Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 83

Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 83
þessu nuddi, þá er bezt að borga það sem þér skuldið mér. MULLEADY: Æ, farið þér nú ekki að byrja þennan söng enn einu sinni. Þér vitið að um mánaðamótin — MEG: Svona, út með yður! (Mulleady fer) Það er geðslegt, eða hitt þó heldur að halda uppi gistihúsi fyrir allan versta sora þjóðfélagsins. PAT: Þjófapakk og hórur upp til hópa — og samt, hver segir að peningarnir þeirra séu nokkuð óhreinni en peningar yfir- leitt ? MEG: Það eru ekki hórurnar, greyin, sem eru verstar. Það eru svona gamlir gaurar eins og hann þama. Fybjakk! PAT: Þú meinar þó ekki hann Monsjur? MEG: Nei, ég meina þennan elliæra hálf- vita þarna, hann Mulleady; þó að Monsj- ur gamli sé svo sem nógu bölvaður, gap- andi um uppreisnir og frægðarverk, og býr svo á hóruhúsi. PAT: Hann hefur ekki hugmynd um það. Hann heldur að þetta snúist allt um frelsisstríðið sem enn sé í fullum gangi. MEG: Ja hérna! PAT: Svei mér þá. Hann heldur að hver einasta hræða sem hingað kemur sé ætt- jarðarvinur og hetja á flótta undan ensk- inum. MEG: Karlfíflið. Jújú, er hann ekki kom- inn enn einu sinni. MONSJUR: Patrekur! PAT: Hr. hershöfðingi ! MONSJUR: Herdeildin taki sér hvildar- stöðu. PAT: Þakka, hr. hershöfðingi, þakka. MONSJUR: Ég treysti því að við getum reitt okkur á piltana hér í herbúðunum, ef eitthvað óvænt skyldi ske. PAT: Við getum óhræddir falið þeim líf okkar í hendur. MEG: Guð hjálpi okkur. MONSJUR: Mér heyrðust einhver læti hérna áðan. PAT: Það var einhver sem missti eitthvað á gólfið. GKmuskjálfti hr. hershöfðingi. MONSJUR: Eðlilegt, ósköp eðlilegt, að menn geti orðið dálítið órólegir á kvöldi eins og þessu. Það liggur í loftinu. Finn- urðu ekki lyktina af því, Patrekur. PAT (Þefar): Nei, ég get nú ekki sagt það. MONSJUR: Gamli orustuþefurinn, Pat- rekur, sjálfur striðsilmurinn. Yfirvofandi stórviðburðir. Hérna, það er bezt þú haf- ir eintak af þessu. Hernaðaráætlunin. Nóg af fóðri við hendina? PAT: Handa hrossunum, hershöfðingi ? MONSJUR: Handa hemum sjálfum, mað- ur, handa hernum sjálfum. PAT: Ja já já. — En þetta er á írsku, Monsjur! MONSJUR: Þegar svona stendur á getum við ekki verið þekktir fyrir að skrifa stakt orð úr tungu Englendinga. (Litur yfir ímyndaðan orustuvöllinn, leggur nið- ur fyrir sér hvernið hann skuli beita liði sínu). PAT: Já, þér hafið svo sem sýnt það áður, Monsjur að með nægum viljastyrk er vel hægt að komast hjá að nota það tungu- mál. Fyrstu árin eftir að Monsjur kom hingað fékkst hann ekki til að tala nema írsku. MEG: Skildi þá nokkur upp né niður í því sem hann var að segja? PAT: Nei, það var nefnilega það, þegar hann fór eitthvað með strætisvagni, varð hann að hafa með sér túlk til að koma vagnstjóranum í skilning um hvar hann ætlaði úr. MEG: Aumingja maðurinn. MONSJUR: Patrekur. (Dregur Pat afsíð- is). Hafa komið nokkur bréf til mín frá Englandi nýlega ? PAT: Nei, sir. MONSJUR: Skrambans vandræði. Ég hafði treyst á ellilífeyrinn minn til að standa straum af ýmsu nauðsynlegu. PAT: Hafið engar áhyggjur sir, við höfum einhver ráð með að halda hlutunum gangandi. MEG (við áhorfendur): Hann hefur ekki fengið svo mikið sem eitt póstkort frá Englandi síðan Egyptar tóku Suezskurð- inn. MONSJUR: En hvað ég vildi annars sagt hafa, Patrekur — einn af okkar ungu ættjarðarvinum, kallaður Grísarauga, er nýbúinn að sitja inni sex mánuði fyrir málstaðinn. Ég sagði honum að við mund- um launa honum þetta með því að sjá honum fyrir fæði og húsnæði hér í her- búðunum það sem hann á eftir óliðað. Á- fram með smérið. (Marserar brott). PAT (við áhorfendur): Grísarauga! Hann er nýbúinn að sitja inni fyrir rán- og líkamsmeiðingar „það sem hann á eftir ólifað". — Ja, ef hann borgar ekki leig- una, þá skal hann komast að því að hann á styttra eftir ólifað en hann gerir kannski ráð fyrir. MEG: O, minnstu ekki á hann Grísarauga, ekki í mín eyru. Þetta er skithæll af verstu sort. Hann útvegaði sér eina nótt- ina fleiri dúsin af nælonsokkum í Franska tízkumarkaðnum, og lét ekki eina ein- ustu af okkur fátækum stúlkum götunn- ar njóta góðs af þessu. Nei, þakka þér fyrir, ekki einu sinni þessa einfættu sem býr á nr. 8. Þessi gamli hræsnari. PAT: Hver? Grísarauga? MEG: Nei, Monsjúr þykist vera eitthvað sérstakt, kallar sig „Monsjúr" og ætlar alveg að sprengja af manni hausinn með þessu sekkjapípuprumpi sínu, og á svo ekki svo mikið sem tveggeyring með gati. PAT: Hann heldur þó alltaf tryggð við gamla málstaðinn. — (Þegar Pat byrjar að segja frá, tínist annað fólk hússins að; Kate, píanistinn, Rio Rita í upplituðum silkislopp ásamt hinum svarta elskanda sínum, Mr. Mulleady, Colette, sjómaður- inn og Ropeen, gömul uppgjafahóra. Þetta fólk eggjar ýmist Pat eða skopast að honum eftir því sem það treystir sér til). 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.