Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 49

Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 49
munu hafa haft mikla ánœgju af henni. Komu þar til ýmsar fjárhags- legar þvinganir og naumur tími við íöku hennar. Enginn kaflinn hefur heldur þá lengd sem sníða þarf stíl Antonionis. Myndin var aldrei sýnd í Englandi, bönnuð í Frakklandi og aðeins sýnd niðurskorin á Italíu. Með nœstu mynd, SIGNORA SENZA CAMELIA (Kona án blóma, 1953), snýr Antonioni aftur á kunnar slóð- ir, til slns eftirlcetisviðfangsefnis, kon- unnar og ástarinnar. andúðar sinnar á dœgurmyndum og fullvissu sinnar að stéttamunur sé óupprœtanlegur. í þessari, sem flestum myndum Antoni- onis, eru viðfangsefnin oftast mann- eskjur sem leita einhvers, án þess að gera sér grein fyrir hvað það er. Að- alpersónan er ung afgreiðslustúlka í fatabúð, .Clara Manni (Lucia Bosé), sem á skömmum tíma er þeytt upp á tind frœgðarinnar og gerð að kvik- myndastjörnu. En það hlutverk er henni ofviða, þar sem hún fcer ekki tíma til að þroskast sem leikkona og manneskja. Og í lokin er hana að finna í þeim hluta kvikmyndaversins, þar sem ódýrar rúímumyndir eru framleiddar af sama andríki og frum- leika og fiskabollur í dósum. Eins og í ÁSTARSÖGU, virðist Antonioni benda á stéttamuninn sem megin- ástceðuna fyrir hegðun og örlögum persónanna og gapinu sem er á milli samskipta þeirra. Clara, sem hefur óafturkallanlega yfirgefið umhverfi sitt, kemst að raun um að hún er ekki fœr um að lifa í því umhverfi sem hugur hennar stóð til. Þetta kemur fram á ýmsan hátt I síðari myndum Antonionis. Nœsta viðfangsefni Antonionis var annar hlutinn í AMORE IN CITTÁ, kaflamynd sem Cesare Zavattini, guðfaðir neo-realismans, átti hug- myndina að. Kaflinn hét TENTATO SUICIDIO, heimildarmynd um fólk sem gert hefur tilraunir til sjálfs- morða, þar. sem sett voru á svið hin raunverulegu atvik við sjálfsmorðs- tilraunirnar og síðan reynt að komast að ástœðunni hjá hinum ýmsu ein- staklingum fyrir hegðun þeirra. Myndin hefur ekki verið talin merki- leg. Tœknin minnir á scemilega gert sjónvarpsviðtal, þar sem aðeins er krafsað lítillega í yfirborð manneskj- anna. Við erum nú komin fram til ársins 1953. Fram að þessum tíma hafa myndir Antonionis virst fálmandi, líkt og hann vœri að leita fyrir sér. En með ncestu myndum sínum nœr hann meira valdi yfir efni og stíl. Um hann gilda þessi orð: ,,Til að viðhalda krafti sínum, má maðurinn ekki Ijá eyru gömlum ömmusögum, heldur eigin rödd, ferskri og persónulegri. Og þótt þessi rödd hafi stundum óþœgilega hluti að tjá og gefa í skyn, þá má hann ekki gera sér grillur út af viðbrögðum almennings". (C. Steinberg). Rödd Antonionis hefur ekki kafnað þrátt fyrir misjafna með- ferð og móttökur á myndum hans fram að þessum tíma og hún vex af krafti hér eftir. VINKONURNAR (Le Amiche) er án efa merkilegasta kvikmyndin á Ítalíu árið 1955, sem annars var andlegt hallœri í kvikmyndagerð ítala. VIN- KONURNAR er gerð eftir sögu Ces- are Pavese og er samvinna þeirra þýðingarmikill kafli í lífi og starfi Antonionis. Pavese glímdi ástríðu- fullt við sömu viðfangsefnin í sög- um sínum og nú eru kennd við An- tonioni. Pavese áleit ástina hœttu- legt og ófullnœgjandi meðal við slœmsku mannlífsins, þrátt fyrir sterka freistingu til að taka það. Hann framdi sjálfsmorð 45 ára gam- a11 og skildi eftir sig þessi skila- boð: „Maður fremur ekki sjálfsmorð aðeins vegna ástar sinnar á konu; heldur fremur maður sjálfsmorð vegna þess, að ást — hvers konar ást, opinberar okkur í nekt okkar, vöntun okkar, í vanmcetti okkar, í tómleika okkar". LE AMICHE segir frá fimm vinstúlk- um, lífi þeirra og ástum og hvernig þœr bregðast við hinum ýmsu vanda- málum. í þessari mynd sýnir Antoni- oni hve vel hann kann að skyggnast inn í sálarlíf konunnar og hversu vel honum lœtur að stjórna konum í myndum sínum. En þótt ein stúlkan fremji sjálfsmorð I myndinni, er hún ekki eins myrk og nœsta mynd hans, IL GRIDO (Hrópið, 1957). Hún er frem- ur í œtt við þrjár síðustu myndir hans, þar rœður svartsýnin ekki alveg ríkj- um og Antonioni leyfir sér að vera bjartsýnni en í flestum slnum mynd- um. ,,/EVINTÝRIÐ": Gabriele Farzetti, Monica Vitti 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.