Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 48
sögðu stopp óður en hann gat safn-
að nœgu efni í þœr.
Árið 1950, 38 ára að aldri, gefst
Antonioni loks tœkifceri til að gera
sína fyrstu leikmynd, það er CRON-
ACA Dl UN AMORE (Ástarsaga). Hún
hefur lítinn byrjandabrag á sér, ber
merki um öryggi stjórnandans og
tekur upp til meðferðar vandamál,
sem aldrei síðan hafa yfirgefið An-
tonioni. Á sama tíma og flestir kvik-
myndaleikstjórar Ítalíu, De Sica, Vis-
conti og Rosselini, leituðu að við-
fangsefnum meðal alþýðunnar og
notuðu ekki annað fólk en af götunni
til að leika í myndum sínum, gerir
Antonioni mynd sína í ríkisfólksum-
hverfi og notar eingöngu atvinnu-
leikendur.
í ÁSTARSÖGU segir frá sektartengsl-
um Guido (Massimo Girotti) og Paola
(Lucia Bosé), sem á stúdentsárum sín-
um fyrir löngu, komu ekki í veg fyrir
slys er varð unnustu Guido að bana,
þótt þau hefðu getað varnað því.
Dauði hennar kom þeim í raun og
veru vel, en sektartilfinningin hrjáir
þau og aðskilur. Sjö árum síðar hitt-
ast þau af tilviljun, en nú er Paola
gift. Og sagan endurtekur sig, en nú
er það maður Paolu sem er í vegin-
um. Ein einkenni myndarinnar hafa
síðar komið mjög fram í myndum
Antonionis. í henni er raunar látið
ósvarað spurningum eins og hvort
dauðsföllin í myndinni eru slys eða ,,ævintýrið~: Monica víhí
ekki. f stað þess að láta alla hnúta
rakna upp og gefa svör við prakt-
ískum spurningum, einbeitir Anton-
ioni sér að tilfinningalegu sambandi
persónanna, óháð hinu ytra borði líð-
ana'i stundar, hinum brotgjörnu til-
finningum og bilinu sem mismunandi
staða í þjóðfélaginu skapar millum
fólks.
I ncestu mynd sem Antonioni gerir er
hann nokkuð undir mildum áhrifum
af neo-realismanum. I VINTI (1952)
er í þrem þáttum og fjallar um af-
brotaunglinga í Frakklandi, Ítalíu og
Englandi. Átti hún að sýna sameigin-
legt markmiðsleysi og lífsleiða hjá
ceskufólki ! þessum löndum. Þrátt fyr-
ir nokkra kosti þessarar þríliðuðu
myndar, svo sem fagurrar myndunar,
var hún nokkur útúrdúr í þróunarferli
Antonionis. Hvorki hann né aðrir
ÆVINTÝRIÐ": Gabriele Farzetti, Lea Massari
46