Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 34

Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 34
HVERNIG LISTDANS VERÐUR TIL VERK LISTDANSAHÖFUNDAR EFTIR NIELS BJÖRN LARSEN Ekki eru til neinar fastar reglur fyrir því hvernig leikdans verður til; danssmiðurinn getur annað hvort verið inn- blósinn ákveðnu tónverki og fundið hugmynd, sem hœfir því, að að hann fœr hugmynd að dansi og leitar siðan að tónverki, sem að eðli og stíl svarar til hennar. Dansinn þarf ekki nauðsynlega að túlka ákveðna atburðarás, Hann getur verið bœði abstrakt, hreinn listdans til augna- yndis, eða margir smádansar, hlekkjaðir saman rauðum þrœði i dramatískri frásögn. Enn ertil sá möguleiki, að listdanshöfundur leiti samstarfs við tónskáld og að þeir skapi í sameiningu nýtt, frumlegt verk. Sé um það að rœða er venjulega unnið eftir hand- riti, sem skipt er í nokkra hluta. Fyrsti hlutinn lýsir sögu- þrœði listdansins, annar hlutinn fjallar um hvernig túlka beri söguna í dansi og hreyfingum og það sem fram fer á leiksviðinu hverju sinni, og síðasti hlutinn lýsir lengd danskaflanna og ef til vill eðli tónlistarinnar í hinum ýmsu þáttum, lýrísku — dansandi — dramatísku o.s.frv. Tónskáldið byggir nú tónsmíðar sínar á þessu handriti og síðan er tónlistin útsett fyrir píanó og þannig spiluð á œfingum. Strax og píanóútsetningin er fyrir hendi getur listdans- höfundur hafið starf sitt. Fyrsta verk hans er að kynna sér hvert smáatriði tónlistarinnar, lœra nákvœmlega stefin, hljómfall þeirra og styrk, ásamt tengslum hennar við söguþráðinn. Hann verður að láta spila tónlistina fjöl- mörgum sinnum og fylgja hverri nótu í píanóútsetning- unni, en þar er henni skipt í kafla með örfáum töktum, sem eru númeraðir, til þess að listdanshöfundur geti síð- ar vísað til þeirra við œfingar. Þá verður hann ennfremur að kynna sér hljómsveitarútsetninguna, til þess að undir- leikshljóðfœrin komi ekki síðar á óvart. [ þessum undir- búningsstarfi eru mikilvœg atriði fest á blað og útlínur leikdansins gerðar, en sjaldan er sjálfur dansinn sam- inn í föstu formi á þessu stigi máls. Leiktjaldamálari útbýr módel af leiktjöldum og gerir teikn- ingar af búningum, því ekki má gleyma að taka tillit til þeirra, þegar listdanshöfundur vefur í huga sér saman spor og hreyfingar, látbragð og svipbrigði, sólódansa og hópdansa, sem allt stuðlar að því að mynda eina heild. Búningar geta þvingað pírúettur og lyftingar og verður því að reikna með þeim frá upphafi. í hugarheimi sínum verður listdanshöfundurinn að ímynda sér hverja höfuðhreyfingu, hvert skref og hverja handsveiflu. Hlutverk hans er að breyta sögunni í sjónar- spil og skapa mynd, sem hrífur áhorfendur. Hann verður að flétta öll smáatriði í eina heild og síðan í eigin per- sónu að tjá dansendum sýnir sínar og hugmyndir. Enginn annar er fœr um að leiðbeina þeim í flókinni veröld dans- ins. Listdansarar fá ekki afhent neitt handrit eða hlutverka- hefti, til þess að kynna sér heima og undirbúa sig þar. Allt er kennt i œfingasalnum, þar sem sérhver smáhreyf- ing er þjálfuð. Listdanshöfundur verður ekki einungis að sýna öll skref og stellingar, heldur einnig að varðveita allar hugmyndir þar til dansarar hafa lœrt þœr; hér nýtur hann þjálfunar listdansaranna, því þeir eru frá upphafi œfðir í að tileinka sér og muna röð hreyfinga. Hafi list- dansarinn náð þeim á sitt vald, tengjast þœr fljótt tónlist- inni og koma eins og ósjálfrátt í réttri röð. Eftir að listdanshöfundur og listdansarar hafa skipzt á hugmyndum í œfingasalnum og ýmsar tilraunir um ,svip- brigði hafa verið gerðar, fœr leikdansinn nú endanlegt svipmót sitt. Listdanshöfundur meitlar eins og myndhöggvari stelling- ar og hópmyndir, tengir þœr skrefum og hreyfingum og á meðan á því stendur koma oft í Ijós óvœnt áhrif, sem eru fegurri og rista dýpra en þau sem reynt var að ná. Hér verður listdanshöfundur að hafa arnfráa sjón, vera fljótur til að hafna eða velja og festa sér þá i minni þessi augna- blik. Balanchine sagði eitt sinn að hann fœri á œfingar í von um innblástur; kœmi hann ekki yrði hann að notast við þekkingu sína. Listdanshöfundi er líkt farið og málara. Hann sýnir áhorf- endum mynd, en sú mynd er á sífelldri hreyfingu og verð- ur stöðugt að vera falleg og skemmtileg. Leikdanshöf- undur verður einnig að vera músikalskur til þess að það sé á hans fœri að skapa dansana í samrœmi við tónlist- ina, hvort heldur fylgt er tónstefi eða hljómfalli, eða leikið gegn henni í kontrapúnktískum hreyfingum. Þá er ennfremur skilyrði að hann sé sjálfur listdansari, þótt ekki sé nauðsynlegt að hann sé mikill dansari. Hann verður að vita hvað bjóða má listdansara, hvað létt er, hvað erf- 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.