressíón sjálfs leiktjaldamálarans. Mig hefur allt- af langað til þess að impróvísera". „Lassi" hefur alltaf impróvíserað og gert margt digga- daríum .... ólm 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.