Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 84

Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 84
MEG. Hvemig stóð á að hann fór að kalla sig þetta? Er það enska. PAT: Hvað? MEG: Monsjur, PAT: Það er mister á frönsku, er það ekki? MEG: Ég veit það ekki. Ég er að spyrja þig. PAT: Og ég er að segja þér það. Það var í þá daga þegar hver einasta yfirstéttar- kerling var úttútnuð af ættjarðarást og það var talið fínt að babla írsku í gríð og erg og taka sér írska titla. MEG: Varstu ekki að segja að Monsjur væri franska? PAT: Má ég einu sinni fá að tala út? Hvað er mister á írsku? ROPEEN: R. Goine Vasal. (Meg fer að hlæja). PAT: Einmitt. Þetta reyndist sem sé ein- um of írskt fyrir það góða fólk, og þá fór það að kalla sig Monsjur og Madame, allt eftir því hvort skeggvöxturinn var mikill eða lítill. MEG: Já, það er allt saman hálfvitlaust, þetta fína fólk. PAT: Monsjur var ekki hálfvitlaus þegar ég sá hann fyrst og ekki einu sinni kvart- vitlaus, Guð blessi hann. Sérðu þetta. (Sýnir mynd). Monsjur á hvíta hestinum sínum með Jesúkrossinn hátt á lofti eins og Brian Boru þegar hann leiddi menn sina fram til frægðaverka og dýrðar. MEG :Líttu á aumingja hestinn. PAT: Þetta var daginn sem þeir tóku okk- ur til fanga. Við hefðum getað sloppið, en Monsjur er afskaplega orðheldinn og heiðarlegur. Hann er nefnilega Englend- ingur. MEG: Hann? Englendingur ? Spígspor- andi í pilsi og þenjandi þessar sekkjapíp- ur sínar frá morgni til kvölds. PAT: Hann fæddist Englendingur, og hélt áfram að vera Englendingur árum saman. Faðir hans var biskup. MEG: Faðir hans biskup! (Þau eru öll góðir kaþólikkar, hörfa frá). Ég ætla að biðja þig að vera ekki með neitt guð- last góði! Faðir hans biskup, ekki nema það þó ! PAT: Hann var mótmælendabiskup. MEG: Nú Já — ja, það auðvitað allt önnur Jóa. — (Allir koma aftur.) RIO RITA: Þeir giftu sig meira að segja stundum. PAT: Monsjur gekk á alla stærstu há- skólana í Englandi — hann og sonur Englandskonungs sváfu meir að segja í sama herbergi. MEG: Mér hefði ekki þótt mikið þó þeir hefðu sofið í sama rúminu, úr því faðir hans var biskup. PAT: Já, hann lifði í vellystingum prakt- uglega og umgekkst hertoga, markgreifa, lávarða og jarla. MEG: Og þeir sváfu auðvitað allir í sama herberginu ? ROPEEN: í sama rúminu. PAT: Æ, haldið ykkur saman. Eins og ég var að segja, þá lifði hann lúxuslífi, þang- að til hann uppgötvaði að hann var íri. MEG. Varstu ekki að enda við að segja að hann væri Englendingur ? PAT: Hann er enskur íri. MEG: Drottinn minn dýri, hverslags fyrir- brigði er nú það? PAT: Það er mótmælandi sem situr klof- vega á hesti. ROPEEN: Leadbeater? PAT: Nei, enginn venjulegur mótmælandi eins og hann Leadbeater, pípulagninga- maðurinn hérna £ næsta húsi, ekki heldur venjulegur appelsínusali í Belfast, jafnvel þó hann sé svartur eins og kolaofn. MEG: Af hverju ekki? PAT: Af því að svoleiðis náungar vinna fyrir sér. Enskur íri hefur ekki annað eð gera en að þeysa um á truntunum sínum og þamba viskí, og lesa tvíræðar bækur á írsku í þrenningarskólanum í Oxford. MEG: Já, nú er ég með. Hann fæddist ekki íri, Hann varð íri. PAT: Hann varð ekki íri. Hann fæddist íri — í móðurætt og af því að karlinn faðir hans fór í taugarnar á honum, þá hallaðist hann að móðurættinni — og gerðist íri. MEG: Hvernig fór hann að því? PAT: Ja, fyrst fékk hann sér pils, og svo fór hann að spila geliskan fótbolta í Blackeath. MEG: Hvar er það? PAT: í London, og svo kom uppreisnin og þá hagaði hann sér í öllu eins og sönn írsk hetja. MEG: Tók sig upp og fluttist hingað til írlands ? PAT: Hann barðist fyrir írland, með mig við hlið sér. MEG: Jújú, ætli maður hafi ekki heyrt það fyrr. PAT: Fimm ára blóðugt stríð. COLETTE: Ó, guð hjálpi okkur. ROPEEN: Okkar beztu menn dóu hetju- dauða hver um annan þveran. PAT: Við áttum sigurinn vísan og þá allt í einu skrifuðu þeir undir þennan djöfuls- bölvaðan friðarsamning f London. Þeir seldu Englendingum Ulster og sannir írar voru neyddir til að sverja krúnunni holl- ustueið. ROPEEN: Hvernig í ósköpunum létu þeir hafa sig til þess. PAT: Ég skal segja þér hvernig það var, Ropeen. Lloyd George og Birkenhead kjöftuðu Michael Collins upp úr skónum, og hann skrifaði undir skuldbindingu um að hætta öllum vopnaviðskiptum. MEG: Okkar menn hefðu átt að skjóta hann fyrir það. PAT: Það var nú akkúrat það sem þeir gerðu. MEG: Æ, aumingja maðurinn. PAT: Hann var nú samt mikill hermaður og barðist vel fyrir gamla málstaðnum. ROPEEN: Þeir kölluðu hann „Hinn sigur- glaða svein“. PAT: Já, við gerðum það. RIO RITA: Syngdu fyrir okkur um hann Pat. (Allir taka vel í það.) PAT: Gefðu mér tóninn, Kata. Það var einn fagran morgun þegar blómin léttu blund, að út ég fór að ganga um einn grænan skógarlund og heyrði stúlku syngja, meðan döggin draup af grein, hið angurfulla kvæði um hinn sigurglaða svein: MEG: Hann sterkur mjög og hraustur mjög og íturvaxinn var, og eins og gull af eiri hann af öðrum mönnum bar. ALLIR: En slökktur nú er bjarmi s ásem úr hans augum skein, því frelsisvinir skut’ í nótt minn sigurglaða svein. Ó, hefð’ ’ann bara fallið samkvæmt fomum írskum sið sem hetja sönn í orustu við óvinanna lið, og hefði kúlan verið ensk sem sundurbraut hans bein, þá stolt ég mundi gráta nú minn sigurglaða svein. MEG: En þar sem hann í húmi nætur hinzta sinni stóð og niðrí bleikan svörðinn rann hans rauða hjartablóð, mun frelsishlynur írlands hefjast hátt með þunga grein. ALLIR: Og blómin hvísla ljóð mitt um hinn sigurglaða svein. PAT: (stynur): Já, þetta er mikil saga og átakanleg. MEG: Já, hún er eiginlega miklu betri en þetta sem þeir eru með i sjónvarpinu niðri á búlunni hjá honum Tom, „Fabian leyni- lögreglumaður” og „Rauða akurhænan". PAT: En sagan var ekki þar með öll. Sum- ir okkar neituðu að viðurkenna friðar- samningana. Við héldum baráttunni áfram — og við lágum í því. En Monsjur hélt tryggð við gaml málstaðinn, og ég hélt tryggð við Monsjur gamla. Og þeg- ar ekki var hægt að berjast lengur, þá komum við saman hingað í þetta gamla hús. MEG: Þessa gömlu rottuholu. PAT: Ja, þetta hefur að minnsta kosti verið nógu góð hola handa mörgum hraustum og heiðarlegum manni sem var á hlaupum undan fjandmönnum sínum næstu tuttugu árin. MEG: Þú ætlar þó ekki að segja mér að einhverjir hafi haldið áfram að hlaupa í heil tuttugu ár ? Fyrr má nú vera út- haldið! 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.