Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 70

Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 70
lýsingu, frásögn. Leikrit ekki. Þar gild- ir augnablikið, hin talaða setning um leið og hún er töluð, hvernig hún er töluð, hvenœr hún er töluð. Orðum er varpað á milli, þau eru notuð í ýmiss konar samspili, fá á sýningunni visst sjálfstœði í afstöðu sinni ,,í tíma og rúmi" til annarra orða annars fólks. Þau hafa annað gildi en að standa á prenti — þau eru leikin, það er leikið með þau. Impróvisation. Hvað svo sem annars má þrœta um gildi skáldskapar sem önnur gildi í leikmenntum, er þetta samt innsta eðli leikhúss, þótt sú staðsetning kunni að vera eitur í beinum ýmissa frœðinga. Jafnvel þögn á leiksviði getur haft sín áhrif á leiksviði, þar sem greinaskil í skáldverki, jafnvel góðu skáldverki, verður aldrei nema eyða á pappír. Sá er einmitt í allra- einföldustu dráttum munurinn á leik- sviði og bók. Oddur Björnsson gerði mörgum gramt í geði með einþáttungunum, sem sýn- ir, að þeir hafa þó haft eitthvað til síns máls. En nú ergir sig enginn yfir EINKENNILEGUM MANNI. Hann sáir sínu frœ í mannanna hjörtu án þess aðrir sinni verulega þeim sáðmanni. Afturför? í heild er EIKENNILEGUR MAÐUR langt frá því að jafnast á við einþáttunga sama faðernis. Það er einsog pabbinn hafi bitið hausinn af sjálfum sér. Þó ber að gceta tímarað- ar. EINKENNILEGUR MAÐUR er upp- haflega útvarpsleikrit, sem leikið var í■ Ríkisútvarpinu á sl. vetri (sjá LEIK- HÚSMÁL, 2. tbl.). Sennilega mun það vera enn eldra. Þessi leikur ber ein- hvern veginn of mörg merki verks hins unga manns, sem er að lofa góðu. Hugmyndin er ekki slœm, en hún er of einfeldnislega á borð borin; það ríkir hálfgert hallœri með að finna nœgilega smellin teikn (,,plott- ið") til þess að undirstrika þá niður- stöðu eða hugmynd, sem höfundur hefur œtlað leiknum. Yfirliðið og upp- risan, „kraftaverkið", eru heldur fá- tœklegar trakteringar, sem nálgast það að vera barnalegar. Eins eru nokkrar persónurnar hver um sig orðnar að hreinum ávana í íslenzk- um leikmenntum einsog vinnukonan María norðanúr Þingeyjarsýslu, skell- andi sér á lœr og sveiandi nýja tím- anum, eða gœinn Útigangur. Þó voru einmitt þessi tvö hlutverk leikin einna bezt af þeim Jónínu M. Ólafsdóttur og Sigurði Skúlasyni. Hinsvegar fer höfundur um leikritið af leiktœknilegri kunnáttu. T.d. eru þáttabygging og atburðatengsl eink- ar lagleg. Og nokkur atriði, sem bœtt hafði verið í eftir útvarpsflutninginn, voru tvímœlalaust langbeztu þœttirn- ir. Höfundurinn, sem lofaði góðu, er strax farinn að efna það í sama verki .... Leikstjóri var Guðjón Ingi Sigurðsson, ungur maður. Of ungur. Það er hœp- ið, að hópur œskufólks einsog Leikhús œskunnar, geti haldið listaútgerð sinni til streitu svo að vel fari án þess að njóta leiðbeinslu og tilsagnar ein- hvers eins, sem státað getur af langri reynslu og nœgri kunnáttu. Vöntun á þess háttar fyrirbœri kom nokkuð greinilega í Ijós á þessari sýningu, sem í heild var heldur rýr og bragð- dauf. Það bar nokkuð á alls kyns fálmi og pati; dúttl við blóm, bolla eða pípu. Óþarfi. Þó skutu skemmti- leg hughrif upp kollinum einsog í at- riðinu milli nýja leigjandans og Úti- gangs, sem var lálaust en sjarmer- andi. Eins voru samtal nýja leigjand- ans og Heimasœtu eða kaffiboðið ansi smellin. I síðastnefnda atriðinu gerði Bergljót Stefánsdóttir litlu hlut- verki (frú Tryggvason) dágóð skil. — Sœvar Helgason lék titiIhIutverkið, hafði sig að mínum dómi of lítið í frammi í leik og „mímikk", hefði get- að verið betri. Leiktjöld hans og bún- ingar voru góð eftir aðstœðum. Aðrir leikarar voru Valdimar Lárusson (Daníel Daníelsson), Sigurlín Óskars- dóttir (Frú Dóra), Sigrún Kvaran (Heimasœta), Þórunn Sigurðardóttir (Jón Gíslason) og Grétar Hannesson (Hörður Tryggvason). Hljómlist var elektrónisk, eftir Magnús Bl. Jóhann- esson og vakti mikla athygli (og stundum kátínu). Góður effekt. Hér er sízt verið að draga úr L.Æ. Það vantar aðeins meiri festu í starf- semina alla, veit ég, og svo ákveðn- ara prógram. Flokkurinn hefur þegar sýnt, að hann er nokkurs megnugur, með Shakespeare-kvöldi sínu í fyrra, og hann er mesta þarfaþing ungu fólki, bœði áhorfendum sem þeim, sem eru að dunda sér við leiklist og finna hér vettvang til þess að spreyta sig á. Ekki sízt œtti hann að vera þarfaþing upprennandi stjörnum til þess að sanna heiminum fyrst hvað í þeim býr, áðuren þœr hverfa svo rakleitt inní frœgðina. Ætli flokkurinn eigi ekki eftir að ala upp margar slíkar? ólm. 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.