Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 62

Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 62
öruggri smekkvísi kunnáttumannsins. — Aðalhlutverkið Victoriu „snotrasta fiðrildi", eins og sagt var um hana í leikskránni, lék Inga Þórðardóttir, af ósvikinni kímni og glöggum skilningi. Valur Gíslason lék Frederick, seinni mann Victoriu og Þorsteinn Ö. Stephensen Williams fyrri mann hennar. Eru þetta hvorttveggja bráðskemmtileg hlutverk og fóru þessir ágœtu leikarar prýðilega með þau. Jón Aðils lék Raham málfœrslumann. Var gerfi hans af- burðagott og leikur hans með miklum ágœtum. Aðrir leikendur voru: Ævar R. Kvaran, Arndís Björnsdóttir, Emi- lia Jónasdóttir, Hólmfríður Pálsdóttir og Hildur Kalman. Önnur hlutverk voru minni. Leikstjóri var Lárus Pálsson og Lárus Ingólfsson gerði leiktjöldin. Á annan í jólum þetta ár (1951) frumsýndi Þjóðleikhúsið hið vinsœla leikrit „Gullnahliðið" eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Leikstjóri var Lárus Pálsson. Tónlistin var eftir dr. Pál ísólfsson, hljómsveitarstjóri var dr. Victor Urbancic og dansana (vikivaka) hafði Sigríður Valgeirs- dóttir samið og ceft. Indriði Waage flutti Prologus höfundarins. Með aðalhlut- verkin Jón og kerlinguna fóru þau Brynjólfur Jóhannes- son og Arndís Björnsdóttir. Var leikur þeirra beggja frá- bœr„ enda mun hann lengi minnisstœður þeim er sáu hann. Af öðrum leikendum ber að nefna þá Val Gíslason og Jón Aðils er fóru með hlutverk Lykla-Péturs og Páls postula, Lárus Pálsson, er lék óvininn og Önnu Guð- mundsdóttur, er lék Vilborgu gömlu. Leikurinn var sýndur fram í maímánuð 1952, alls 28 sinnum. Leiktjöld og bún- ingateikningar gerði Lárus Ingólfsson, af vandvirkni og smekkvísi. Fyrsta viðfangsefni Þjóðleikhússins á árinu 1952 var hið áhrifaríka leikrit Anna Christie eftir bandaríska Nóbels- verðlaunahöfundinn Eugene O'Neill, og var það frumsýnt 15. janúar. Sverrir Thoroddsen þýddi leikinn, leikstjóri var Indriði Waage og leiktjöldin gerði Lárus Ingólfsson. ■— Það var mikil stemning í leikhúsinu þetta frumsýningar- kvöld og það ekki að ástœðulausu, þvi hér var ekki ein- ungis um ágœtt leikrit að rceða eftir víðfrœgan höfund, heldur hafði Þjóðleikhúsið efnt til þessarar sýningar með- fram til þess að heiðra einn af mikilhcefustu og vinsœlustu leikurum landsins, Val Gíslason, sem varð fimmtugur þennan dag og átti auk þess um þessar mundir tuttugu og fimm ára leikafmœli, enda var Valur ákaft hylltur af leik- húsgestum að leikslokum. „Anna Christie" er vissulega raunsœis-drama, er segir oss hispurslaust sögu ungrar og hrjáðrar stúlku, sem lent hefur á glapstigum, en endur- heimtir manngildi sitt og hreinleik hugans fyrir mátt ást- arinnar. En leikritið er að því leyti táknrœnt, að til þess að skilja til fulls hvað fyrir skáldinu vakir, verðum við að skyggnast bak við atburðina og hið talaða orð. Boðskap- ur skáldsins kemur víða fram í orðrœðum leikritsins, en þó skýrast í niðurlagsorðunum, sem lögð eru hinum gamla skipstjóra, Chris, í munn: „Fog, fog, fog, a11 bloody time. You can't see where you was going, no. Only dat ole um öll stödd í stöðugri þoku vanþekkingar og skilnings- leysis og vitum ekkert hvert stefnir né hvert er lokatak- davil, see — she knows!" — Með öðrum orðum: Vér er- markið. Því þýðir ekkert fyrir oss að œtla að reyna að leika á lífið. — Og Chris gamli talaði af reynslu. Hann hafði sjálfur œtlað að leika á lífið til þess að bjarga dótt- ur sinni en varð með því óbeint valdur að ógœfu hennar. Valur Gíslason lék Chris skipstjóra, eitt mesta og erfiðasta hlutverk leiksins. Var leikur hans stórbrotinn og áhrifa- mikill og gerfið afbragðs gott. —— Herdís Þorvaldsdóttir lék titiIhIutverkið, Önnu Christie, dóttur Chris skipstjóra, einnig mikið hlutverk og vandasamt. Var leikur hennar nokkuð misjafn, en oft ágœtur. Rúrik Haraldsson lék kynd- arann Mat Burke, þriðja aðilann í hinum miklu átökum leiksins. Rúrik hafði ekki langan leikferil að baki sér og gœtti þess i leik hans að þessu sinni. Inga Þórðardóttir lék Mörthu Owen, gamla sambýliskonu Chris, og fór prýði- lega með hlutverkið. — Leikurinn var ekki sýndur nema átta sinnum, en átti vissulega skilið betri móttökur. Hinn 12. febrúar var frumsýnt leikrit Shakespeare's „Sem yður þóknast" í afbragðs þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikstjóri var Lárus Pálsson, hljómsveitarstjóri Róbert A. Ottoson og Lárus Ingólfsson gerði leiktjöldin, en flestir karlmannabúningarnir voru fengnir að láni hjá Konung- lega leikhúsinu i Kaupmannahöfn. „Sem yður þóknast" er að mörgu leyti skemmtilegt leik- rit og ber vissulega á sér snillimark höfundarins, en verð- ur þó ekki talið með meiriháttar leikritum hans. Efnið er, sem í flestum öðrum leikritum Shakespeare’s, aðfengið 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.